Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 45

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 45
þá er ekki hægt að slíta þau bönd, hvorki þessa heims né annars. Þess vegna bíða flestir með að fá kirkjulega blessun á hjónabandið, þangað til þeir eru orðnir svo gamlir, að þetta skiptir ekki máli lengur. Þegar Ababa var búin að ráða þetta við sig, sendi hún eftir gömlu mönnunum með reikningsbókina. Þar voru sömu karlarnir, sem höfðu verið til kallaðir, þegar ungu hjónin giftu sig. Bókin var orðin nokk- uð blettótt og snjáð, en tölurn- ar voru þar mjög greinilegar. Skilyrðin frá fyrri tíð voru les- in upp, orði til orðs og skiln- aðarmálið var í fullum gangi. Sér til skelfingar komst Ababa að því að fjárhagurinn var mjög slæmur, Georgis var bú- inn að sóa eigum þeirra, sér- eign hennar líka, hann var bú- inn að spila burtu heimanmundi hennar. Hún var öreigi. En skilnað fékk hún og kofann, sem var það eina, sem eftir var af eignunum. Georgis var sett- ur á götuna, þótt hann væri bæði sjúkur og leiður. Hann var ekki lengi að skríða heim í foreldrahús, eins og hundur með rófuna milli fótanna. Ababa var ekki öfundsverð. Að vísu var hún búin að fá skilnað, en af hverju átti hún að lifa? Hún gat ekki reiknað með foreldrum sínum, þau voru sjálf fátæk. Faðir hennar hafði lent í ýmsu, sem rýrði tekjur hans og hann var líka alls ekki heilsugóður. Hún varð að finna einhverjar aðrar leiðir. Eina leiðin var vændishús staðarins. Ababa var mjög snotur stúlka og glaðlynd. Hún var aðeins sextán ára, svo hún hefði átt að hafa möguleika á að giftast aftur. En hver vildi eiga konu, sem ekki gat eign- azt barn? Og þar sem hún var líka algerlega eignalaus, leit þetta ekki svo vel út. Hún átti enga leið út úr þessum ógöng- um aðra en að fara í vændis- hús staðarins. I Eþiopiu er það ekki álitin nein skömm að leita til vændishúsanna og það eru ekki eingöngu karlmenn, sem það gera í leit að félaga. En samt verður að gæta vissrar háttsemi og þótt körlunum finnist það allt í lagi að hitta þar konu nábúans, þá er það ekki víst að þeir kæri sig um að hitta þar sína eigin konu. En Ababa þurfti ekki að taka tillit til þess og það leið ekki á löngu þar til hún hafði nægi- legar tekjur til að lifa af. Það var nú kaldhæðni örlag- anna, að einmitt í vændishús- inu skyldi hún hitta manninn, sem hana hafði alla tíð dreymt um, Yaqob. Hann kom eitt kvöldið að húsinu með hin log- andi ljósker, til að fá sér að drekka og kannski að hitta þar stúlku, sér til afþreyingar. Það lá við að Ababa liði um koll, þegar hún sá hann þarna. Hún vissi ekki hvað hún átti að gera, svo hún dró sig í hlé út við vegg. Líklega var það ein- mitt þess vegna, sem hann veitti henni athygli og óskaði eftir félagsskap hennar um nóttina. Vændiskona í Eþiopiu er að sumu leyti virðuleg, shermuta segir ekki já við einn eða neinn, nema henni líki við manninn, sem óskar eftir að sænga hjá henni. Þetta kvöld var Ababa ekki í neinum vafa og næstu vikur heimsótti Ya- qob hana oft. Hann valdi hana alltaf, þegar hann kom í heim- sókn. Eitt kvöldið sagði hann henni að hann væri skilinn við konu sína, það var hún, sem fór frá honum og það leið ekki á löngu þar til Yaqob stakk upp á því að þau Ababa giftu sig. Ababa hafði aldrei á ævi sinni verið svo hamingjusöm, en hún varð svo hissa að hún gleymdi að svara. Yaqob varð því að biðja hennar aftur. En fljótlega kom í ljós að það varð ekki svo einfalt fyrir þau að giftast. Það voru mörg Ijón á veginum. Aðal vandamálið var þó faðir Yaqobs, Gebre-Wolde, sem strax setti sig upp á móti þessum ráðahag. Hann vildi alls ekki eignast tengdaoóttur, sem ekki gat eignazt börn, að minnsta kosti ekki þar sem hún var líka eignalaus. Og enda þótt Yaqob væri rígfullorðinn, varð hann að taka tillit til föður síns. Átta hjúskaparform. Að lokum giftu þau sig samt, en