Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 12

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 12
Þaö var að áliðnum degi og komið að kvöldveröi, þegar ung- frú Dimma kom og settist að i matsöluhúsinu hennar frú Prandell. Kvöldblöðin voru ný- komin og meöan frú Prandell fór upp með ungfrú Dimmu til þess að sýna henni herbergið, var hr. Anstruther að segja I setustofunni niðri: — Hér hefur verið meira en lltið á seyöi I eftirmiðdag, ungfrú Wheeler. Ekki hafið þér vist orðið sjónarvottur að þvi? — Eigið þér viö bankarániö? Nei, ég var i aöalbókasafninu allan seinnipartinn, við rannsóknirnar minar. Og þessar rannsóknir ungfrú Wheeler voru auðvitað i sambandi við stór- virkiö hennar, bókina um skáldin á Elisabetartimanum, en i þaö efni hafði hún veriö niðursokkin þessi tvö ár siðan hún lét af störfum, sem enskukennari i gagnfræðaskóla. Þessi áhugi hennar á þessum mönnum var annars dálitiö einkennilegur, þvi aö hefði hún séð þá ljóslifandi, heföi hneykslun hennar 'átt sér Htil takmörk. — Sáuö þéreitthvað af þessu? — Ég heyrði i sirenunum, sagði hr. Anstruther og furðaði sig á þvi, aö ungfrú Wheeler skyldi fara að brosa - en það stafaði af þvi, að henni datt snögglega I hug hr. Anstruther sem Odysseifur, bundinn við siglutré. En uppi á lofti var frú Prandell að opna dyrnar á leigu- herberginu. — Fimmtán dali, sagöi hún, — með morgunverði og kvöldverði. Við höfum engan hádegisverð hérna. Eða þá tiu dali með morgunverði einum saman. Það mátti heyra á tóninum, að nógu margir yrðu um boðiö, ef ungfrú Dimma vildi ekki herbergið. — Ég ætla að taka það, sagöi ungfrú Dimma. — En bara meö morgunverði. — Skipt á rúmum einu sinni á viku . . . .enga eldamennsku i herberginu, þér leggiö yður sjálf til sápu og vitanlega engir gestir nema I setustofunni niöri og sjálf leggiö þér yður til handklæöi og Ijósaperur. Svo er morgun- verðurinn hvort sem þér viljið heldur, klukkan hálfátta eða hálf- nfu. Sumir fara fyrr en aðrir, þessvegna höfum við þessa tvo matartima. Hvorn viljið þér heldur? — Hálfniu, þakka yður fyrir, sagöi ungfrú Dimma. Frú Parnell renndi augunum að litlu óvönduðu pappatöskunni, sem ungfrú Dimma var meö. — Og svo er borgaö fyrirfram, bætti hún við. Hún mýktist ofurlitið þegar ungfrú Dimma hafði rótað i veskinu sinu og rétti henni tiudala seðil. — Þér skuluð fá kvittun eftir mat, þvi að nú þarf ég að lita eftir I eldhúsinu. En hvað sögðust þér heita, ungfrú . . . .? — Westermann, sagði ungfrú Dimma. — Mary Westerman. Frú Prandell fór svo niður til aö hjálpa til við matinn, en ungfrú Dimma (sem hét auðvitað ekki þvi nafni) fór inn i herbergið sitt og lokaði að sér. Stundu siðar, þegar frú Parnell var i þann veginn að hringja til kvöldverðar, fór ungfrú Dimma út. Við horniö I stiganum rakst hún næstum beint á hr. Barry, sem var á uppleið til að þvo sér fyrir mat. Hr. Barry var vátryggingasali og mjög viöfelldin ungur maöur, að áliti frú Parnell og allra gesta hennar. Og vissulega var hann glæsilegasti ungur maður, þótt vlða væri leitaö. Hann var ekki mjög hávaxinn og þaö var ungfrú Dimma heldur ekki. Og hann var með dökkt liöað hár og lögulegan munn, sem myndaöi sig til að bllstra, þegar hann sá ungfrú Dimmu. Skritið var þetta . . . .Ungfrú Wheeler og ungfrú Gaines, sem sátu I setustofunni og biöu eftir matarhringingunni, gátu séð upp i stigahorniö, og ungfrú Dimmu, sem þar stóö. En þær sáu ekki annað en sviplausa, músgráa stúlku I ómerkilegum tilbúnum kjól, en hr. Barry sá annað og miklu meira. Það mátti segja, aö hann sæi stúlkuna -sjálfa gegnum ódýra kjólinn (en auðvitað af fullri siðsemi, þvi að hann var siðsamur ungur maður) og hann varð hrifinn af þvl sem hann sá. Ungfrú Dimma var smávaxin og fingerð, en prýöisvel vaxin. Andlitið var fölt i augum þeirra upgfrúnna Wheeler og Gaines, en mjólkurhvitt I augum hr. Barry. Augun voru stór og svört — og ofurlitið hrædd. Hr. Barry brosti til hennar, og sagöi: — Enginn segir mér nokkurntima neitt. Þetta var nú ekki alveg heilagur sannleikur, þvi að þarna i matsöluhúsinu sögðu allir öllum