Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 40

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 40
Hann sýndi okkur hvar aðal- slökkvarinn var. Einhver hrópaði uppi á lofti: — Þetta er lögreglan. Hver er þarna níðri. Bobby leit snöggt á Harry og Jean, greindarlegum, gráum augum. Hún settist á hækjur við hliðina á Callie og strauk vanga hennar með óhreinu, litlu höndinni. — Nú er allt gott, mamma. Þú ert ekki reið við mig, er það? Við vildum ekki að paps yrði leiður, skilurðu það? sagði litla systir Harrys....... Frank Miller sat undir stýri á bláa bilnum, sem þaut eftir hraðbrautinni, i burt frá Los Angeles. Varney sat i aftur- sætinu, digur og slyttislegur, greinilega alveg kærulaus. Dorinda ók sér i framsætinu og það var auðséð að taugar hennar voru þandar til hins ýtrasta. Hún hélt svo fast um töskuna sina, að hnúarnir hvitnuðu. Siminn hjá Paul Fairchild var á tali. — Snúðu við og aktu stytztu leið heim til hins elskulega pabba Harrys, sagði Dorinda. — Ég ætla að tala við hann. — Nei, nú ætla ég að stöðva bllinn og stinga af, — eins og Cóle og Jake, sagði Frank Miller. — Varney getur þá ekið fyrir þig. — Hvað áttu við með þessu? — Ég á við það eitt, að þú ert alveg geggjuö, en það skiptir liklega ekki svo miklu máli fyrir Varney, sagði Frank. — Þú verður að aka heim til Fairchilds, strax. Gerðu eins og ég segi. — Það er úti um Max núna, Dorinda. — Þá ræni ég allri Fairchild fjölskyldunni. — Reyndu, ef þú getur, sagði Frank. En reiknaðu ekki með minni aðstoð. Hér stekk ég af. Hún lyfti töskunni og sló hann beint í andlitið. Billinn kastaðist út á vegarbrúnina. Það heyrðist skerandi hljóð og billinn skall á kantsteini, þaut beint upp I loftið og kom niður á þakiö. A næsta augnabliki stóö hann i björtu báli. Klukkan var hálfniu um kvöldið og ennþá var aðeins mánudagur. Paul Fairchild hailaði sér upp að koddunum og leit tiltölulega vel út. Mei leit á hann. Dick horföi á þau bæði og hugsaöi með sér, aö liklega hefði það verið góð ráð- stöfun hjá honum, að stinga upp á þvi að Mei yrði um kyrrt, til aö stjórna heimilinu. Hún var vel til þess fallin og gat þá lfka verið einskonar hjúkrunarkona og gamla manninum til afþreyingar. Callie horföi á Fairchild lækni og Jean virti þau öll fyrir sér. Enginn tok eftir henni. Harry Fairchild hafði ekki augun af litlu systur sinni. Hún var dásamleg. Tony Mizer hafði verið hressilegur strákur, Deirdre var ágæt og jafnvel Sally var ekki sem verst, — en Bobbý,. hún var engu lík! Paul Fairchild sagði við Callie: — Þau eru sannarlega skemmtileg börnin yðar. Þetta er fallegur hópur! — Og þér eigið lika einstakan son, sem ég er i mikilli þakkar- skuld við, sagði hún og brosti til Dick, sem hafði rétt lokið við að- gerö á manninum hennar, með sinni kunnu snilld. Rex Julian myndi ná fullri heiisu innan skamms. Dick sagði: —Sem læknir þinn, pabbi, vil ég minna þig á, að það er kominn timi til að þú farir að sofa. — Aðeins nokkrar minútur i viðbót, sagöi gamli maðurinn i stóra rúminu. — Callie, má ég tala snöggvast við Barböru? — Að sjálfsögðu, sagði Callie, en óljós skuggi leið yfir andlit hennar. Litla stúlkan gekk út úr barna- hópnum og til gamla mannsins. Hún stóð og virti hann fyrir sér, þögul. Hann snerti hana ekki. — Veiztu að ég er faðir þinn, Barbara? — Já, ég veit það, sagði hún alvarlega. — Og veiztu, að þú átt þrjá fullorðna bræður? Þetta þarna er Dick læknir. Og þarna er Harry. Tom bróður þinn hittir þú bráð- lega. Bobby leit við og horfði á Fairchild bræðurna. Hún var alvarleg og athugul á svipinn. — En svo áttu lika mörg systkin, sagði gamli maðurinn. Hún beit á vörina. Gráu augun voru eins og á verði. — Þú vilt kannske heldur búa hjá þeim? Og mömmu þinni? Munnsvipur barnsins varð strax mýkri, en hún brosti ekki. Hún kinkaði kolli. — Og mamma þin vill liklega mjög gjarnan að þú verðir kyrr hjá henni? Og öllum krökkunum? — Það er alveg áreiðanlegt, sagði Callie bliðlega. — Mér finnst það lika mjög góð ráðstöfun, sagði Paul Fairchild. — Ég er orðinn nokkuð gamall, eins og þú sérð og hér er enginn til að leika sér við. Mamma þin vill liklega ekki láta mig hafa ykkur öll. En ég vona að þið getið skemmt ykkur vel hérna I nokkra daga. (Hann-^sagði ekki: Til miðvikudags.) Og slðar meir kemur þú hingað hvenær sem þú vilt, ein, eða með allan hópinn með þér, öll systkinin! — Það er ágætt, sagði hún og nú ljómaði litla andlitið. Hann sá að hann haföi gert hana hamingju- sama. — Þá