Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 32
SVARTSTAKKUR Húsiö var dæmigert Parlsarhús: langur kassi, fimm hæöir, hvorki sérlega fallegt né sérlega ljótt og nokkuö tekiö aö hrörna. Þeir gengu' inn. Lögregluþjónn, sem sat við afbreiðsluboröið viö nöfnin þeirra, hringdi I slma og baö þá slöan aö ganga uþp I herbergi nr. 33 á þriðju hæö. Hann bætti við I uppgjafartón - sem hver Parlsarbúi heföi samstundis skiliö aö lyftan væri ekki I gangi, svo aö þeir yrðu að nota stigana. Guichard fulltrúi, litill maöur svarthæröur, meö snögga framkomu, sem er einkenni smávaxinna manna, kom á móti þeir I dyrunum á nr. 33. Hann heilsaöi þeim með handabandi. Góðan daginn, sagði hann á ensku, — eruð þér . . .Hann þagnaöi eins og hann væri að leita aö rétta orðinu. ? Verrell svaraöi á liöugri frönsku og fulltrúanum létti sýnilega. — Enskan min er dálltið ryöguö, sagöi Guechard um leið og hann gekk að stól sinum.. Eöa kannski væri réttara aö segja aö hún væri kolryðguð. En áöur en viö snúum okkur aö efninu, má ekki bjóöa ykkur kaffisopa? — Þakka yður fyrir svaraði Verrell. Guichard baö um kaffiö gegn um hússlmann. Svo bauð hann þeim vindlinga. Hann horföi framan I Georg. — Höfum viö ekki hitzt einhverntíma áður? sagði hann. — Þaö held ég ekki, svaraöi Georg. um leiö og hann tók vindling úr krukluöu bréfinu. — Það er nú samt áreiðanlegt,! aö viöhöfum sézt áður. Ég gleymi aldrei andlitum, sagöi hann með drýgindalegu öryggi. Hann staröi dálitla stund enn á Georg áöur en hann settist á stól sinn viö skrifborðiö. Hahn tók upp papplrsörk og las þaö, sem á henni stóö. — Viö fengum þessa beiöni frá Interpol, ykkar vegna, um aö reyna aö finna þennan demant, sem þarna er lýst. Nú skal ég fara með ykkur til skargrripasalans, og þá getum viö séö, hvort þiö þekkiö demantinn aftur. Þetta eru elztu skartgripasalarnir í allri Parlsarborg og llka þeir dýrustu . . . .Hann þagnaði. — Afsakiö, en mér var aö detta nokkuö I hug, I sambandi við annaö mál. Hann tók blýant og krotaöi eitthvaö á minnisblaö á boröinu hjá sér. Kona, sem var mjög ófrið I andliti en meö sérlega falleg brún augu færði þeim þrjá bolla af kaffi á gömlum, sköröóttum bakka. Hún setti bollana fyrir framan þá og fór síðan út með tóman bakka. — Þessi demantur er sennilega stolinn, sagöi fulltrúinn og hræröi I bollanum sinum. — Þaö höldum við, sagöi Verrell, en þetta er dálitið viðkvæmt mál. — Hvernig það? — Demanturinn tilheyrir fjölskyldu, sem keypti hann i Brasiliu, rétt fyrir aldamót. Nýlega kom upp mikið rifrildi i þessari fjölskyldu og rétt skömmu seinna hvarf þessi demantur. Sumir I fjölskyldunni eru sakaður um að hafa stoliö honum og selt, og þeir saka svo aftur hina um það sama. I stuttu máli sagt, þá eru engin bréf fyrjr þvl, aö demanturinn sé ekki bara falinn einhversstaðar, fyrir til- verknaö einhvers úr fjölskyldunni. — I hvaöa ljósi skoöið þér þá þennan demant? Verrell brosti: — t stranglega hlutlaustu ljósi, þangaö til viö höfum fundið hann og fundiö út, hvernig hann er hingaö kominn. — Getiö þér þekkt demantinn? — Já. — Eruð þér sérfræðingur á þvi sviöi? — Ég hef