Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 25
„Mér finnst Sally mjög spennandi persóna aft glima við.” Ilelga æfir sig á vióluna og Edda leikur undir. þú lékst i „Plógi og stjörnum?” — Nei, i raun og veru ekki. Sally myndi til dæmis aldrei viður- kenna aðhún væri gleðikona. Hún er fyrst og fremst söngkona, sem ætlar sér mikinn feril og leggur allt i sölurnar fyrir það. bess vegna sefur hún hjá þeim mönnum, sem hún heldur að geti hjálpað henni á framabrautinni. En svo kynnist hún Cliff, sem er kominn til Berlinar til aö skrifa skáldsögu. Hún verður ástfangin af honum, og þau fara að búa saman. Sally tekur miklum breytingum á þessu timabili, hættir að leika hlutverk heims- konunnar, og þá kemur i ljós, að hún er einlægur og barnalegur stelpukrakki. Einmitt þessar breytingar gefa tækifæri til fjöl- breyttari túlkunar, og mér finnst Sally mjög spennandi persóna að glima við. — Hvar lærðirðu leiklist, Edda ? — Ég var i þrjú ár i Leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavikur. — Varstu ánægð með þá menntun, sem þú fékkst i skólanum? — Skólinn var náttúrlega ófull- kominn miðað við það sem gerist erlendis. betta var eingöngu kvöldskóli og flestir unnu fulla vinnu þar að auki. — Datt þér aldrei i hug að fara i framhaldsnám erlendis að loknu námi hérna heima? — Jú, mér datt það i hug. Ég var meira að segja búin að sækja um skólavist i Bretlandi, en þá fékk ég hlutverk hjá Grimu, sem var það freistandi, að ég timdi ekki að sleppa þvi. Svo komu fleiri hlutvérk og ekkert varð úr utanlandsferð. — Er eitthvað hæft i þvi, að leikstjórar hafi gleymt þvi fólki, sem farið hefur til leiknáms annars staðar? — Sú hætta er sjálfsagt fyrir hendi. Og i og með hafði ég það i huga, þegar ég tók hlutverkið fram yfir utanlandsförina. Ég held lika, að það sé mjög gott að starfa svolitið heima áður en farið er utan. — Er ekki bagalegt fyrir leik- listina, að enginn opinber leik- skóli skuli vera starfandi á landinu? — Jú, það er alveg afleitt. bað er jafnvel farið að bera á þvi nú þegar, að það vanti yngstu kyn- slóðina i leikhúsin. — Hvað heldurðu um tilrauna- skólann, sem nokkrir áhugasamir ungir menn standa fyrir og hafa rekið á eigin spýtur i vetur? — bað er tvimælalaust mjög góð tilraun. bessir krakkar hafa veriö sérstaklega duglegir. betta er jákvætt starf, sem þau eru að vinna og mér finnst þau gera sér skemmtilegar hugmyndir um hvaða tökum leiklistarnám skuli tekið. — Gæti svona skóli starfað samhliða opinberum skóla? — Ég held að það ætti að vera óþarfi, það væri i raun og veru nóg að hafa einn skóla. bað stendur til að stofna Rikisleik- listarskóla og mér finnst alveg sjálfsagt að hafa þessa krakka og kennara þeirra með i ráðum við skipulagningu hans. — Mjög margir skólar stefna að þvi, að stúdentspróf verði gert að inntökuskilyrði i þá. Telurðu að það væri æskilegt i væntanlegum Rikisleiklistarskóla ? — Alls ekki. Auðvitað þarf fólk að hafa einhverja undirbúnings- menntun, en ekki endilega stúdentspróf. — Hættirðu sjálf i menntaskóla vegna leiklistarinnar? — Ja, svona i og með. Ég var búinn að fá áhuga á leiklistinni og hafði hugsað mér að fara i skólann og eins var ég orðin leið á menntaskólanum. — bú varst i tónlistarskólanum á þessum árum? — Já, ég lærði á pianó og spila ennþá svolitið, sérstaklega hef ég haft gaman af þvi að æfa með systur minni sem spilar á viólu. Ég hef spilað nokkrum sinnum með henni á prófum i skólanum og þá er ég miklu taugaóstyrkari en hún. — bú hefur dvalið erlendis i vetur? — Já, ég hef verið i Manchester siðan um áramót. — Hefurðu kynnzt eitthvað leikhúslifi þar? — Já, litillega. Ég var svolitið óheppin, þvi að leikhúslifið var frekar dauft þar seinnipartinn i vetur. Annars er mjög góður leikflokkur i Manchester, sem heitir „Theatre 69” en hann hefur einmitt verið á ferðalagi, svo að ég hef ekki séð sýningar hjá honum ennþá. En ég komst i skóla um leið og ég kom út, leik- listardeildina við háskólann. Mér fannst það mjög skemmtilegt, einkum vegna þess, að það var svo ólikt þvi leiklistarnámi, sem ég hafði verið i áður. bar er ekki verið að þjálfa upp leikara, miklu fremur leikstjóra, gagnrýnendur og jafnvel kennara i leik- húsfræðum. A vegum þessarar háskóladeildar er skemmtiiegt litið leikhús og þar eru oft afar góðar sýningar, sem annaðhvort háskóladeildin eða þá leiklistar- skólinn i borginni standa fyrir. Ég Framhald á bls. 35 4 « « 21. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.