erum við sammála. Þetta er nú engin smáræðis fjölskylda! sagöi gamii maðurinn og hallaði sér aftur á bak. — Látum okkur nú sjá. Þú átt þrjár systur. Hann taldi á fingrum sér og litla stúlkan kinkaði kolli og taldi líka. — Og sex bræður, þrjá litla og þrjá stóra. Drottinn minn! Bobby hló. — Og svo, sagði gamli maðurinn, — áttu lika mömmu. Ó, já! — Og svo áttu lika paps, sagði Paul Fairchild. — Og mér er sagt að hann spili á gitar? — Já, já. Telpan gekk nokkur skref aftur á bak, og beið spennt eftir framhaldinu. — Og svo áttu lika annan pabba I viðbót, sagði faðir hennar. — Já! hrópaði Bobby himin- lifandi. — Ég á vlst allt mögulegt! Hún ljómaði. Það var lika satt. Frá mannlegu sjónarmiði var hún vel sett. Hún var greind, lagleg og það haföi sýnt sig að hún laðaði að sér þá, sem voru I kringum hana, og — hún var lika ung. — En nú er llklega bezt að Mei sýni ykkur hvar þið eigið að sofa. Góða nótt! Hann snerti ekki dóttur sina (o, hve hann var sniðugur, hugsaði Jean!), en Bobby strauk bliðlega vanga hans. — Góða nótt, pabbi, sagði hún, alvarleg I bragði. Börnin buðu öll góða nótt. Callie sagði: — Nú verðið þið aö vera stillt, ég kem bráðum. Hún ýtti þeim bllðlega út úr herberginu og þau gengu öll I fylkingu eftir Mei. Skugginn var nú horfinn af ásjónu Callie. Hún sagöi: — Mig langar til að þakka yður, herra Fairchild. Okkur þykir öllum svo vænt um hana. Hún brosti til þeirra allra, sér- staklega þó til læknisins, og svo gekk hún út á eftir börnunum slnum. Nokkru síðarkom Mei til baka. Harry og Jean buðu góða nótt. Þau gengu fram á ganginn. Það var komið llf I gamla húsið. Harry fannst hann heyra mál- skraf og raulandi raddir alls- staðar. Niðri I anddyrinu kom Dick til þeirra. — Tom var að hringja. Ég held að ég segi ekki pabba fréttirnar I kvöld. Hann er búinn að fá meira en nóg i dag. En Max- með-hnifinn dó I klefa sinum fyrir stundu síðan. — Hvað ertu að segja? — Það var víst hjartað. Fangelsislanknirinn var samt ný.- lega búinn að skoða hann og þá virtist allt I Iagi. Hjartað hefir kannske brostið, sagði Harry hugsandi. (Maðurinn átti dóttur, sem hann eflaust haföi elskað heitt.) Harry og Jean settust inn I bílinn. — Heim? spurði hann snöggt. — Já, takk, svaraði hún, jafn snöggt. Jean lokaði augunum og hallaöi sér aftur á bak og þegar hún opnaði augun aftur, var hann að aka inn I neðanjarðarbilskúrinn. — Heyrðu mig nú! — Vertu nú góð, tautaði hann. — Bonzer er alveg utan við sig. Hann er búinn að sitja á einhverri lögreglustöð frá klukkan fjögur til sex I dag, vegna möppunnar, sem var merkt honum á skrifstofu Bernies. Honum finnst hann hafa svikið okkur. Þú verður að hjálpa mér við að hugga hann og styðja við sjálfsvirðingu hans. — Já, ég er lika mjög hrifin af Bonzer, sagði hún með sakleysis- svip. En hjartað barðist i brjósti hennar. Hún gat ekkert að þvi gert. Þau stóðu samán I lyftunni og Harry leit upp I loftið. — Mér datt skyndilega I hug, að ég væri ekki beinlínis hetjan I þessu ævintýri. Stundum fannst mér samt ég ekki yera langt frá þvi, að minnsta kosti, þegar ég hékk utan I snarbröttum kletta- veggnum, með öskrandi nautið rétt fyrir neðan mig. — Það er nú lítið hetjulegt við feril minn I þessu máli. Þegar þessari furðulegu grisaleit var lokið, var ég hreinlega hlekkjuð við bruggker. Hann leit niður á hana. Hún sagði aldrei það sem hann bjóst við. Flestar stúlkur hefðu nú reynt að styðja við karlmennsku hans, eftir að hann hafði hafið máls á þessu. Hún hefur ekki haldið að hann væri I þörf fyrir stuðning, hann væri fær um að standa fyrir sinu, — að hann væri það karlmenni. Þetta voru að sjálfsögðu mestu gullhamrar, sem hann gat óskað sér. Þau voru komin upp. — Ég var lika hlekkjaður við þetta ker, sagði hann, þegar hann opnaöi dyrnar fram á ganginn. — Það liggur kannske ekki fyrir okkur að drýgja hetjudáðir. En þú veizt llklega hvernig öll ævintýri enda? — Já, sagði hún og leit spyrjandi á hann. — Og svo giftu þau sig og voru hamingjusöm upp frá þvi, sagði Harry. A næsta andartaki lá hún I örmum hans og orð voru óþörf. Sögulok. SVARTSTAKKUR Framhald af bls. 33. Bordeauxvln hérna, sem ég verð vonsvikinn ef þú viðurkennir ekki, að sé þaö bezta I heimi. — Hvað eigum við að gera? Verrell andvarpaði. Hann leit uppúr matseölinum. — Ef það getur lagað I þér matarlystina, skal ég segja þér það. Auðvitaö brjótumst við inn hjá skartgripasalanum og leitum aðl 40 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.