Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 26
• £cU>*4 augu aldarinnar Þegar Picasso lézt i siðasta mánuði, brustu augu aldarinnar. Enginn málari hefur haft slík áhrif á myndlist nútimans sem hann. Afköstin ein vekja furðu. Áætlað er, að til séu eftir hann rösklega 15.000 verk. Sol skein i heiði, þegar bandariski ljósmyndarinn David Duncan yfirgaf hús sitt á frönsku Rivierunni. Útlit var fyrir heitan og sólrikan dag eins og venja er til á þessum slóðum. Þó leyndust blikur á lofti. Um leið og Duncan læsti dyrunum á húsi sinu, lukust aftur augu aldarinnar. Á þeirri stundu lézt fáeina kilómetra i burtu vinur hans, Pablo Picasso, — einn frægasti listmálari, sem uppi hefur verið. Duncan lýsir andlátsdegi vinar sins á þessa leið: Um miðjan daginn breyttist veðrið. Það hvessti, og fyrr en varði var komið hávaðarok. Vindurinn sleit laufin af olivutrjánum. Um kvöldið geisaði þrumu- veöur á þessari sólarströnd Frakklands. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þá hafði ekki komið dropi úr lofti siðan á jólum. Picasso lézt ki. 11.40 að morgni sunnudagsins 8. april. Dauðinn vitjaði hans öllum að óvörum. A föstudaginn hafði hann unnið liðlangan daginn, allt þar til rökkva tók. Á laugardaginn sáu ná- grannarnir, hvar listamaðurinn gekk sér til skemmtunar i garðinum umhverfis villu sina. Hann snæddi kvöldverð með nokkrum vinum sinum, en um miðnættið fór hann til vinnustofu sinnar i siðasta sinn. Morguninn eftir sendi Jacqueline, kona hans, eftir heimilislækninum. Hann kom tiu minutum siðar, en þá var Picasso látinn. Framhald á hls G

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.