Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 33
Lögreglubillinn ók burt og Verrell gekk á undan inn i matsöluhúsið, sem var ekkert sérlega skrautlegt, en þvi frægara fyrir góðan mat, og hafði tvær stjörnur i ferðamannahandbókinni 5. hluti og margir héldu þvi fram, a! ætti skilið hinar SPENNANDI FRAMHALDSSAGA eftirsóknarverðu þrjár stjörnur .... EFTIR RODERICK GRAEME — Það er gaman aö heyra, sagöi forstjórinn. Ég hef aldrei séb neinn samskonar fyrr. — En vitanlega getur mér þar skjátlazt, enda hef ég aldrei séb neinn nýlegan þaöan. Verrell setti steininn aftur í öskjuna. — 1 réttri umgjörð - sléttum hring - gæti hann gert jafnvel systur hennar Oskubusku fallegar. Hann rétti öskjuna til Georgs, sem skoðaði steininn meö athygli. — Þekkiö þér hann þá aftur? spuröi fulltrúinn meö óþolinmæöi, |þvi aö honum fannst allt þetta tal vera eintóm vitleysa. — Já, alveg ákveöiö, sagöi Verrell. — Ég skil ekki, hvernig þér fariö aö þvl. Mér finnst einn demantur vera öörum likur. Nú vildi forstjórinn loks eiga á hættu aö vekja reiöi fulltrúans og sagði: — 1 augum kunnáttumanns eru demantar hver öörum ólikir. En vitanlega þarf bæöi smekk og kunnáttu til þess aö gera sér þaö ljóst. — O, þaö er ekki annab en hégómaskapur og heimska, svaraöi hinn. — Hver sem ætti nóga peninga, ætti aö hafa vit á aö eyða þeim I eitthvaö þarfara. — Þaö veröur vist seint ybar vandamál, sagöi forstjórinn. Fulltrúinn virtist veröa bál- vondur, en Verrell rauf þetta samtal þeirra. — Úr þvi aö þetta er rétti depianturinn þá vilduð þér kannski gefa okkur upp nafn og heimilisfang mannsins, sem ætlaöi aö selja hann, svo aö við getum náö tali af honum. — Vitanlega, herra, sagöi forstjórinn. — Hann . . . Fulltrúinn hóstaöi, rétt eins og hann væri aö gelta, og þaö var sýnilegt, aö hann átti bágt meö aö stilla sig. Forstjórinn leit snöggt á fulltrúann, en beit siöan á jaxlinn. — Þér. ætluöuö aö gefa okkur. nafniö og heimilisfangiö, endurtók Verrell. Forstjórinn dró út efstu skúffuna til hægri og tók upp. möppu. Eftir að hafa litið á blaö, sem i henni var, léit hann upp. — Maðurinn sagöist heita Marshall. Hann var enskur. — Hvað er heimilisfangið hans hér I Paris? — Hann sagöist eiginlega ekkert heimilisfang hafa, afþvi að hann væri mikið á ferðalagi. — Þér hafiö þo yæntar.lega eitt'- hvert heimilisfang, þar sem þér getið náö i hann, viövikjandi demantinum? — Nei, herra. — Hvaö verður þá, ef þér viljið kaupa demantinn? — Hann sagöist mundu koma hingað, þegar hann kæmi aftur tii Parisar. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hvenær þaö verður. — Nei, alls enga. Hann sagöi, aö þaö gætu liöiö dagar og jafnvel vikur áöur en hann kæmi aftur. — Og þér hafið enga hugmynd um, hvar hann er nú niður- kominn? — Alls enga, herra. — Fannst yður þaö ekki einkennilegt, að hann skyldi skilja demantinn svona eftir hjá yöur? — Herra minn, sagöi forstjórinn og var nú ekki likt þvi eins auömjúkur og áöur: — eg get fullvissaö yöur um, að okkur er treystandi. — Ég átti nú ekki viö þaö, heldur var ég aö hugsa um manninn. Maöur sem á svona stein .... — Hann væri hvergi öruggari en hér, sagöi forstjórinn. Georg greip nú fram i. — Þegar þér ætlið yöur að kaupa