Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 42

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 42
— Já, sannarlega. — Þú gerir mér lifið erfjtt. Wright sagði sér vera hokkurn- veginn saman, hvernig hann gerði annarra manna. lif, en hinsvegar ætlaðist hann til, að menn hefðust eitthvað aö, aldrei þessu vant. Hann spurið, hvað Georg væri að gera. Verrell sagði að hann væri að fá sér einn litinn til þess að skerpa matarlystina fyrir kvöldverðinn. Þettá’ virtist fara i taugarnar á Wright sem sagöi, að kostnaöar- reikningur Georgs næði ekki til neinna óhófs kvöldverða. Verrell hló bara að þessu og Wright hringdi af. Georg lauk úr glasinu. — Héðan sem ég sit, heyrðist mér, að minn ágæti húsbóndi væri i gamla góða skapinu sinu. — Já, heldur betur. — Ég vona, aö hann hafi skipað okkur báðum að koma heim tafarlaust. — Nei, hann heimtaöi bara árangur og ekkert annað. Georg sneri glasinu milli fingranna. Maison Parmentier er áreiðanlega með hundrað þjófabjöllur. — Það er greinilegt. — Þarna eru sjálfsagt leiðslur i gluggum og hurðum og sennilega geislatæki á gólfinu. Og svo eru stálhlerar . . . — Reyndu nú að lita á bjartari hliðina á hlutunum, Georg. Hver sprunga i vegg eða glugga minnkar varnirnar . . . — Hvern fjandann hefur það að segja, þegar bjöllur hringja ef kakalaki skriður um gólfið. — Þarna bendirðu á mesta varnarleysið. — Við erum held ég hættir að skilja hvor annan, tautaði Georg, sem nú var allt i einu gripinn svartsýni i stað sinnar venjulegu bjartsýni og kæruleysis. Georg og Verrell skrifuðu sig inn á Hótel Nordmann klukkan fjögur siödegis. Þetta gistihús var ekki nærri eins þægilegt og hitt, sem þeir höfðu verið i, en það stóð við Rue Sausseries. Eins og Verrell sagði, þá var þægilegt að eiga stutt i vinnuna. Herbergið hans var á horni og þaöan sást mjög vel framhliðin á Maison Parmentier. Hann settist niður og athugaði húsið gegnum kiki, i heilar tvær klukkustundir. A þeim tima staönæmdust þar einn Rblls Royce, þrir Cadillac og einn Mercedes 600, settu út farþega sina fyrir framan búðina, en svo kom þarna mesti fjöldi af ómerkari bilategundum. Maison Parmentier lagði ekki áherzlu á magnið heldur á gæðin. Búðinni vár lokaö klukkan sex. Sýningargluggarnir voru tæmdir og stálstengur settar upp fyrir innan þá og eins innan við framhurðina. Verrell horfði á manninn læsa dyrunum og komst að þeirri niðurstöðu að læsingin væri tvöföld gáldralæsing, sérhæfð og með lykli, sem var ekki eins báðum megin, eins og venja var um sllka lykla. Fimm minútum eftir að gluggum og dyrum hafði verið læst, fór siðasti starfsmaðurinn — fostjórinn sjálfur - út um hliðardyr, sem voru i tólf feta fjarlægð frá næsta sýningar- glugganum. Hann læsti einnig á eftir sér stálgrindahurð og gekk siðan út á götuna. — Jæja, það var nú það, sagði Georg , sem hafði fylgzt með þessu öllu. — Nú er húsið orðið vlggirtur kastali. Reyndu að opna ein- hverjar dyrnar eða hreyfa við gluggahlerunum, þá glymur þjófabjalla við um allt húsið, og gólfið er allt með geislum, svo að þú getur ekki stigið á það án aö heyra samstundis dómadags- básúnuna gjalla. Verrell lagði frá sér kikinn og teygöi úr sér. — Já, þetta verður sannarlega enginn barnaleikur. — Það er meira en það. Það er bókstaflega ekkert viðlit. — Jæja, en það er nú samt eitt eða tvennt, sem getur orðið okkur að gagni. Stálgrindin fyrir aðaldyrunum er svo sem einu feti aftar en gluggalinan og jafnvel þó þarna sé allt með rafleiðslum þá er ekki eins og við þurfum að fara niður I kjallara og brjóta upp járnskápana þeirra. Þvi að það gæti oröið okkur ofviða. — Þú hefur gaman af að stinga höfðinu i snöruna. Þú gleðst af þvl, aö þetta er svo fjandans erfitt, að hver maður með nokkra ögn af viti I kollinum mindi segja, að • það væri gjörsamlega ómögulegt. — Aður en þú lætur örvæntinguna ná ofmiklum tökum á þér, þá athugaðu hitt, sem stendur okkar megin. — Og hvað gæti það verið? — Næsta lögreglustöð er ekki nema sem svarar tveimur götum þarna frá. Georg brýndi raustina. Skárra er það nú gagnið, sem það gerir okkur. Ekki nema þaö þó. Lögreglan er ekki nema tæpa mlnútu að komast á staðinn, eftir að hringingin heyrist, og þaö gerir hún áreiðanlega á stööinni lika. —Ég býst við, að fjörutlu'og fimm sekúndur yröi nær lagi. — Og það er þér eitthvert fagnaðarefni eða hvað? — Já, heldur betur. — Þá er annar hvor okkar tækur á geðveikrahæli og ég veit ekki betur en ég sé fullkomlega heilbrigður á sönsum. Verrell hló. Hér ver verk fyrir höndum, sem gæti reynt á hæfileika hans til hins Itrasta. Georg var ekki hugdeigari en gengur og gerist, en hann lét I ljós áreiðanlega rétt álitið. En Verrell gat ekki hugsað 'sér annað skemmtilegra en takast á við verkefni, sem almennt væri talið „ómögulegt”. 