Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 17

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 17
Jacob Gade naut einskis eins og að vekja athygli fagurra kvenna I skrautlegum samkvæmissöium. Hann var samt giftur söngkonunni Mimi Mikkelsen i 24 ár. Arum saman bjó Jacob Gade meö leik- konunni Elnu From og eignaðist með henni þrjú börn. Jacob var alla tið mikið upp á kvenhöndina og aðdáun sii, sem margar konur höfðu á honum og hann ávann sér með fiöluleik, stei'g honum til höfuðs. Gade var gjafmildur við stúlkur, enda voru þær veikleiki hans ævina á enda. Hann hætti að ganga i almennan skóla eins fljótt og hann gat. Kennararnir höfðu lika fengiö nóg af honum. Þeir vissu vel aö hann lék á sumartónleikum fyrir framan járnbrautarstöðina langt fram á nótt, eða á veiöidansleikjum, sem var ekki lokiö fyrr á mánudagsmorgnum. Það var þvi ekki að undra að hann gæti ekki einbeitt sér að reikningsdæmunum. En hann vakti athygli föður sins á þvi, að hann þyrfti að fá sér nýjan althornblásara i hljómsveitina. Minnstu ekki á það, sagði faðir hans. Mundu að þeir eru lika skósmiöir og trésmiðir og óaðfinnanlegir i grein sinni. Jacob Gade gerði sér þess fljótt grein, að hann komst langt á gáfum sinum einum. Þaö varö til þess að hann nennti ekki að leggja hart að sér. Til hvers átti hann aö vera að leggja sig fram við að ná meiri leikni, þegar fólkið fagnaði honum hvort eð var? En tónlistarmenn áttu Sér enga framtiö I Vejle. Margir álitu þá enn sigauna, fólk sem feröaðist um án þess að eiga sér fastan samastað. Staöa þeirra var mjög á reiki þvi að viss hluti ibúa smábæjarins þarfnaðist þeirra I einkasamkvæmum, fermingar- veizlúm og við brúðkaup. Jacob Gade kom til Kaupmannahafnar sextán ára að aldri með fiðluna sina i kálfskinnspoka. Faðir hans hafði leyft honum að velja sér hljóöfæri úr verzluninni svo að fiðlan var ný og vel útlitandi. Innan á lokinu stóð „Stradiyarius” með gotnesku letri. Jacob fékk samstundis vinnu við fiðluleik á kaffihúsi. Hann var þvi vanur að vera álitinn fiðlusnillingur heima og það hefur eiganda kaffihússins lika fundizt, þvi að hann var þess fullviss að Jacob uppfyllti þaö skilyröi að geta drukkið með gestunum. Hann fann til heimþrár fyrstu mánuðiná i Kaupmannahöfn og það lá við að hann liöi skort. Hann bjó i ódýru, lélegu húsnæöi og krárnar, sem hann vann á voru litt til fyrir- myndar og fólkið, sem hann hafði mest sam- skipti við, var á mörkum þess að geta talizt hollur félagsskapur. En átján ára að aldri fékk hann hljómsýeitarstjórastarf i „Sommerlyst”, litlu sumarleikhúsi. Þar kynntist hann mörgu fólki, sem átti eftir að hjálpa honum, og þess á meöal var Drachmann. Peter Hansen, sem siöar varð mágur hans, útvegaði honum ókeypis kennslu viT tónlistarskólann til þess að hann gæti bætt við kunnáttu sína. Það geröist skömmu áður en Jacob kynntist leikkonunni Elnu From. Hún var i óhamingjusömu hjónabaqdi og lagði sig alla fram við að forfæra þennan tón- Nokkrum árum seinna giftist hann söngkonunni Mimi Mikkelsen. Það varð hamingjusamt en barnlaust hjóna- band, sem stóð 124 ár. A þessum tima samdi hann ógrynni tónlistar, einkum til þess aö leika meö þöglu kvikmyndunum, sem sýndar Framhald á bls. 36 listarmann, sem var tiu árum yngri en hún. Þau bjuggu saman ógift og eignuðust tvö börn, sem bæði fengu Gadenafnið. Þegar Elna vænti sin i þriðja sinn, kom hún að Jacob með skyndikonu I svefnherberginu. Hún dróg stúlkuna fram úr rúminu, fleygði henni á dyr og drakk siðan úr fullri flösku af eitri, sem hún fann I eldhússkápnum. Elnu var bjargað á siðustu stundu, en sambandi hennar og Jacobs var lokið. Börnin fóru á flæking milli vina og ættingja og Gade var ófús til aö borga nokkuð með þeim eða kosta menntun þeirra. 21. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.