allt. Eina á- stæðan til þess, aö hr. Barry haföi ekkert heyrt, var sú, að hann var alveg nýkominn inn. — Búiö þér hérna? Nýr gestur? — Já, sagði ungfrú Dimma og nú voru augun varkár, en þó ekki hrædd. — Þá ætla ég aö kynna mig. Ég heiti, Walter Barry. — Mary Westerman, sagði ung- frú Dimma. — Og má ég komast leiðar minnar? Ég er að verða of sein I kvöldveröarboö. Þarna var nú ekki nægilega rúmgott I stiganum fyrir hr. Barry til að vikja til hliðar og hneigja sig, en það tókst nú samt sæmilega. Svostóö hann og horfði á eftirhenni alla leið út úr dyrum. t setustofunni horföi ungfrú Wheeler á ungfrú Gaines og ung- frú Gaines á ungfrú Wheeler og svo hringdi kvöldverðarbjallan. Klukkutima seinna kom ungfrú Dimma aftur og gekk beint til herbergis sins. Þegar ungfrú Wheeler gekk upp, skömmu seinna, sá hún, að ekkert ljós var hjá ungfrú Dimmu og það vakti henni furðu. Klukkan var tæplega átta. Þetta var á þriðjudegi, En það var fimmtudagskvöld, sem kjaftasögurnar komust i fullan gang. Ungfrú Dimma haföi verið til umræðu á þriöjudags- og miðvikudagskvöld, en þó hóflega og með öllum fyrirvara, þvi að hr. Barry haföi verið viðstaddur i bæði skiptin og hafði verið reiðu- búinn að snúast nýja gestinum til varnar. Það var á fimmtudagskvöld, að ungfrú Gaines sagði: — Þaö er eitthvaðathugavert við hana, frú Prandell. Hún er hrædd við eitt- hvaö. Meira að segja við ljós- birtu! — Ljósbirtu? hváöi hr. Anstruther. — Hvað eigið þér við? - — Hún situr i dimmunni þarna uppi I herberginu og skágengur alveg setustofuna okkar. Fyrsta kvöldiö sem hún var hérna, gekk ég framhjá dyrunum hennar klukkan átta og þá sat hún i myrkrinu og eins I gærkvöldi. Það er hægt að sjá ljósrönd undir huröinni, ef kveikt er inni, skiljið þiö. — Kannski fer hún snemma I háttinn, sagði frú Prandell. — Areiöanlega ekki svo snemma. Aö minnsta kosti mundi hún bregða upp ljósi til að hátta sig, en það gerði hún ekki. Ég veit þaö vegna þess aö ég skrapp upp I herbergiö mitt eftir vasaklút I gærkvöldi, rétt svo sem minútu eftir að hún kom inn, og þá var al- dimmt þar inni. — Skritiö er þetta, sagði ungfrú Wheeler. — Sagði hún nokkuð við yður, frú Pranell, sem gæti gefið skýringu á . . . .? Frú Pranell hristi höfuöiö með undrunarsvip. — Hvernig gætistaðiö á þessu? spurði ungfrú Gaines. Hr. Anstruther ræskti sig með spámannssvip. — Þaö getur verið fjöldi ástæðna til þess arna. Ég gæti nefnt einar sex fyrir- varalaust. Hún gæti verið augn- veik, til dæmis að taka, og haft skipanir frá lækninum sinum að forðast rafmagnsljós. — Þá væri hún með svört gler- augu þegar hún er ekki inni hjá sér, sagði ungfrú Gaines. — Nei, það er ekki þetta, þvi að i gær- kvöldi þegar hún var aö koma niöur stigann, stanzaði hún á miðri leið, eins og til að hugsa sig um, hvort hún ætti að halda áfram eða snúa viö, og þá horfði hún beint i bjarta ljósiö fyrir neöan stigann. Það heföi hún aldrei gert, heföi hún verið augn- veik. — Kannski er hún lika hrædd, sagði hr. Anstruther. — Og að fela sig fyrir einhverjum. Og her- bergiö hennar er út að götúnni. Ég veit, að þaö er tjald fyrir glugganum. En er það i lagi, frú Prandell. — Ég býst við þvi. Ég skal aðgæta þaö á morgun. — Eða kannski er hún einhver ofsatrúarmanneskja og liggur I þönkum, þegar hún er ein . . . .sagöi hr. Anstruther. Nei, það held ég nú tæpast, en benti bara á það sem hugsanlegan möguleika. Þá eigiö þér þrjár skýringar eftir, sagði ungfrú Gaines. Mér skildist þér hafa sex á takteinum. — Kannski vinnur hún lika meö eða er i einhverju sambandi við blint fólk, eöa ætlar sér það. Þá er hún kannski að æfa sig i að setja sig i þess spor og æfa sig i aö vera blind, þegar hún er ein sins liðs. — Hún gæti nú foröazt gluggann, án þesss að þurfa aö vera i niöamyrkri, sagði ungfrú Wheeler. — Jafnvel þó aö glugga- tjaldiö sé bilaö. — Fimmta tilgáta, sagði hr. Anstruther. — Hún trúir á anda. Hún er aö reyna að ná sambandi við einhvern ástvin, sem er ný Framhald á bls. 31 Smásaga eftir Frederick Brown EIN í MYRKRINU 12 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.