Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 44

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 44
MIDAPRENTUN LátiÖ prenta alls konar aðgöngumiöa, kontrol- númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hf Síðumúla 12 - Sími 35320 Elskhuga eftir eigin geðþótta. Það var fyrst, þegar guðstrú fornaldar kom með sínar kröf- ur um skírlífi, sem svolítið brakaði í undirstöðum jafnrétt- isins. En án þess að Ababa viti það sjálf, þá togast Herrann og drottningin af Saba ennþá á í hugskoti hennar. Hinn koptiski kristindómur Eþiopiumanna er furðulegasta blanda: Það má segja að þrír hlutar séu kristni, tveir hlutar gyðingatrú, smáskvetta af mú- hameðstrú, annað eins af gam- alli guðatrú Egypta og að lok- um þó nokkur skammtur af frumstæðri andatrú, sem kom- in er frá flækingum af negra- kynflokkum. Og drottningin af Saba hefur látið konum af sín- um kynstofni þetta frjálsræði í arf, ekki eingöngu í fjárhags- og viðskiptamálum, heldur iika í kynferðismálum. Þær eru jafnréttháar körlum á því sviði. Þótt kristnin hafi komið á einni hefð, sem hvergi má kvika frá, sem sagt að það er skýlaus krafa að unga stúlkan sé hrein mey, þegar hún geng- ur í hjónaband í fyrsta sinn. Og nú var Ababa gift, hún hafði greitt sína tíund til guðs. Uppfrá því gat hún tekið sér svo marga elákhuga, sem hana lysti, ef hún aðeins gerði það í leyni. Fyrst í stað var unga konan hlédræg og feimin og hún komst fljótt að því að eina breyting- in á högum hennar var að hún hafði farið frá eldhúsi móður sinnar í eldhús tengdamóður- innar. Einn dagur af öðrum leið, eins og perlur á bandi. Aböbu leiddist og hún átti erf- itt með að semja sig að siðum tengdafólksins og lúta yfir- gangi tengdamóðurinnar. Það var fyrst eftir tveggja ára hjónaband, þegar þau Georgis fluttu í eigin kofa og urðu sjálfstæð, að hún blómstraði og fór að njóta samvistanna við eiginmann sinn. En eitt var það, sem kvaldi hana: mánuðirnir liðu. hver af öðrum og hún varð ekki barns- hafandi. Stúlkum í Eþiopiu finnst þær ekki vera fullgildar eiginkonur, fyrr en þær hafá fætt eieinmanni sínum barn. En Ababa eignaðist ekki barn og það varð henni mikil sorg. Eiginmaður hennar var furðu lostinn og tengdafólkið sat sig ekki úr færi að sletta í hana háðsglósum, en það stoðaði auð- vitað lítið. Það leit líka út fyr- ir að Georgis væri miður sín vegna barnleysisins. Eins og allir karlmenn bæj- arins, fór Georgis oft í heim- sókn í vændishús staðarins, það var ekki nema rétt og sjálfsagt og enginn hafði neitt við það að athuga. Svo fór hann að drekka og kom sjald- an heim, svo Ababa sá ekki eiginmanninn of oft og svo kom að því að hann eyddi mikl- um peningum í vín og spil og það fór alveg með fjárhaginn. Ef hann nennti að skokka heim undir morgun, lagðist hann al- drei til hvíldar, fyrr en hann var búinn að lemja konu sína. Um það leyti fór Ababa að láta sig dreyma um myndar- lega manninn, sem hún hafði séð á kirkjutorginu forðum við mas'kalhátíðina. Hún fór að spyrjast fyrir um hann og komst að því að hann hét Yaqob. Hann var um fertugt og kvænt- ur maður. Hann var umferðar- sali, þess vegna sást hann svo sjaldan í heimaþorpinu. Og þótt undarlegt megi virð- ast hitti Ababa hann aldrei, þótt hún hefði nokkrum sinn- um heyrt að hann hefði verið á ferð í þorpinu. En í hvert sinn, sem maður hennar hafði lamið hana og ausið yfir hana svívirðingum, lá hún grátandi og reyndi að sofna og þá dreymdi hana oft um hávaxna manninn frá kirkjutorginu. Eftir því sem tíminn leið, fékk hún meiri andstyggð á drykkju- rútnum, manni sínum og reyndi að halda sig sem mest fjarri honum. Hún fékk sér líka elskhuga, eiginlega frekar af þrjózku og þeir urðu fleiri. En það varð hún að gera með varúð, vegna þess að Ababa var raunveru- lega hrædd við eiginmanninn, sem varð æ erfiðari. Þannig gekk þetta í heilt ár og Ababa var orðin sextán ára. Um það leyti varð maðurinn hennar sjúkur, og prestarnir í Eþiopiu halda því fram að al- varlegir sjúkdómar séu illum öndum að kenna, svo að þess vegna var sóttur prestur, til að reka út þann ófögnuð. Hann skvetti vígðu vatni á sjúkling- inn, en allt kom fyrir ekki. Georgis var veikur, en hann vildi ekki deyja og gat ekki dá- ið. Þá tók Ababa mikla ákvörð- un, hún sótti um skilnað. Þá fyrst vissi Ababa hvers vegna hún hafði ekki verið gift í kirkju. Hin kristna kirkja hefur föst tök á hugarfari bænda í Eþiopiu og þeir þekkja bæði sjálfa sig og eðli eigin- kvenna sinna. Og allir vita, að ef kirkjuleg vígsla fer fram, 44 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.