Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 9
Ababa náði seint í skottið á hamingjunni og þegar að því kom, var það heldur ekki ör- yggi- Ababa er venjulegt nafn í Eþiopiu, það þýðir ,,blóm“. Og þetta ,,blóm“, sem við segjum hér frá, býr í þorpinu Debra Tabor og er aðeins átján ára. Ababa varð fyrst ástfangin, þegar hún var tólf ára. Hún þekkti alls ekki manninn, sem kveikti bál í hjarta hennar, horfði aðeins á hann með for- vitni úr fjarlægð. Það leið þó nokkur tími, þar til hún heyrði meira um hann. Það skeði einu sinni, þegar hún var viðstödd kirkjuhátíðina maskal, með for- eldrum sínum. Hún var mjög spennt, því að hún var búin að hlakka til þessarar hátíðar í margar vikur og hún hlakkaði líka til að komast út fyrir heim- ili sitt. Hún var svo klædd í sitt fínasta púss, hárið smurt súru smjöri og fléttað eítir kúnstarinnar reglum, en það gerði móðir hennar. Þetta var áhrifamikill dagur í lífi ungu stúlkunnar. Georgis, fyrri maðurinn sem Ababa skildi við. Hann drakk sig út ó götuna. Hann var mjög karlmannlegur. Hún kom fyrst auga á hann á hátíðasvæðinu fyrir framan kirkjuna. Hann var hávaxinn og sterklegur, mjög karlmann- legur. Að minnsta kosti fannst henni það. Og hann var miklu eldri en hún. Það var augna- ráð hans, sem hafði mest áhrif á hana, augu hans voru svo einstaklega blíðleg. Ababa gat ekki gleymt þeim. Hana lang- aði mest til að ganga til hans og virða hann betur fyrir sér, en foreldrar hennar höfðu lagt ríkt á það við hana að víkja ekki frá þeim. Hún reyndi að missa ekki af honum sjónir allan daginn og þegar hún fór heim, fylgdu henni minning- arnar um hann. Um þetta leyti fékk Ababa aldrei leyfi til að fara út upp á eigin spýtur, og ungu stúlk- urnar í þorpinu máttu heldur ekki leika sér við piltana. Þegar stúlkurnar í Eþiopiu eru orðnar tíu ára, eru þær settar í eins konar stofufangelsi. For- Tafesse, pottormurinn, sem gerði stjúpu sinni lífið leitt, en só að sér. eldrarnir óttast að þær missi meydóminn of fljótt, áður en þær komast á giftingaraldur. Það væri mikið slys, stúlkan hefði þá ekki von um að gift- ast. Fjölskyldubönd. Eins og flestar aðrar stúlk- urnar, kvaldist Ababa af leið- indum á þessu tímabili. Hún varð sí og æ að hanga hjá móður sinni í eldhúsinu, búa til mat, hreinsa til, sauma og bæta. Og eftir því sem tíminn leið og hún var að komast á giftingaraldur, talaði móðirin mikið um brúðkaup hennar. Ababa vissi að vísu, að hún átti að giftast ungum manni, ssm hét Georgis, en hún hafði aldrei séð hann og hugleiddi það yfirleitt ekki. Hún hafði verið lofuð Geor- gis, þegar hún var níu ára, en hafði þá ekki haft hu'ímynd um það sjálf. Það voru feður þeirra Georgis, sem gerðu út um þessi mál, sín á milli. Á þessum slóðum er það ekki ást milli unga fólksins, sem ræður því hverjir giftast hverjum, heldur eru þetta samningar milli tveggja fjölskyldna, sem vilja tengjast sterkari böndum. Áð- ur en trúlofunin er staðfest, koma feðurnir oft saman, ræða um fjármálin, fyrirhugað hjóna band og um það hve marga sauði og mikið land þeir geta látið af mörkum sem heiman- mund ungu hjúanna. Þegar fullt samkomulag hef- ur náðst, eru kallaðir til tveir elztu menn þorpsins. Þeir koma svo og hafa meðferðis reikn- ingsbækur, þar sem þeir skrifa allt niður, því að vitaskuld eiga þau Ababa og Georgis að hafa séreignir. Það er aldrei hægt að tryggja það að hjóna- bandið vari allt lífið og ef til skilnaðar kæmi, þá átti Ababa að hafa rétt á því að taka með sér það sem hún lagði til bús- ins og helming þess, sem Ge- orgis hafði áskotnazt í hjóna- bandinu. Svo er allt klappað og klárt. Feðurnir tveir samþykkja bók- haldið og brúðkaupsdagurinn er ákveðinn. Hann skyldi verða eftir fjögur ár, þegar Ababa yrði þrettán ára. Georgis hafði verið viðstaddur samnings- gerðina, en hafði sig ekkert i frammi fyrr en í lokin, þá gekk hann fram og færði tilvonandi brúði og foreldrum hennar gjafir. Og svo var haldin trú- lofunarveizla. En brúðurin til- vonandi lá sofandi í kofa for- eldranna, hún vissi ekkert um 21. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.