Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI SVAR TIL INGU STEFÁNSDÖTTUR Þú segir að vísu svolítið ógreinilega frá draumnum, en við túlkum liann á þá leið að þú eigir að biðja þennan vin þinn að fara varlegar í peningamálum, en hann hefur gert að undanförnu. HEIMSENDIR Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig drauminn, sem fer hér á eftir. Mér fannst ég vera að ganga niður Laugaveg með mömmu og vinkonu minni. Við vorum að leita að einhverjum föt- um. Allt í einu fannst mér allt heimilisfólkið vera komið niður á Laugaveg. Þá barst að vitum okkar ægileg fýla, allur himinninn glóði og fólkið hrópaði heimsendir hvað eftir annað. Allir tróðust inn í húsin til þess að reyna að verjast ham- förunum. Ég og vinkona mín komumst inn í búð, þar sem ótrúlega fátt fólk var. Ég hafði áhyggjur af því að mamma var ekki með okkur svo við fórum út aftur til þess að leita að henni. Við fundum hana, en þá var búðin horfin. Mér verður litið til hliðar og sé ég þá strák og stelpu standa úti í glugga og haldast í hendur. Við hliðina á þeim voru dyr. Við fórum inn til þeirra og fórum líka að horfa út um gluggann. Sjáum við þá að komið var bezta veður, logn, sólskin og allt vafið grænu grasi. Ég sný mér að stráknum og spyr hann, hvort honum sé kalt. Hann játaði því og spurði mig þess sama. Ég sagði það vera þótt mér væri alls ekki kalt. Þá tók hann utan um mig og gengum við út um dyrnar og þær hinar á eftir. Við leiddumst yfir hvítmálaða brú og framundan okkur var grængresið. Mér fannst eins og ég hefði unnið sigur og vaknaði við það. Ein berdreymin. í þessum draumi eru mörg skýr tákn. OIl spá þau þér velgengni og langlífi. Framtíð þín er því björt samkvæmt draumnum og þér mun ganga vel að sigrast á þeim erfið- leikum, sem þú átt eftir að mæta. Það eina, sam varpar skugga á drauminn er sigurvissa þín í lok hans, en öll hin táknin eru það skýr að hún hefur hverfandi lítil áhrif. LJOTT SAR Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en nú get ég ekki annað. Vinkonu mína dreymdi draum um mig, sem ég er hrædd um að boði eitthvað illt. Hana dreymdi, að pabbi hennar væri að brýna stóran hníf. Þá kom ég gangandi með dökkt, næstum svart sár, sem lá eftir hendinni endilangri. Hún vissi ekki hvort ég var lifandi eða dáin. Ég gekk til pabba hennar og rétti fram höndina. Draumurinn varð ekki lengri. Ein dauðhrædd. Þú þarft ekki að vera dauðhrædd út af þessum draumi, því að hann táknar engar stórbreytingar á högum þínum. Þú eða þá vinkona þín veikist lítillega, en það verður sennilega ekki annað en kvefpest. ELfSABET TAYLOR Kæri þáttur! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst Elísabet Taylor vera hér ásamt manni sínum og litlum syni u. þ. b. tveggja ára. Maðurinn var bróðir mömmu, en ég þekkti hann ekki í draumnum. Þeim var boðið til kvöldverðar hjá okkur og hafði Elísa- bet sagt, að það yrðu að vera tveir eftirréttir. Mamma var í miklu uppnámi, því að hún átti ekkert til þess að gefa þeim að borða, en ákvað samt að lokum að hafa aðalblá- ber með rjóma, en þar sem hún hafði ekkert annað, setti hún berin í tvær skálar. Ég var óskaplega hneyksluð á því að gefa svona frægu fóiki svona ómerkilegan mat, en mamma sagði að þetta væri nógu gott. Við matarborðið var mikil þögn. Mamma var yfir sig móðguð af því að þau vildu ekki borða berin. Mér varð mjög starsýnt á litla strákinn, sem hrærði bara í skálinni sinni og gretti sig framan í mömmu sína. Segir hún þá við hann: „Elskan mín, vertu ekkert að borða þetta, þú hefur aidrei viljað ber.“ Næst fannst mér að væri annað hvort messa eða einhver skemmtun niðri í bæ og Elísabet fór þangað. A meðan fór- um við mamma til systur hennar, sem býr hér nálægt. Við vorum að tala um hvað væri merkilegt að svona falleg og fræg kona eins og Elísabet skyldi vera heima hjá mér. Þegar við erum niðursokknar í að tala um hana verður okkur litið út um gluggann og sjáum við þá að Elísabet er á leiðinni til okkar. Þá rýkur mamma upp og segir eitthvað á þessa leið: „Ekkert má maður fara þá eltir hún mann,“ en hljóp svo inn í svefnherbergi og faldi sig þar í fataskáp. Mér fannst að hún vildi ekki láta Elísabetu vita að hún væri systir systur sinnar. Draumurinn varð ekki lengri, en það skal tekið fram að Elísabet talaði íslenzku í draumnum. Hún var með litað hár, grásprengt og tók það saman, mjög ein- kennilega, ofan á höfðinu. E.B. Það er ólíklegt að þessi draumur sé fyrir stórtíðindum, þrátt fyrir það að frægt fólk komi fram í honum. Hitt er annað mál, að nafnið Elísabet getur ekki vitað á annað en gott svo að hann ætti áreiðanlega ekki að boða þér eða fjölskyldu þinni neitt slæmt. LAUGAVEGUR Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Mér fannst ég vera á gangi niður Laugaveg með stúlku, sem ég hafði aldrei séð áður. Við töluðumst ekki við. Þeg- ar við höfðum gengið lengi, spurði ég hana hvort hún vildi giftast mér. Hún játti því. Síðan fannst mér ég vera staddur í verzlun eða ein- hverju margmenni, en stúlkan var þá horfin. Þá fannst mér allir líta svo einkennilega á mig svo að ég fer að gæta að því hvað sé að. í spegli sé ég að ég er allur blóðugur á höfðinu. Fannst mér ég vera dáinn fyrir löngu og vera að rifja upp hvernig ég hafði dáið. Fannst mér einna helzt að ég hefði dáið af heilablæðingu. Draumurinn varð ekki lengri, en alls staðar í draumnum var fólk, sem ég þekkti ekki og sem mér fannst ég ekki geta komizt í samband við. Með fyrirfram þökk. K.M. Það eru sterk tákn í þessum draumi, sem bæði spá þér langlífi. Þú lifir lengur en flestir jafnaldrar þínir — við hestaheilsu og mikinn lífsþrótt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.