Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.05.1973, Side 20

Vikan - 24.05.1973, Side 20
Spennandi framhaldssaga Eftir Charlotte Armstrong 12. hluti Sjöbörn smeygðu sig hljóðlega gegnum girðinguna, þar sem hún var brotin niður. Þau fikruðu sig meðfram hallanum fyrir neðan akasiurunnana .... Harry Fairchild átti ekki i neinum vandræðum með að finna húsið. Hann kom strax auga á nýlenduvöruverzlunina og beygði til hægri. Klukkan var um það bil sex. Búðin var lokuð. Þar var engan mann aö sjá. Harry fannst hann heyra hljómlist .... Hljóðið kom frá húsinu. Hann fylltist eftirvæntingu. Þá hlaut hann að vera sá fyrsti, sem bar að garði. Hann hljóp við fót eftir stlgnum, sem lá upp aö and- dyrinu, sem var byggt yfir einskonar pall og milli hans og hallans var grænmáluð fimla- girðing. Sjö pör augna gægðust gegnum rimlana. Sjö börn voru alveg grafkyrr. Harry var rétt búinn að stlga upp á fyrsta þrepið, þegar höggið skall á höfði hans. Maðurinn, sem hafði verið I felum bak við hibiscusrunnana, gekk fram. Hann og maðurinn, sem hafði slegiö Harry, hjálpuðust nú að og báru Harry inn I húsið. Börnin sjö smeygöu sér hljóð- lega gegnum girðinguna, þar sem hún var brotin niður. Þau fikruðu sig meðfram hallanum fyrir neðan akasiurunnana. Klukkuna vantaði nokkrar mlnútur I sex. Varney, sem virtist hafa meðferðis óþrjótandi magn af handjárnum, teygði hendur Harrys; sem var meövitundar- laus, aftur fyrir bak og skellti á hann handjárnum. Dorinda leit niður á máttlausan manninn. Hún teygöi fram tána og sparkaði I Harry, eins og hún væri að stjaka við ógeðslegu skor- dýri. Harry opnaði augun. Það fyrsta sem hann sá, var andliUð á Jean. Hún brosti glaðlega (hann gat varla verið dáirin). Á næsta andartaki fann hann að hann var handjárnaður. Og það var hún líka. Hann deplaði til hennar öðru auga. Hjálpin var á næstu grösum. — Það er ekki vert að viö biðum lengur, Dorinda, sagði Varney. — Því að einhvernveginn hefir Harry vinur okkar ratað hingað! • — Vertu bara rólegur, sagði hún. — Hann hefir fundið heimilisfangið I einhverjum grlsnum. Hún var hrokafull, þegar hún reigði fallega höfuðið. Það var sýnilegt að hún var full- viss um sitt eigið vald. Hún hélt sig hafa heiminn I hendi sér. — Við tökum stúlkuna, sagði hún I skipunarróm. (Mennirnir hreyfðu aðeins fæturna, en stóöu samt I sömu sporum, eins og I þögulli mótstöðu og hún var ekki hrifin af því — Þið eruð fjórir! öskraði hún. — Sláið þau niður, ef þið getiö ekki ráðið við þau. Við getum komið þeim inn I farangursgeymsluna. Snúðu bllnum, Frank. Vertu tilbúinn að aka burt, um leið og ég gef þér merki. Blddu. Ef bfllinn hans er þarna úti, þá skaltu flytja hann, svo hann sjáist ekki frá götunni. Ég ætla að hlusta á útvarpið. Harry heyrði nafn bróöur sins á öldum ljósvakans, svo hann vissi nú hvað hún ætlaöi að hlusta á. En hann hugleiddi hvar öll börnin gætu verið. Hann heyröi allt mjög vel, röddina I útvarpinu, raddirnar I herberginu, en hann heyrði ekkert til barnanna. — Herra fylkisstjóri, sagði röddin i útva^pinu, — vissar raddir hafa fiefnt eitthvað um barn? Og...h m.m m . . . Maximilian Kootz? Hafið þér eitt- hvað að segja um þau mál? Tom sagði: — Það er ástæða til að halda að hópur glæpamanna hafi ákveðið að ræna barni. Þeir hóta að misþyrma barninu, til að þvinga mig til að fresta aftöku morðingja, sem dæmdur hefur verið til dauða af handhöfum dómsvaldsins. En ég var kosinn fylkisstjóri af þegnum rikisins við kosninga- borðið. Ef ég léti undan þessum hótunum nú, yrði það þess valdandi, að ekki eitt einasta barn I fylkinu væri öruggt. Ég er ábyrgur fyrir þessum börnum gagnvart foreldrum þeirra. Ég get ekki látið þvinga mig til að fresta framkvæmd dómsins. Ef þeir ræna þessu barni og mis- þyrma þvi, þá eru þeir sekir um glæp, sem þeim verður refsað fyrir eftir lögum. En þeir veröa að skilja að nýr glæpur hefur engin áhrif á örlög Maximilians Kootz. Það var ekki erfitt að muna eftir fegurð Dorindu, þegar hún sýndi slna bllöu hlið. Nú var fagra andlitið afskræmt af bræði. Það var varla hægt að hugsa sér að þetta væri sama stúlkan, hugsaöi Harry. — Jake, komdu þér út. (Jafnvel röddin var andstyggileg.) — Cole, hjálpaðu Varney - við að koma krakkaormunum af stað. — Skal gert, Dorinda, sagði Cole. En Harry heyrði að honum var alls ekki um þetta. — Og sparkaöu þessum tveim niður I kjallara, skipaði Dorinda. Varney og maðurinn, sem kallaður var Cole, gripu um ökkla Harrys og drógu hann niður stigann. Þeir drógu hann alveg að bruggkerinu og hlekkjuðu hann fastan. Þar var kona fyrir, sem llka var hlekkjuð. Hún þagöi. Harry var rétt farinn að venjast myrkrinu, þegar þeir komu niður með Jean. Þeir komu henni fyrir milli Harrys og konunnar. Harry sá að Jean beit á vörina, =- ekki af hræðslu, heldur eins og hún byggi yfir einhverju dásamlegu leyndarmáli. Cole leit út undan sér á Varney. — Heyrðu, Victor....... — Hvar eru krakkaormarnir? sagði Varney. Cole leit undrandi I kringum sig I kjallaranum. — Hamingjan sanna, hún verður brjáluð af vonzku! sagði hann. — En þau hafa ekki getað komizt út . . . . Þeir heyrðu nú til Dorindu efzt I stiganum. — Victor, það er kominn tlmi til að koma með krakkana! Varney steig upp I neðsta þrepið og leit upp. Hann var næsta furðulegur á svipinn. — Komdu og reyndu að finna þau sjálf. , — Ertu genginn af vitinu .... Hún flýtti sér niður. Hún stóð samt nokkuð fyrir ofan þau og svartan skugga hennar bar við birtuna, eins og hún væri hrafn. — Það er bezt að við komum okkur héöan, börnin eru öll horfin. Það varö dauðaþögn. — Andartak, sagði Ðorinda. Hún hljóp upp stigann. Varney steig þungt I neðsta þrepið, það var eins og hann hefði séð draug. Dorinda kom aftur með sjöálma kertastjaka. Sjö logandi kerti. Hún setti stjakann frá sér I neðsta þrepiö. Hvaö skeður, ef þú sparkar I sundur gasleiöslunni, Victor? sagði hún. — Gasið streymir út, er þaö ekki? 20 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.