Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 38
VIÐAR-ÞILJUR t miklu úrvali(panel-borð og plötur) Einnig nýkomið IDULUX loft og veggplötur, 50x50 cm. MADISON-harðplastplötur HARÐVIÐARSALAN S/F Grensásvegi 5 — sirnar 85005 og 85006 ræöa, heimtar fólk að skilja það. Hvers vegna? Ef fólk vildi aðeins skilja, að listamaður skapar, vegna-þess að hann verður að skapa, vegna þess að hann er gagntekinn af list sinni. Listamaðurinn er aðeins mjög litill hluti af alheiminum og ætti ekki að vekja meiri athygli en hvað annað á jörðinni, sem veitir okkur fegurð, gleði og full- nægju. Ég mundi aldrei ætlast til þess, hvernig sem litiö er á myndir minar, að nokkur gæti orðið fyrir sömu tilfinningareynslu og ég varð fyrir. Mynd nálgast mig úr mikilli fjarlægð og mörgum upp- sprettum. Hvernig gæti nokkur höndlað drauma mina, eðlis- hvatir minar og hugmyndir, sem skaut upp úr hafsjó tima og urðu að þróast, þar til þær öðluðust sýnilega tjáningu? Og hvernig getur þá nokkur lesið það, sem ég ætlaði að segja og ég varð ef til vill að tjá gegn vilja mlnum? Að undanteknum mjög fáum listamönnum, sem hafa rutt listinni nýja farvegi, virðast flestir ungir nútimamálarar ekki vita i hvaöa átt þeir vilja halda. 1 stað þess að hagnýta sér sina eigin túlkun og leita siðan að eigin leiöum, trúa svo margir þeirra á endurvakningu og endurlffgun þess liðna, þó að allur heimurinn standi þeim opinn og bíði eftir áhrifum og nýjum hugmyndum. Hér er ekki aðeins um það að ræöa að halda dauðahaldi i for- tiöina, heldur einnig að halda viö gömlum listformum, sem hafa lokið erindi sinu. Nú á timum eru til kilómetrar af myndum i „þessum og þessum stri”, en að rekast á ungan listamann, sem málar i eigin stil er sannarlega sjaldgæft. Ég er ekki svartsýnismaður. Ég er ekki á móti neinu listformi, vegna þess að ég gæti ekki lifað á* listar, og án þess að helga henni lif mitt. Ég elska list, þvi að hún er eina ástæöan fyrir tilveru minni. Allt, sem ég hef gert i sambandi við hana, hefur veitt mér afskaplega mikla gleði og fullnægju. En einmitt þess vegna get ég ekki séð neina ástæðu til þess, hvers vegna svona margt fólk i heiminum krefst þess aö skilgreina list, setja saman ná- kvæmar fræðikenningar og túlkun og lætur eigin fáfræði um list afvegaleiða sig.” - Augu aldarinnar eru brostin, en heimurinn fær um ókomnar aldir að njóta þess, sem þau sáu. HÉR ER ALLTAF EIN- HVER, SEM MÁ VERA A£) ÞVÍ AÐ HLUSTA Framhald af bls. 15. og stóra púða til þess að sitja á. Og auk þess skrifstofuvélar, stensla, pappir, .póstkostnað, slmareikninga og” leigu á hús- næöi, þegar haldnir eru stórir fundir. Nú á menntamálaráðuneytiö kvennahúsið. Þegar Glahn prófessor fær þær þrjár milljónir danskra króna, sem hann þarf til þess að geta flutt tónlistar- sögusafnið, hafa rauðsokkarnir hálfs árs uppsagnarfrest auk sér- frests áður en iðnaðarmennirnir hefja starf. Ef rauðsokkarnir finna engan heppilegan stað, þegar þær þurfa að flytja, ætla þær sér að hertaka annað hús. En það eru lika hagsmunir valdhafa, að rauðsokkarnir reki kvenna- hús, svo að framtiðin virðist nokkuð björt. i LEIT AO SPARIGRIS Framhald af bls. 22. Þeir flýttu sér til móts við hana. Hún sagði: — Eruð þið komnir til að finna litlu Fairchild telpuna? — Einmitt, sögðu þeir. Þeir virtu hana vel( fyrir sér. — Ó, börnin hlupu öll eitthvað út i buskann! En þau geta varla verið komin langt. Getið þið ekki hjálpað okkur að leita þeirra? — Hver