Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 18
HVAO VARÐ AF FORSYTEUNUM ? Si^an sýningum á ,,Sögu Forsyteættarinnar” lauk hefur verið hljótt um ættina hérlendis. Viða erlendis hafa sýningar á myndaflokknum verið hafnar að nýju og enn eru þau Soames, Irene, Winifred og öll hin geysivinsæi. í þessum pistli er sagt lítillega frá því hvað nokkrir aðalleikararnir I myndaflokknum hafa hafzt að siðan þeir hættu að leika Forsyte. Enn sem komið er hefur brezka sjónvarpinu ekki tekizt að gera kvikmyndaflokk, sem náð hefur meiri útbreiðslu eða vinsældum en „Saga Forsyteættarinnar.” Hún hefur verið seld til fimmtiu landa og enn þann dag I dag, sex árum eftir að hún var gerð, er hún sýnd viðs vegar i heiminum. Aðalleikendurnir hafa barizt við að losna við þá Forsytepersónu, sem þeir léku. Þegar BBC varð fimmtlu ára i fyrrahaust voru allir 26 þættirnir sýndir I National Film Theatre I London sem ein 24ra tima löng mynd. Þaö voru morgunverðar — hádegisverðar — og tehlé og næstum sjötiu manns afrekuðu það að sjá myndirnar i heiid. Aðrir hringdu til þess að fregna hvenær einhver ákveðinn þáttur væri sýndur — annað hvort höfðu þeir misst af honum, þegar sjónvarpið sýndi hann, eða vildu gjarnan sjá hann aftur. Soames —ég er alltaf hinn sami. — Soames setti að visu nokkurn svip á líf mitt, en ég hef samt alltaf haldið áfram að vera sami maðurinn, sagði Eric Porter, þegar „Saga Forsyteættarinnar” var sýnd i þriðja sinn i brezka sjónvarpinu. — Ég held áfram að vefja siga- retturnar mlnar sjálfur, kann ekki viö að vaka fram eftir á kvöldin eða eyða miklum peningum handa sjáifum mér — ég er sem sagt laus við að vera samkvæmismaöur. Eric Porter var einn af mörgum skapgerðarleikurum Breta og hafði leikið marga afundna eldri menn, þegar honum bauðst að leika Soames i Forsyteættinni, en það hlutverk gerði hann heimsfrægan á einu ári. Frægðin orsakaði vitanlega það, að upp frá þvl gat Eric Porter valið sjálfur þau hlutverk, sem hann langaði til að leika. Þegar lokið hafði verið við gerð Forsytemyndaflokksins rigndi tilboðunum um að leiica menn, sem Hktust Soames yfir hann, en Porter hafnaði þeim öllum. Hann var hræddur um að verða „Soames” alla ævi. Brezkir áhorfendur skulfu á beinunum þegar Porter birtist dansa'ndi stepp I sjónvarps- skemmtiþætti stuttu eftir að þeir höfðu gráti næst horft á Soames fórna lífi sinu fyrir einkabarn sitt. Þeir urðu að viðurkenna að Eric Porter og Soames Forsyte væru ekki ein og sama persónan þegar allt kom til alls. Svo virðist að Eric Porter kjósi nú að leika lltil en vel valin hlutverk i kvikmyndum og stór, sæmilega laúnuð hhitverk I sjón- varpsmyndum, en bezt þyki honum þó að -sjarfa við Shakespearesleikhúsið I Stratford-on-Avon, en þar býr hann. Síðustu ár hefur hann leikið meðal annars i myndunum ^Nicholas og Alexandria”, „Anton og Kleópatra”, „Dagur sjakalans” og „Siðustu dagar Hitlers.” I sjónvarpi hefur hann komið fram i mörgum myndum og myndaflokkum og meðal hlut- verka hans þar má nefna Machbet og Cyrano de Bergerac. I Winifred — sjónvarpsverðlaun og Shakespeareleikur. Það tók margar stundir að farða Margaret Tyzac þegar hún lék Winifred, miðaldra systur Soames. Hún er miklu yngri og fallegri I raunveruleikanum. Forsytemyndaflokkurinn breytti litlu um frama Margaret Tyzac, öðru en því að hún varð þekkt utan Englands. Aður en hún lék Winifred, hafði hún verið talin ein mikilhæfasta leikkona i Englandi um tlu ára skeið. 1969 fékk hún verðlaun fyrir beztan leik i sjónvarpi fyrir hlut- verk Onnu drottningar i mynda- flokknum: „Upphaf Churchill- ættarinnar”. Og I fyrra fékk hún afbragðs góöa dóma fyrir leik sinn i „Vivat, vivat, Regina,” þegar leikritið var sýnt i London, 18 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.