Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 22
ÍRSKT BLÓÐ HEFST í NÆSTA BLAÐI Söguhetjan i nýju framhaldssögunni er kornungur iri, sem flýr frá írlandi kringum 1850, þegar uppskerubrestur og aðrar hörmungar dynja yfir írland, eins og reyndar önnur lönd i Evrópu um þetta leyti. Hann missir báða foreldra sina og stendur einn uppi, aðeins þrettán ára, með tvö yngri systkin á framfæri. Hann hafði haldið að i Ameriku biðu hans gull og grænir skógar, en reyndin verður önnur. Hann kemst meira að segja að því aðþað er ill mögulegt fyrir íra að fá þar vinnu og hann verður að gripa til þess að kalla sig Skota, til að geta. framfleytt sér og það særir stolta irska hjarta hans .... NÝ OG SPENNANDI FRAMHALDSSAGA: — Jú aö visu. Þaö stigur upp. Herbergiö fyllist hægt af eldfimu gasinu og þegar þaö nær til kértanna, þá veröur hræöileg sprenging. — Þaö er ágætt, sagöi Dorinda. — Þá geta þessir þrir vinir okkar beöiö hér, meöan ég hringi til fööur Harrys frá bilnum. Og ég hringi ekki fyrr en viö erum komin langt i burtu, Victor. Varney stundi, en samþykkti það óhjákvæmilega. Hann gekk hægt aö gasbrennaranum, svo lyfti hann fætinum og sparkaöi fast I hann. Harry fann næstum strax gaslyktina. — Og ef krakkaskrattarnir eru falin i einhverri sprungunni, þá veröa þau þeim samferöa. Varney yppti öxlum. Hann gekk upp stigann. Dorinda hleypti bæöi honum og Cole framhjá sér. Hún leit niður á Harry. — Ég er nú aö hugleiöa hvort þessum elskulega bróður þinum, fylkisstjóranum, þyki vænt um þig. Ef svo er ekki, þá óska ég þér góörar feröar. Vertu sæll! Svo hljóp hún upp stigann. Þau sáu aðeins fallegu fæturna i finu skónum. Dyrum var skellt uppi á loftinu. Þau heyröu að lykli var snúiö. Eftir andartaks þögn sagöi Jean, — rétt eins og þau væru i kaffiboöi. — Ó, ég hefi gleymt aö kynna ykkur! Frú Julian, þetta er Harry Fairchild. — Og ég heiti Callie, sagöi konan hjartaniega. — Nú skal ég segja ykkur nokkuð, viö springum ekki f loft upp. Börnin fóru til að hitta pabba sinn. Og svo sækja þau hjálp. Og Harry sagöi, með rödd, sem hann vonaði aö væri nokkuö hetjuleg: — Það er ágætt! (Hvernig átti hann að segja þessari konu, aö börnin myndu ekki hitta fööur sinn? Hann gat ekki sagt henni aö Rex Julian væri einmitt nú á skuröborði á St. Bart’s sjúkrahúsinu.) Úti á götunni, fyrir framan húsiö, sagöi Varneý: — Biöiö! Frank Miller sat i bláa bilnum, sem hann haföi ekiö þversum á götunni. En Varney haföi rétt i þessu séö annan bil beygja inn i götuna. — Leiknum er lokiö, viö höfum tapað, sagöi hann. En Dorinda greip fast I arm hans. — Faröu upp I bilinn til Franks. Segðu honum aö hann eigi aö aka af staö, þegar ég segi til. Og biddu svolitiö lengra niöur með götunni. Hún var svo ákveöin, aö Varney skokkaöi yfir götuna og settist inn i bilinn. Hinn billinn haföi nú verið stöövaöur og tveir menn stigu út. Dorinda veifaöi til þeirra og tók til fótanna. — Heyriö mig! kallaöi hún. Framhald á bls. 38 22 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.