Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 34
TAUSCHER Zjr'? Ms ' >>. >A»'V i ífr.*rJA\ ^ í’ w' . B$$hm *'*•' Mest seldu og beztu sokkabuxumar em frá Tauscher. Margar gerðir til fljótrar afgreiðslu. Umboðsmenn: Ágúst Ármann h.f. Simi: 22100 EIN I MYRKRINU framiö. Við þurfum á henni aö halda sem áriöandi vitni. — 0, sagöi ungfrú Gaines i vonbrigðatón. — Þér eigiö viö, aö hún hafi bara unnið þar? En til hvers er hún þá aö strjúka og fela sig hér? En svo færöist vonar- svipur yfir andlitiö aftur. — Kannski hefur hún verið I vitoröi meö ræningjunum? — Já, okkur grunar, aö þetta brotthlaup hennar gæti gefiö slikt til kynna, frú. Er hún hérna núna? — Æ, segið þér mér eitthvaö meira um þetta, baö ungfrú Gaines. — Þér eigiö viö, aö hún hafi gefið ræningjunum bendingu, eöa eitthvaö þessháttar? Spæjarinn hleypti brúnum. — Viö erum nú i talsveröum vafa sjálfir, um þaö, hversvegna hún hljóp á brott. En þetta vitum viö: Ræningjarnir stönzuöu milli ytri og innri hurðanna, til þess að setja á sig grimurnar. Ungfrú Carey vann á staö þar sem hún ein gat séð fram í ganginn og þá væntanlega þekkt þá. Þaö játaöi hún við bankastjórann, rétt eftir rániö, áöur en viö komum á vett- vang. — Svo fréttum við, aö grun- aöur maöur aö nafni Brady heföi veriö handtekinn skammt frá bankanum og færður á lögreglu- stööina. Bankastjórinn spuröi ungfrú Carey, hvort hún vildi fara þangaö og. sjá, hvort hún gæti þekkt hann. Hún tók þvi vel og þar sem þetta er ekki nema spöl- korn. þá spurði hún hvort hún mætti fara gangandi. Yfir- maðurinn sagöi þaö sjálfsagt, afþvi aö viö heföum meira aö gera i bankanum og gætum ekki fariö þaöan strax. En hún komst aldrei á leiöarenda! Ungfrú Gaines hallaöi sér fram. — Svo hún hvarf þá á leið- inni úr bankanum á lögreglu- stööina? — Einmitt. Og heim til sin kom hún aldrei. Hún hefur litla ibúö i Dovershirestræti, en þangaö fór hún heldur ekki. Síöan höfum viö verið að leita hennar, en i dag fengum viö bendingu um hvar hún kynni aö vera, sem sé hérna. Hr. Anstruther, sem hingað til hafði þagaö, ræskti sig nú. — Eru nokkur verðlaun. i boöi, hr. Torber? Spæjarinn leit á haníi. — Eruö þér Anstruther? Jú, það kynni aö veröa ef hún reynist meðsek, og peningarnir finnast. Tryggingin ákveöur það. — Sjáiö þér til, sagöi hr. Barry. Þau litu öll á hann, en hann roönaði ofurlftiö og stóö I honum. — Eruð þér viss? Ég á viö . . . . — Viö erum ekki vissir um neitt, sagöi Thorber. — En ég verö bara aö fá hana á stööina. Ef hún getur gert grein fyrir sér, sleppum viö henni auðvitaö. En viö veröum aö fá hana til þess aö vita, hvort hún þekkir Brady eöa ekki. Viö vorum heppnir, að hann skyldi vera meö byssu á sér, því aö annars heföum viö ekki geta haldiö lengi I hann. Hann stóð upp. — Er hún hérna núna, frú Prandell? — Já, og herbergiö hennar er beint á móti stigagatinu. Hún situr þar núna i myrkrinu. — Þakka yöur fyrir, frú. Hann stóö upp og sama geröi hr. Barry, hr. Anstruther og ungfrú Gaine. — Viljiö þiö gera svo vel og biöa hérna kyrr? Þau settust niöur aftur, öll nema hr. Barry. Hann gekk eitt skref til dyranna með kreppta hnefa, þegar spæjarihn lagði af staö upp stigann. Frú Prandell sagöi og var hvöss: — Látiö þér ekki eins og bjáni, hr. Barry. En æðri máttur en frú Prandell haföi þegar gert hr. Barry að bjána. Hann stóö þarna og staröi upp stigann, þangað til hann heyrði spæjarann berja að dyrum uppi, en þá þaut hann upp stigann, rétt eins og eitthvað ýtti honum áfram. Hefði ekki teppið á stiganum deyft fótatakiö hans, heföi ööru- vísi getaö fariö. En hann var ein- mitt að koma fyrir horniö i stig- anum, þegar dyrnar á herbergi ungfrú Dimmu opnuöust og inni fyrir var dimmt, en grannvaxin stúlka stóð I dyrunum og bar höndina upp aö munninum til þess að kæfa neyöaróp. En það sem rak mest á eftir hr. Barry upp stigann, var það, að hann sá báöar hendur spæjarans koma upp úr vösunum um leiö og dyrnar opnuðust og hvor þeirra hélt á skambyssu. önnur var 32- skambyssa i hægri hendi, en i hinni — og varla sýnileg var litil skammbyssa eins og konur nota. Það kemur fyrir, að menn spyrja ekki fyrr en á eftir og svo varö hér. Thorber var að ýta stúlkunnu inn I myrkrið og svo geröist allt I einu — Barry greip um hægri höndina á Thorber og Melissa Carey æpti upp yfir sig. Skothvellurinn kom nokkrum sekundum seinna, en fólkiö niöri kom þjótandi, undir skjálfandi forustu hr. Anstruthers, sem lik- lega heföi aldrei komizt alla leiö upp stigann heföi ekki ungfrú Gaines ýtt aftan ,á hann. Aftur kom hvelíur, og það var siöasta skotið I þessari viðureign, og svo varö dauðaþögn I myrkvaöa her- berginu. — Ég er enn ekki farin að skilja þetta alltsaman, sagöi frú Prandell næsta kvöld viö mat- boröiö. — Og ég vildi óska þess, þér væruö ekki aö fara frá okkur, hr. Barry. Ég veit, að viö vorum á villugötum viövlkjandi stúlkunni, og vissulega gaf hún upp skakkt nafn og — hvernig heföum viö getaö vitaö þaö? Hr. Barry var meö plástur á enninu þar sem högg af skamm- byssuskefti hafði skafiö skinniö af stórum bletti, og hann var heldur en ekki rómantiskur á svipinn, þrátt fyrir — eöa kannski vegna — heljarstórs glóöarauga. Hann sagöi: — Góöa frú Prandell, ég lái ykkur þetta alls ekki neitt. En það er bara hitt, að ég þarf aö fá mér herbergi hinu- megin I borginni, afþvi . ..ja, afþvi að ungfrú Carey á þar heima. Eöa kemur til aö eiga þar heima þegar hún sleppur út af spitalanum, þar sem hún nú er aö ná séreftir taugaáfall. Ég ætla aö heimsækja hana aftur I kvöld, og ef hún gengur að tilboöinu, sem ég ætla aö gera henni, þá þarf ég 34 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.