dálitla þekkingu. Fulltrúinn sagði hvat- skeytlega: — I mlnum augum er nú demantur nákvæmlega eins útlits og glerbrot. Þaö er ekkert annaö en hégómaskapur, sem gefur þeim þetta mikla verömæti. Hann leit ögrandi á Verrell, og bjóst við að hann mundi svara þessu fullum hálsi, en Verrell sagði ekkert. Hinn varö eins og vonsvikinn og sneri sér að Georg. — Og þér, hr. Hamilton, eruð þér llka sérfræöingur I gimsteinum? — Nei, það er ég ekki.til þess aö vera það, þarf maður aö handfjatla gimsteina eins oft og félagi minn gerir. Sýningarnar I gluggunum hjá Maison Parmentier voru svo yfirlætislausar, að það var fyrir- gefanlegt þó að áhorfandi héldi, að þarna væri aðallega verzlað meö svart flauel. En hver sá, sem hafði eitthvert vit á gimsteinum, hefði getaö séö, að minnsta kosti þrír gripir þarna voru hundrað þúsund franka viröi. Þrisvar sinnum á siöustu tveimur árum, höföu glæpamenn reynt að brjótast þarna inn, en það hafði mistekizt og lögreglan hafði handsamaö alla innbrotsþjófana. Þeir Guichard, Georg og Verrell óku I lögreglubil til Maison Parmentier! Þeir gengu inn og þegar fulltrúinn heimtaði valdsmannslega að tala viö for- stjórann, hljóp einn búöar- maöurinn til að framkvæma skipunina. Þeim var visaö inn I skrifstofu forstjórans, og kynntir og allir heilsuðust með handa- bandi. — Hvarerdemanturinn? spuröi fulltrúinn, og greip fram I þaö sem forstjórinn haföi veriö aö segja. — Hann er I járnskáp niöri I kjallara . . .byrjaði forstjórinn. — Lofið okkur þá að sjá hann. Forstjórinn reiddist við framkomu fulltrúans, en sem sannur Parisarbúi, gætti hann þess vel að móðga ekki yfirvöldin. Hann fór út I dyrnar og skipaöi einhverjum snöggt aö fara niður I kjallara og koma með demantinn. Þegar hann kom aftur að skrifboröinu sinu reyndi hann að koma einhverjum samræöum I gang: — Þetta er mjög fallegur steinn. — Er þaö? hvæsti fulltrúinn. — Ef hann er ekki stolinn, skal ég kaupa hann.Hann getur oröiö alveg stórkostlegur I hring. — Og gefiö yður stórkostlegan ábata. Forstjórinn, sem hneykslaöist á svona ókurteisi,starðiá fulltrúann meö vaxandi vanþóknun. Feitur maður barði á hurðina i skrifstofunni og kom inn. Hann rétti forstjóranum svarta öskju og ' fór síðan út. Forstjórinn opnaði öskjuna, starði á demantinn, sem lá þar á þykku svörtu flauelshægindi og rétti hann til fulltrúans með nokkurri tregöu. — Hann er glannalegur, sagöi fulltrúinn. — Það, sem er fullkomiö, veröur aldrei glannalegt .... — Bull. Fulltrúinn rétti Verrell ösk juna. Verrell athugaöi demantinn. Þaö var sá sami og hann haföi séö I skápnum hjá Mathews. Hann sneri honum hægt milli fingranna, og dáöist aö rauöa blænum á steininum. — Hann er sérlega gallalaus, sagði hann. — Já, sannarléga, herra minn, • sagöi forstjórinn meö ákafa. Hann leit snöggt á fulltrúann. — Þaö er ánægjulegt að sjá svona fegurö rétt metna. — Haldiö þér, að hann sé úr Dequinhonta-námunni? Eöa kannski úr Numiasnámunni, svona litur? — Mér datt I hug Dequinhonta. Blærinn er heldur dökkur til þess aö geta veriö úr Numiasnámunni. 32 VIKAN 21. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.