1 hans augum var hámark lífsins það að vera i lífshættu. Hann sneri sér við og horfði enn einu sinni út um gluggann. Það gat vel verið, að búðinni mætti Hkja við víggirtan kastala, en jafnvel viggirðingar slikra hlutu einhversstaðar að enda. Handan viö búðina var dýr kvenfatabúð og hinumegin var dýrt — en ekki sérlega gott — matsöluhús. Það mundi áreiðanlega verða læst öllum dyrum eftir vinnutima, en mjög óliklegt, að þar væru neinar þjófabjöllur. Hver gæti haft áhuga á að brjótast inn i mann- tómt matsöluhús? Það var hálfri klukkustund eftir miönætti. Nóttin var hlý, næstum svækjuheit. Það dró smám saman úr umferðinni á einstefnugötunni við Hótel Nordmann, og nú fóru ekki framhjá nema rétt einstaka ökutæki. Tveir bilar óku framhjá, svo varð tveggja minútna hlé, síðankom sjúkrabíll með miklum hávaða framhjá hótelinu og beygði út af á næsta horni, og rétt einsog til að svara honum, gal prammi á ánni frá sér öskur, er hann veik fyrir öðrum pramma, sem var á uppleið. Verrell lét fara vel um sig i stól við gluggann og beindi kikinum slnum að Maison Parmentier. Maður, sem var sýnilega all- drukkinn, slagaði eftir gangstéttinni og framhjá aöaldyrunum. Skömmu siðar komu tveir lögregluþjónar, sem eftir pati þeirra og öðrum hreyfingum að dæma, voru að rifast, og gengu i hina áttina Kvenfatabúðin var þegar lokuð og matsöluhúsinu var verið að loka. Verrell hugsaði með sér, að þeir Georg yrðu að flýta sér að komast á sporið eftir Mathews, er. hinsvegar væri stórhættulegt að flýta sér um of. Hversu mikið vissi franska lögreglan eða grunaði um Mathews, og upp- lýsingarnar, sem hann hafði til sölu, og hve mikinn hluta allrar sögunnar mundi hún fá upp úr Mathews- Mundi hver dagurinn sem leið færa lögregluna nær öllum sannleikanum ? Allar þessar spurningar þyrfti aö athuga og svörin við þeim yrði aö vega á móti nauðsyninni á að flýta sér hægt. Hann kveikti I vindlingi. Um leið og hann slökkti á eldspýtunni, gekk maður út úr matsöluhúsinu staðnæmdist á gangstéttinni og geispaði. Hann stóð þarna kyrr i einar tvær minútur, áður en hann gekk inn aftur og skipti á svarta frakkanum, sem hann hafðiverið I, fyrir sportjakka. Verrell sló öskuna af vindlingnum i öskubakka, sem var á stólbrikinni. Ef fjörutlu og fimm sekúndur voru það minnsta, sem það mundi taka lögregluna að ná til staðarins, var það þá nægilegur timi? Allir útreikningar hans bentu til þess, að það væri nægilegt, svo fremi ekkert gengi úrskeiðis. En- það var bara býsna mikið vafamál. örlögin áttu það til að koma manni á óvart. Endalausar áætlanir mætti semja og framkvæma nákvæmlega, og taka tillit til allra hugsanlegra möguleika, en ofulitið atvik gat gert allar áætlanir að tómri vitleysu. Kannski var nú mesti spenningurinn I þvi fólginn að gera sér ljósa þessa hugsanlegu möguleika? Flest ljósin I matsöluhúsinu höfðu nú verið slökkt. Tveir karlménn og ein kona 'komu út á gangstéttina og flýttu sér siðan sitt I hverja áttina - tveir menn I viðbót komu og gengu niður eftir götunni, að.krá, sem enn var Tveim minútum seinna var siðasta ljósið slökkt og maður og kona komu út. Maðurinn lokaði og læsti dyrunum og siðan gengu þau að bíl, sem þarna stóð, stigu inn i hann og óku burt. Um leið og bíllinn beygði fyrir hornið, komu lögreglumennirnir tveir aftur og gengu i áttina til stöðvarinnar sinnar. Verrell stóð upp, dró gluggatjaldið fyrir og gekk út úr setustofunni og inn i svefnherbergið. Hann opnaði ferðatöskuna sina og tók úr henni opin.ofurlitinn böggul I leður- umbúðum, sem i fljótu bragði liktist mest vasa- útvarpstæki. Hann opnaði böggulinn að framan og þá kom i ljós stórt gler með fótósellu. Bakatil á bögglinum var sogskál, og hann var vanur að festa böggulinn með á spegilinn, sem var uppi yfir fataskápnum. Hann tók vasaljósið sitt, lokaði gluggahlerunum svo að ekki var nema mjó rifa >~.iili þeirra, gekk aftur að d’ unum slök! ti ljósið i loftinu, en lét loga i setustofunni, svo að þarna inni i svefnherberginu var einskonar hálfbirta, kveikti á vasaljósinu og beindi geislanum á fótóselluna. Samstundis heyrðist ofurlltil lág suða, sem hætti, þegar hann beindi geislanum út af speglinum. Framhald, l nœsia blaSi. 42 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.