eruð þér, ef ég má spyrja? — ó, ég gleymdi þvi, ég heiti Jean Cuncliffe. — Ég skil. Það var greinilegt að báðir mennirnir tóku þetta sem góða og gilda vöru. — Hvað er orðið af Kootz-lýönum? — Þau hlustuöu á útvarpið og flýttu sér i burtu. En við getum hvergi fundið börnin. Dorinda kallaði yfir götuna, til Franks Miller. — Þið megið fara, þessir menn ætla að hjálpa mér. Frank kinkaði kolli og ók áfram. Dorinda og mennirnir tveir fóru að leita, sitt á hvorum kanti vegarins. Sjö pör augna horfðu á þau gegnum akasiurunnann, en gáfu ekki frá sér nokkurt hljóð. Dorinda tiplaði niður að horninu. Hún sneri svo til vinstri, blái billinn beið hennar þar. Hún steig upp i bilinn, sem fljótlega varkominn á mikla ferð. Dorinda greip simann. 1 kjallaranum var Harry að reyna aö finna einhverja mögu- leika til aö losa sig, en árangurs- laust. Og Callie sagöi: — Veslings systir mín .... Þvi að hún. vissi, eins og reyndar þau ölí, aö innan skamms myndu þau ÖIL springa i loft upp. — Hlustið! Þau heyrðu einhver veik hljóð fyrir ofan sig. Og raddir, bjartar barnaraddir, sem kölluðu til þeirra hinum megin við dyrnar fyrir ofan stigann. — Mamma? Þau eru farin, mamma. Þau óku i burtu rétt áðan. Dyrnar eru læstar, mamma. Paps kom ekki. Mamma? — Farið þið strax i burtu! öskraði Harry. — Húsið getur sprungið i loft upp, þá og þegar! En Callie talaði við börnin sin, rólega og lágt. — Þið verðið að fara út úr húsinu, öll sömul, og fara langt i burtu, lang langt i burtu. — Mamma, við viljum ekki að . . . . — Lögreglan kemur bráðum, og lögregluþjónarnir vita hvað á að gera. En gasið lekur út hérna og hún setti logandi kerti I stigann. Við getum ekki slökkt á þeim. Svo húsið getur sprungið i loftið. Ég vil ekki að þið verðið fyrir slysi. Heyrið þið hvað ég segi? Gerið eins og ég segi, núna strax! — Já, mamma. Já, mamma, viö förum þá núna. Þau heyrðu alla litlu fæturna tifa af stað. Voru það fætur sjö barna. Ó, guð, láttu þau vera þarna öll sömul! Það var álger þögn uppi. Kertin voru að brenna niður. Gaslyktin var hræðileg. En fangarnir þrir önduðu þó léttar. tJti á götunni ók lögreglubillinn hægt framhjá. Það var ekki nokkur hreyfing sjáanleg i gamla húsiuu. Ekkert hljóð. Allt virtist i stakasta lagi. En þeir ætluðu að fara varlega, þeir höfðu fengið skipun um það. Voru logarnir á kertunum i kjallaranum að lækka? Myndu þeir kannske slokkna af sjálfu sér? Eftir nokkrar mínútur? — Hlustið! sagði Harry. Mús? Þau heyröu þrusk, — létt fótatak, — þrusk. — Farðu út aftur! sagði Callie. — Nei, nei, elsku barn. Nei! —Þetta er bara ég mamma. Hátt uppi bak við kynditækin, kom grannur likami telpunnar, gegnum rifu, sem varla virtist meira en fimmtán sentimetrar, en hlaut samt að vera viðari. Hún var klædd I stuttbuxur. Naktir fótleggirnir voru grannir, langir og sólbrúnir. Stutta hárið var hörgult. Jean sagði, og rödd hennar titraði eilitið, en þó mátti heyra nokkra eftirvæntingu: — Harry, þetta er hún litla systir þin. Callie sagði: — Nei, Bobby, þetta er alltof hættulegt. Farðu út aftur. En Harry sagði: — Nei, Bobby, leyfið henni að hjálpa okkur. Latum hana gera þaö. Stöðviö hana ekki. Hann skildi hana svo vel. Hún myndi liða fyrir það á sálinni, ef hún fengi ekki að hjálpa. Og það mátti ekki ske. Bobby sagði: — Við höfum skrúfaö fyrir gasið, mamma. Við lærðum það af gasmanninum, þegár hann var aö lesa á mælinn. 38 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.