Vikan

Issue

Vikan - 24.05.1973, Page 35

Vikan - 24.05.1973, Page 35
ekki einusinni að fá mér herbergi. — Eigið þér við, að . . . . — Nei, ég á ekki við neitt, sagði hr. Barry þolinmóður. — Nema þá það, að Melissa Barry væri fallegt nafn, og það er núlitið um lausar ibúðir, eins og allir vita. — Við óskum yður öll til ham- ingju, sagði hr. Anstruther. — En ég skil bara ekki, hversvegna þessi spæjari, hann Thorber, — hvort sem hann nú er banka- ræningi eða ekki — kom með tvær skammbyssur með sér. — Hann varð að láta það lita svo út sem hún væri að berjast gegn handtöku, sagði hr. Barry. Hann varð að myrða hana vegna þess að jafnvel þó hún gæti ekki þekkt hann sem anna ræningjan<i, kynni hún að geta þekkt Brady, og Brady kynni að játa á sig ránið. — Ég skil, sagði ungfrú Gaines. — Þér eigið við, að Thorber sem var alvöru-spæjari, hafi ákveðið ránið með Brady, sem var banka- ræningi? Og .notað sér upp- lýsingar, sem hann fékk sem spæjari? Hr. Barry kinkaði kolli. — Og til allrar óheppni þá sat ungfrú Carey þannig, að hún gat séð þá koma inn i ganginn grimulausa. En eftir ránið þegar lögreglan tók að þyrpast þarna að, sá hún Thorber og fannst hann vera annar ræninginn. — En hún var ekki alveg viss, hélt hr. Barry áfram, — og það kom henni i ægileg vandræði. Annaðhvort þurfti hún að ákæra mann, sem kynni að vera sak- laus, eða lif hennar væri i hættu, afþvi að þá vissi Thorber, að hún hafbi séð hann og félaga hans og ef hún þekkti Brady aftur, væri úti um hann sjálfan. Það eina, sem henni gat dottið i hug var að fela sig, i þeirri von að lögreglan mundi leysa málið án hennar hjálpar. — En tvær byssur . . . .? sagði ungfrú Wheeler. Hr. Anstruther sagði: — Ég er farinn að skilja það nú. Hann kom i þeim erindum að myrða hana og láta það siðan lita svo út, sem hún þefði verið að berjast gegn hand- töku, og hún hefði haft litlu skammbyssuna og skotið að fyrra bragði. Þá gat hann sjálfur sloppið, þar eb hann hefði skotið i sjálfsvörn. — 0! sagði ungfrú Wheeler, dá- litiö máttleysislega. — Jæja, ég er fegin, hr. Barry, að þér skylduð drepa hann. — Hr, Barry roðnaði ofurlitið. — Ég er nú ekki einusinni viss um, að ég hafi gert það. Þér skiljið, að við vorum að berjast um byssuna, og fingurinn á honum var á gikknum. En ég hafði þrælatak á honum, þannig að byssan miðaði á ská upp eftir bakinu á honum og ég býst við . . .ja, liklega hefur hann ekki tekið i gikkinn viljandi, heldur tekið kipp þegar honum fannst handleggurinn á sér ætla að brotna. Það hefur liklega verið heppilegt, að ég skyldi læra áflog i skóla. I eina eða tvær sekúndur varð þögn, sem var aðeins rofin af seljunni, sem hr. Anstruther var að éta. En þá rankaði ungfrú Wheeler allt i einu við sér, og sagði: — Hr. Barry, við vitum enn ekki, hversvegna ungfrú Dim . . . ungfrú Carey, sat alltaf i myrkrinu i herberginu sinu. Þér töluðuð við hana i dag. Sagði hún yður ekki frá þvi? — Auðvitað sagði hún mér það. Þegar hún hljóp undan hættunni sibdegis þennan dag, þorði hún ekki að fara heim til sin, þvi að þar gat Thorber setið fyrir henni. Hún hafbi aðeins tuttugu dali á sér og fyrir helminginn tókst henni að kaupa ódýra tösku og smádót, sem gæti dugað henni i viku, og þegar hún kom hingað, átti hún nákvæmlega tiu dali eftir. Þessvegna tók hún aðeins morgunverðinn. — Þér eigið við, að hún hafi ekki fengið annað að borða? — Vitanlega. Og svo fór hún út, svo að þið gátuð ekki vitað hvort hún borðaði eða ekki. Hún var of stolt til að segja frá þvi. Eða til að lána eða stela fimmtán sentum. — Fimmtán sentum sagði frú Prandell og skildi ekki neitt. — Fyrir ljósaperu, sagði hr. Barry. MÉR FANNST ÉG TÝNAST Á ÞESSU STORA SVIDl Framhald af bls. 25. verb við deildina aftur næsta vetur, en stefni ekki að neinu prófi, þar sem ég verð ekki i Manchester nema til næsta vors. Fyrir bragðið get ég valið þær námsgreinar, sem ég hef mestan áhuga á, en þarf ekki að ganga inn i ákveðið ársprógramm. — Þú komst heim til þess að leika Sally. Er hún fyrsta hlut- verkið þitt hjá Þjóðleikhúsinu. — Nei. Ég lék fyrst hjá Þjóðleikhúsinu i Túskildings- óperunni siðastliðið haust. — Er mikill munur á þvi að starfa hjá leikhúsunum? — Já, mjög mikill. Hann liggur kannske fyrst og fremst i þvi, að þegar maður kemur úr litlu leik- húsi 'eins og Iðnó, er maður ekki undir þetta stóra hús búinn. Lengi fram - eftir æfingunum á Túskjldingsóperunni vissi ég i raun og veru ekkert hvaö ég var aö gera. Mér fannst ég týnast á þessu stóra sviði og i þessum stóra sal. 1 fyrstu hafði ég litla til- finningu fyrir þvi, hvað ég þyrfti að tala hátt svo að til min 'heyrðist. Það þarf allt að vera svo miklu stærra, hreyfingar, rödd og öll viðbrögð vegna stæröarinnar á húsinu. — Það hefur þótt bera á þvi, að ungir Islenzkir leikarar hefðu margir hverjir ekki fengið nein tækifæri til þess að spreyta sig á sviði. Er til einhver leið til þess að gefa þessu fólki tækifæri? — Þetta er dálitiö erfið spurning. Ég held að þaö sé ekki grundvöllur fyrir fleiri leikhús, að minnsta kosti ekki i þessu formi. Hins vegar væri óneitanlega skemmtilegt að hafa þriðja leik- húsið, sem væri þá allt öðru visi, til dæmis eitthvað i likingu við Leiksmiðjuna, sem við vorum með á sinum tima. — Hver var ástæðan fyrir þvi að Leiksmiöjan hætti? — Peningaleysi. Við sömdum sjálf siðustu sýninguna, sem við vorum með, og þess vegna leið langur timi án þess að nokkuð kæmi i kassann og Leiksmiðjan naut lltilla styrkja. Það væri vissuiega spennandi að endur- vekja svona tilraunaleikhús, en þab kostar mikið fé og töluverðan dugnað. Til dæmis sömdum við „Poppleikinn Óla” hjá Litla Leik- 21. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.