Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 37

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 37
Heimsfrægð hlaut Picasso, er mynd hans „Guernica” var sýnd á heimssýningunni i Paris árið 1937. Myndin er himinhrópandi mótmæli gegn striðsrekstri. Orsök hennar var harmleikur, sem átti sér stað i bænum, Guernica á norðurströnd Spánar. Nazistar voru komnir til valda i Þýzkalandi og voru staðráðnir i að leggja undir sig heiminn. Unnið var kappsamlega að smiði vopna, sem hentug þóttu til fjöldamorða. Flugvolar voru búnar hriðskotabyssum og sprengjum. Herforingjar sátu á virðulegum fundum og ræddu um það, hvernig beita mætti þessum nýju vopnum með sem beztum árangri. Þeir veltu fyrir sér, hver viðbrögð venjulegra borgara yrðu við árás úr lofti. Hér var um nýjung að ræða og þvi ekki hægt að svara spurningunni nema með tilraun. Spánn varð fyrir valinu vegna rikjandi ástands þar. Og fórnardýr tilraunastarfsemi nazistanna urðu saklausir ibúar bæjarins Guernica. Þýzkar orn’stuflugvélar steyptu sér yfir bæinn. Kúlnahriðin var eins og haglél. Fólkið hrundi niður á götunum. Hvergi var griðastað að finna, þvi að i kjölfar orrustu- vélanna komu flugvélar hlaðnar stórvirkum sprengjum. Arásirnar endurtóku sig i kerfis- bundinni röð, unz nær öllum ibúum Guernica hafði verið eytt á svipstundu. Tilrauninni var lokið. Hún hafði heppnazt fullkomlega. Andstæður einkenndu lif Picassos. Hann varð snemma milljónamæringur og lifði i vel- lystingum, en var kommúnisti alla ævi. Þó gagnrýndi hann franska kommúnistaflokkinn harðlega, þegar innrásin i Ungverjaland var gerð. Konur komu og fóru i lifi hans. Frá 1911 til 1955 var hann kvæntur rússnesku ballettdansmærinni Olgu Chochlowa og áttu þau einn son. Hann yfirgaf hana reyndar árið 1935, þegar ástmey hans, Theresa Walter, ól honum dóttur. Eftir striðið bjó hann i áratug meö málaranum Francois Gilot, sem var fjörutiu árum yngri en hann. Þau áttu tvö börn, Claude og Paloma. Arið 1961 kvæntist Picasso 1 annað sinn eftirlifandi konu sinni, Jacqueline Roque. Þá var hann áttræður, en hún aðeins 35 ára. Hverjum augum leit Picasso sjálfur list sina? 1 grein, sem hann skrifaði og ber yfirskriftina „Það sem lifiö hefur kennt mér”, segir hann meðal annars: „Allir reyna að skilja list. Hvers vegna reynir enginn að skilja fuglasöng? Hvers vegna elskum við nóttina, blómin og alla fegurðina umhverfis okkur, án þess að hafa löngun til að skilgreina leyndardóma hennar? En þegar um listaverk er að Þetta er eina vélin á markaðnum með tvö- földum flutningi, kostirn- ir koma bezt í Ijós þegar þarf að sauma köflótt, röndótt eöa hál efni KENNSLA Allir skraut- og nytja- saumar eru innbyggðir i vélina — á tökkunum eru myndir af saumunum og þér ýtiö bara á takka til að fá réttan saum. Með aðeins einni skifu —'* alhliða stilliskífunni—* stillið þér sporlengd, spor-/ breidd, sporlegu hnappagöt. Einfaldara getur það ekki verið. Kennsla í meðferð vélanna er að | sjálfsögðu innifalin í verðinu. Þar að auki fylgir vandað- * ur leiöarvísir á islenzku. |ÞJÖNUSTA I 44 ár höfum við flutt inn PFAFF Verzlunin * saumavélar og höfum því ekki efni á öðru en reyna að i veita sem bezta viðgerða- og varahlutaþjónustu. ★ vV ★ W ★ vV ★ vV ★ ★ vV ★ v'? ★ vV ★ vV ★ W ★ vV ★ v"? ★ W ★ W ★ W ★ W ★ vV ★ W ★ vV ★ W ★■&★■&★★ W ★ ★ W ★ iV ★ ?V ★ vV ★ vV ★ vV ★ vV ★ vV ★ . Skólavörðustíg 1-3 Sú fullkomnasta

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.