Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 41
Stórarog smáar vatnsleiðslur Ódýrari og auðveldari en nokkru sinni fyrr Notkun röranna frá Reykjalundi fer sívax- andi — þau eru m. a. í hinni víðáttumiklu vatnsveitu í Austur-Landeyjahreppi, og kaupstaðir og kauptún víða um land nota þessi rör nær eingöngu í vatnsveitur sínar. Rörin má plægja niður í jörðina, þar sem aðstæður leyfa, og leggja hundruð metra án tenginga. Átta sinnum léttari en járnrör og má flytja í rúllum. Sveigjanleg, sterk og endingargóð rör, sem standast öll efnaáhrif jarð- vegsins. Framleidd úr Hostalen, þýzku plastefni sem notað er um víða Ver°ld VINNUHEIMILIÐ AÐ ^EYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit — Sími 91-66200 SKRIFSTOFA I REYKJAVÍK Bræðraborgarstíg 9 — Sími 22150 REYKJALUNDUR heimilisfanginu hans Mathews . .eða Marshalls. Georg glápti á Verrell. — Og það heldurðu, að eyði öllum áhyggjum minum, eða hvað? 7. kafli Verrell hellti i glösin gekk yfir gólfiö i setustofunni i hótel- iþúðinni sinni, og rétti Georg annað glasið. Út úr herberginu, sem var á sjöttu hæð, gátu þeir séö yfir veginn fram meö Signu, með öllum kastaniutrjánum og horft á lestina af flutninga- prömmunum á ánni. Allir veggir þarna voru hljóðeinangraðir, svo að hávaðinn af umferðinni heyröist ekki þangað inn, nema sem ofurlitill niður - og hér var einkennilega friðsælt, inni i u m f e r ð a r h á v a ð a stór- borgarinnar. — Sjáðu til, sagöi Georg. — Parmentier er mjög dýr skartgripaverzlun. Verrell kinkaði kolli. — Vörubirgðirnar þeirra hljóta aö vera mörg hundruð þúsund punda virði. — Já, og vel það, leiðrétti Verrell. — Og staðurinn hlýtur að vera varinn, eins og banki. — Þó það nú væri. — Hvernig i dauðanum heldurðu þá, að þér takist að brjótast þar inn? - Getur ekki mikilvægi málsins gert þig neitt spenntan, Georg? — Nei, sannarlega ekki. — Ertu ekki spenntur við tilhugsunina um öll vandmálin og hætturnar? — Ég kemst i sjálfsmorðs- hugleiðingar við að hugsa um þau. — Hvað er orðið af allri ævintýraþránni þinni? — Hana hefur lekið niður úr skósólunum minum. Ég hef fengizt við ýmislegt með þér, sem hefur verið erfitt, en þetta nægir til að gera mig bæði gráhærðan og sköllóttan. Þú. manst væntanlega, að ef franska lögreglan nær i okkur, er einskis góðs að vænta af hennar hálfu. — Nei, sizt af öllu er neins góðs að vænta af henni. — Og Wright getur ekki komið okkur að neinu gagni. — Ekki þó hann væri allur af vilja gerður. — Hvað finnst þér svona hlægilegt, spurði Georg. — Ég er ekkert að hlæja, sagði Verrell, en augnaráðið bar nú samt vott um, að honum væri eitthvaö skemmt. Georg ætlaði eitthvað að fara að segja, þegar siminn hringdi og afgreiðslumaöurinn tilkynnti Verrell, aö Lundúnasamtalið væri tilbúið. — Jæja, sagöi Wright, - ertu búinn aö komast að nokkru? — Ekki enn, svaraði Verrell. — Hversvegna ekki? — Það er sérstökum tæknigöllum að kenna. Manstu, að þú heimtaðir, að Georg færi með mér? — Já. — Það viröist hérumbil -Ist, að fulltrúinn i lögreglunni hérna hafi séð Georg einhverntima áöur og viti, aö hann er I lögreglunni. Það gerði söguna okkar um fjölskyldu-skartgripi dálitið tortryggilega, vægast sagt. Og af þvi, sem siðan hefur gerzt, má ráða, að franska lögreglan hafi meira en grun um sannleikann i málinu. — Hvað hefur þá gerzt? — Þeir hafa bundiö hendur okkar með þvi að stinga upp i skartgripasalann. Okkur hefur verið sagt, að Mathews - sem gengur undir nafninu Marshall - hafi skilið eftir demantana hjá skartgripasalanum meöan hann ræður það við sig, hvort hann kaupir þá, en ekki gefið upp neitt heimilisfang, vegna þess, aö hann sé svo mikiö á ferðalagi. Þeir sverja, að þeir geti eljki hjálpað okkur til að ná sambandi við hann. Og hvað hefur svo gerzt? — Ekkert enn. — Til hvers ertu þá að hringja i mig til þess að eins aðsegja aö þú sért engu nær? Enda þótt Verrell væri búinn að þekkja Wright lengi, komu honum þessi viðbrögð hans dálitið á óvart, og fannst þau móðgandi. — Ég hélt, að þér þætti gaman að heyra um þin eigin mistök og fela mér þetta, og svo færi það allt út um þúfur hjá mér. Wright kaus að láta sem hann heyrði þetta ekki. — Hvað ætlaztu þá fyrir núna? — Það er dálitið undir þér komið. Ef þetta kostar fantatök og þau mistakast svo - ætlar þú þá að styöja við bakið á mér, embættislega? — Nei. — Svona sagði hann Georg, að þú mundir svara þessu. Og samt býstu sjálfsagt viö, að ég hafist eitthvaö að? 21.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.