hjúskaparsamningurinn var ekki hagstæður fyrir brúðina. í Eþiopiu er nefnilega hægt að gifta sig á átta mismunandi vegu. Yaqob þrjózkaðist við föður sinn, en hann varð að beygja sig fyrir óskum hans og gifta sig eftir samningi, sem kallaður er semanya. Gömlu mennirnir með reikningsbók- ina voru nú kallaðir til aftur og nýr samningur krotaður í bókina. í þetta sinn var Ababa gift til fimm ára og samningurinn var eitthvað á þá leið, að Ababa tók að sér að hugsa um heim- ilið fyrir Yaqob og átti að fá laun, frítt fæði, húsnæði og föt. En hún átti ekki að fá pen- inga greidda, eiginmaðurinn átti að hafa hönd í bagga. Ef hún óskaði skilnaðar eftir fimm ár, þá var hann skyldugur til að greiða henni fimm ára laun. En ef þau ætluðu að fram- lengja hjúskapinn, þá mátti setja peningana í sameiginleg- an sjóð og hefja nýjan búskap, sem kallaður er birkenet- hjónaband. Það hjúskaparform veitti henni rétt til að fara strax, ef hún óskaði eftir skiln- aði og þá gat hún tekið með sér alla peninga úr sameigin- legum sjóði og skilið eftir börn- in, ef einhver eru, hjá föðurn- um. En Ababa vissi hvernig högum hennar var háttað og gekk að öllum kröfum. — Þú veizt að þetta er að- eins vegna föður míns, sagði Yaqob ástúðlega. — Þetta er auðvitað aðeins formsatriði. Ababa treysti því að Yaqob væri heiðarlegur og Ababa var hamingjusamari en hún hafði nokkurn tíma verið. En það voru líka höggormar í þessari paradís, og hún komst fljót- lega að því að faðir Yaqobs hafði æst þrjá sonarsyni sína upp á móti nýju konunni. Hún hafði fundið óvild drengjanna frá upphafi, en þegar tímar liðu, urðu þeir mjög erfiðir, sérstaklega Tafesse, sem var að- eins átta ára og sat sig aldrei úr færi að gera henni lífið leitt. Hún varð því mjög áhyggju- full, því að þótt þeim Yaqob kæmi einstaklega vel saman, vissi hún líka, að hann elskaði syni sína. Og ef alvarlega kast- aðist í kekki milli hennar og drengjanna, var hún hrædd um að svo myndi fara, að hann fylgdi þeim að málum. Því erf- iða|ri sem Tafesse varð, því meira óttaðist Ababa að hjóna bandssæla hennar væri í hættu. Hún grét oft í einrúmi, en það gat ekki hjá því farið, að tengdafaðir hennar frétti hve illa henni leið. Það hlakkaði í karlinum og hann fékk dreng- snáðann til að æsa bræður sína upp á móti henni. Þeir vildu líka koma sér vel hjá afa sín- um. Ababa tók svo eftir því að drengirnir kvörtuðu oft undan henni við föðurinn og þá tók hann oftast þeirra málstað, eins og hún hafði reyndar búizt við. Hún reyndi að vera því betri við Tafesse, því verri sem hann var. Helsjúk. Loks kom að því að það leit út fyrir að gamla manninum yrði að ósk sinni að losna við tengdadótturina. Ababa datt á eldhúsgólfinu og ökklabrotn- æði. Hún var svo heppin að Ya- qob var heima og gat hjúkrað henni, en næsta dag var hún komin með háan hita. Það var sent eftir þorpsprestinum, til að reka á brott hina illu anda og mála á hana krossmark. Um kvöldið var Ababa að dauða komin, en örlögin gripu í taum- ana. Hún lá í hitamóki og fylgdist ekki með því sem fram fór í kringum hana. En einu sinni fann hún litla mjúka hönd, sem klappaði henni og hún fann fyrir litlum kolli, sem lagðist að brjósti hennar. Svo heyrði hún sáran grát. Hún opnaði augun, með miklum erf- iðismunum og sá að þetta var Tafesse, sem hjúfraði sig upp að henni. Hún vissi ekki hvað hafði komið fyrir drenginn, en hún fann að hún varð að reyna að lifa, til þess að geta reynzt honum vel. Líklega var það eingöngu þetta, sem hana vant- aði, lífsviljann, því að upp frá þeim degi fór henni dagbatn- andi. Og nú er Ababa heilbrigð og hamingjusöm. Að vísu er hún svolítið hölt, en það skyggir ekki á hamingju hennar. — Eftir mati á verkum yðar þá getum við tryggt þetta fyrir 500 krónur! — Stattu ekki á slöngunni, strákur! 21.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.