demant, svona verömætan, þá sannprófiö þér vitanlega, aö seljandinn sér réttur eigandi hans? — Vitanlega, svaraði forstjórinn. — Spuröuö þér hann þá, hversvegna hann vildi selja hann I Frakklandi en ekki i Englandi? — Nei. Ef hann er réttur eigandi, skipti okkur þaö engu ■ máli. Þaö er fullkomlega löglegt aö kauþa skartgripi af útlendingi, og þvi spyrjum viö alls ekki um ástæöuna til sölunnar. Kannski vill maðurinn fara I kringum ein- hverjar reglur. Allar rikisstjórnir setja heimskulegar reglur. — Hvernig sannprófiö þér, aö hann sé rétti eigandinn? — Við gáum i alþjóðaskrána yfir demanta, en þar éru skráöir. Allir demántaþjófnaöir, og hver skartgripasali og tryggingarfélag, sem nokkuð kveöur aö, akupir þessa skrá. Ef ég hef minnstu ástæðu til aö tortryggja einhvern demant, þá sendi ég lýsingu af honum til skrárinnar og þá fæ ég aö vita, hvort þessi demantur eöa einhver honum likur, er þar skráöur. Ef ekki, er ótrúlegt, aö hann sé stolinn. — Hafið þér þá sent inn lýsingu á þessum? — Nei, herra. — Hversvegna ekki? — Viö fengum tilkynningu frá lögreglunni, áður en okkur var boöinn þessi demantur. — Eruö þér viss um aö þér hafiö enga hugmynd um, hvaðan þessi maöur var? — Enga hugmynd, herra minn. — Þá getiö þér ekki neitt hjálpaö okkur? — Þvl miður ekki. Forstjórinn leit niöur á boröiö. — Viljiö þér láta okkur vita, þegar maöurinn kemur aftur? — Sjálfsagt. — Hann segir okkur þab og viö segjum yður þaö. — Eftir nokkrar minútur gengu þeir Verrell út, eftir aö hafa þakkaö fyrir sigí Þeir fóru aftur upp I lögreglubilinn og óku til Bistrot de Marseille . . . — Eruð þér viss um, aö þér viljið ekki boröa hádegisverö með okkur? sagöi Verrell. — Þvi miður get ég þaö ekki, sagði fulltrúinn. — Ég á svo annrikt. Hann gaf það fyllilega i skyn, aö væri hann ekki kominn aftur aö skrifboröinu sinu, mundi öll lögregluvélin stanza. Lögreglubillinn ók burt og Verrell gekk á undan inn i matsöluhúsið, sem var ekkert sérlega skrautlegt, en þvi frægara fyrir góöan mat, og haföi tvær stjörnur I Michelin- feröamannabókinni, og margir héldu þvi fram, aö þaö ætti skilið hinar eftirsóknárverðu þrjár stjörnur. Þeir settust, og Verrell baö um tvo Cinzano og tók upp handskrifaöan matseöilinn..— Ég sting upp á þéssari súpu til aö byrja méð. Fiskurinn kemur fljúgandi frá Marseille, svo aö . . . — Hvaö er eiginlegai bigerö? Spuröi Georg reiðilega. — Hvar I bigerö? spuröi Verrell, sem var önnum kafinn að hugsa út eftirréttinn. — Já, hvar, heldurðu. Þessi forstjóra-þvengjalengja var aö ■ ljúga ab okkur, Eifþvi ab lögreglan haföi skipaö honum þaö. — Þaö er vafalaust rétt hjá þér, en ég var nú annars aö hugsa um matinn . . . — Hvernig i djöflinum geturöu veriö svona kærulaus? sagöi Georg og brýndi raustina..— Ef lögreglan ætlar aö . . . Nú kom að Verrell aö gripa fram i. — Ég mótmæli þvi algjörlega, Georg, aö láta spilla fyrir mér allri matarlyst. Aö éta hérna, er hreinasta pilagrimsför fyrir magann og þá er ekkert. verra en aö láta rugla öllum magavökvum . . . — En þaö er nú annars ekki þér likt aö taka lifið svona rólega. — Verrell svaraöi af miklum innileik: — Þeir hafa Framhald á bls. 40 21. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.