Vikan

Útgáva

Vikan - 24.05.1973, Síða 43

Vikan - 24.05.1973, Síða 43
GIFT TIL FIMM ÁRA SILENTA hieyrnaphlffar og VOSS hlffðarhiálmar hafa hlotið viðurkenningu Öryggiseftirlits ríkisins DYNJANDI SF. Skeifunni 3 - Reykiavik Framhald af bls. 10. flækja þetta fyrir honum, en að lokum komst hann þó að því rétta. Þá lyfti Yasu henni upp og bar hana til Georgis. Og nú stóðu þau andspænis hvort öðru í fyrsta sinn. í fyrstu virtu þau hvort annað fyrir sér með forvitni, en svo urðu þau mjög feimin. Geor- gis, sem var orðinn tvítugur, hafði haft kynni af konum áð ur og hann náði jafnvæginu á undan henni. Hann greip um hönd brúðarinnar og lyfti henni upp í loftið og kallaði: — í nafni keisarans — þessi stúlka er konan mín. Ababa vissi að hún átti að svara því sama. hún lyfti líka upp hönd Georgis og tautaði lágt: — í nafni keisarans — han er eiginmaður minn. Enginn heyrði til hennar, svo móðir hennar gekk til þeirra og endurtók orðin, hátt og snjallt, svo þau færu ekki fram hjá neinum. Þau voru nú orð in hjón. Nú var ekkert því til fyrirstöðu að hefja veizluna. Það var mikil veizla. Þegar bú- ið var að borða og drekka fluttu veizlugestir sig heim til foreldra brúðgumans og þar var haldið áfram að skemmta sér fram undir morgun. Brúð- hjónin drógu sig í hlé, þegar líða tók á kvöldið og þar með hófst brúðkaupsnóttin, sem síðar stóð fyrir hugskotssjón- um hennar sem martröð. Hún var bæði hrædd og ósköp lítil, þetta var líka í allra fyrsta sinn, sem hún átti að sofa ut- an æskuheimilisins. Hún hafði eitthvert hugboð um það, sem beið hennar, vissi það frá hús- dýrunum, en móðir hennar hafði svo lengi troðið því í hana, að þetta væri bæði ljótt og dýrslegt og að henni bæri að forðast allt slíkt í lengstu lög. Georgis var, aftur á móti, al- inn upp í því að brúðina ætti að sigra, í bókstaflegri merk- ingu. Hann bjóst við mótstöðu, baráttu, enda hefði hann al- drei borið virðingu fyrir Ab- öbu án þess. En litla brúður- in tók hraustlegar á móti en hann hefði grunað. Hún beit og klóraði, eins og villidýr og Georgis réði hreinlega ekki við hana. Það kom að því að hann varð að kalla á Yasu vin sinn, sér til fulltingis. Ababa klór- aði, beit og öskraði og svo fór, að það var svaramaðurinn, sem varð að sinna skyldum eigin- mannsins. Svo tók Yasu sæng- urklæðin, sem voru blóðug eft- ir átökin og bar þau sigri hrós- andi út til gestanna, sem sýndu mikil fagnaðarlæti, því að þetta var tákn þess, að Ababa hefði verið hrein mey, áður en hún gekk í hjónabandið. Og allir gestirnir sungu í kór: — Ber ambar sabara-lewo ... Hann hefur brotið í mola silfurarmhring þinn . . . Og svo hélt veizlan áfram með ennþá meira fjöri. Athurðir næturinnar. Næsta morgun ræddu þeir Georgis, Yasu og félagar þeirra um atburði næturinnar með mikilli kátínu. Ababa sat út í horni. skömmustuleg og kúguð að sjá. En þrátt fyrir allt, var hún ánægð yfir að hafa sann- að sakleysi sitt, annars hefði Georgis lamið hana sundur og saman og sent hana heim til föðurhúsanna og það hefði ver- ið mikil smán. Hún hefði þá líka fengið viðbótar refsingu frá föður sínum fyrir að hafa sett smánarblett á fjölskyld- una. En Ababa komst furðu- fljótt yfir niðurlægingu sína, því að nú var hún frjáls, hún var orðin kona og brúðkaupið hafði verið henni viðbragðs- merki út í frjálst kynlíf. Þetta virðist nokkuð fjar- stæðukennt, en það á líklega rætur sínar að rekja þrjú þús- und ár aftur í tímann. Þá fór hin fagra drottning af Saba til Jerúsalem undir því yfirskini að semja við konung Gyðinga og færa honum gjafir. Raunar var það kvenleg forvitni henn- ar og hégómagirnd, sem var ástæðan fyrir þessu ferðalagi hennar. Hún ætlaði að freista hins kvennakæra konungs. Ár- angurinn af þessari „viðskipta- ferð“ hennar varð, eins og kunnugt er, piltbarn, sem hún kallaði Menelik. Mörgum árum síðar stal hann sáttmálanum frá Gyðingum og settist sjálfur á valdastól í Abbesíníu sem fyrsti keisari þess lands. Þetta er kannski goðsögn, en samt er það staðreynd að Gyðingdómur var um langa hríð aðaltrúar- brögð í Eþiopiu og að hinar fagurlimuðu, hörundsdökku dætur þess lands fara ennþá að dæmi hinnar fögru drottn- ingar. í Eþiopiu hafa konurn- ar ennþá sama kynferðilegt frelsi og karlmenn og það á sjálfsagt dýpri rætur þar, en í nokkru öðru landi. 21.TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.