Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 10
«c það sem fram fór í næsta kofa og Georgis fékk ekki einu sinni að sjá sina tilvonandi brúði. Svo gekk lífið sinn vana- gang, þangað til að móðir stúlkunnar sagði henni einn góðan veðurdag, að hún væri trúlofuð og ætti að giftast pilti, sem héti Georgis. Ababa var síður en svo uppnæm við þess- ar fréttir, vissi ekki einu sinni hvað um var að ræða. Svo kom maskalhátíðin og eftir að fjöl- skyldan var komin heim í þorp- ið aftur, gat Ababa ekki hugs- að um annað en myndarlega manninn, sem hún hafði séð á torginu fyrir framan kirkjuna. Hún lá oft vakandi á nótt- unni og hugsaði um hann, reyndi að gera sér í hugarlund hvernig rödd hans væri. Þegar móðir hennar færði brúðkaup hennar í tal, eftir þessa ferð, varð Ababa alltaf dálítið ergileg, þótt henni væri ekki Ijóst hvers vegna. Henni var ljóst að það varð ekki hjá því komizt að hún giftist Ge- orgis, en það kom ekkert við Þeir eru skrautlega klæddir þessir háttsettu prestar. dagdraumum hennar um mann- inn á kirkjutorginu. Tíminn leið og brúðkaupið nálgaðist. Ababa var bæði feg- in og óttaslegin, vegna þess sem til stóð, fegin að losna úr stofufangelsinu og óttaslegin gagnvart því óvænta, sem beið hennar. Undirbúningurinn hófst mörg um vikum fyrir brúðkaupið. Það var slátrað, bakað brauð og bruggaður mjöður. Allir voru önnum kafnir, allir nema Ababa, sem ranglaði um og hafði ekkert að gera. En svo kom hinn mikli dagur. Eld- snemma um morguninn fór fólkið að hópast saman á þorpstorginu. Það kom sér fyr- ir í smáum og stórum hópum. Á miðju torginu var hópur ungra stúlkna og annar hópur pilta og þau voru öll í svipuð- um búningum; stúlkurnar í hvítum og piltarnir í svörtum búningum. f miðjum hópi stúlknanna sat brúðurin sjálf. Hún leit feimnislega til ungu piltanna og hugleiddi hver væri brúðguminn. Hann var að sjálfsögðu ekki síður forvitinn og virti fyrir sér andlit stúlkn- anna, hver var nú hans út- valda? Er það hún? Ungur piltur stóð upp og gekk að stúlknahópnum. Það var Yasu, bezti vinur Georgis og svaramaður — mizé. Hann reyndi að leggja spurningar fyrir stúlkurnar, til að finna þá réttu. Þetta vakti mikla kátínu og stúlkurnar flissuðu og ákemmtu sér vel, reyndu að Framhald á bls. 43. Gebre-Wolde, tengda- faðir Aböbu, sem sat sig aldrei úr færi að rægja hana og spilla á milli ijónanna. 10 VIKAN 21.TBL. VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR SÓL Á HIMNI HÆKKA FER Get ég aö ég sé grýla barna af guöunum sköpt I manna liki. Á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnarlki. Svo kvaö Látra-Björg einhverju sinni, þegar hún kom á bæ, þar sem litiö barn stóö fyrir dyrum úti. Barniö staröi á hana i forundran, en tók siöan aö háskæla. Látra-Björg, sem hét fullu .nafni Björg Einarsdóttir, fæddist i byrjun átjándu aldar og liföi fram yfir 1780. I grein, sem Gils Guömundsson hefur skrifaö um hana og kveöskap hennar, segir meöal annars: „Björgu Einarsdóttur er þannig lýst, aö hún hafi verið allra kvenna stærst og fer- legust ásýndum. Einkum var til þess tekiö, hve hálslöng hún var og hvaö henni var hátt til hnés. Björg lifði ógift ajla ævi og gekk aldrei I vistir eins og annað kvenfólk. Leiddisthenni jafnan allt nostur og dund, en svo nefndi hún hin venjulegu kvenmannsstörf, matreiðslu, heyskap og tóvinnu. Framan af ævi bjó hún jafnan á Látrum á Látraströnd, enda var hún kennd viö þann bæ.” Látra-Björg stundaði lengi sjóróöra meö karlmönnum, en þegar árin færöust yfir, lagöist hún i flakk og fór viöa um landiö. Eins og öðrum flökkurum var henni i nöp viö hreppstjóra og sýslumenn. Einhverju sinni ávitaði Jón sýslumaöur Benediktsson hana harölega fyrir leti og ómennsku og skipaöi henni aö hætta aö flakka. Björg henti spjót hans á lofti og sendi þaö á augabragöi aftur til fööur- húsanna meö þessari visu: Dómarinn Jón, þú dæmir mig, dómurinn sá er skæöur. Dómarinn sá mun dæma þig, sem dómunum öllum ræöur. ööru sinni kom Látra-Björg aö Mööruvöllum i Hörgárdal, en þar bjó þá Stefán amtmaður Þórarinsson. Hann var örgeöja og haföi illan bifur á vergangi. Þegar honum var sagt, aö Björg væri á leiöinni aö bap hans, gekk hann á móti henni. Hún heilsaöi h,onum meö þessum oröum: „Sæll vert þú,-Stefán minn!” Viö þessari kumpánlegu kveðju brást amtmaöur illa og jós úr skálum reiöi sinnar yfir flökkukerlinguna. Björg hlustaði á hann hin rólegasta, en kvaö þessa vísu, þegar mestu skammirnar voru um garö gengnar: Þó aö gæfan mér sé mót og mig i saurinn þrykki, get ég ekki heiörað hót hofmóöuga gikki. Viö visuna sljákkaöi i amtmanni og svo fór aö lokum, aö hann leysti Látra-Björgu út meö gjöfum. Björg haföi fyrir venju aö yrkja visur um þær sveitir, sem hún gisti. Og aö sjálf- sögöu fór þaö eftir móttökum og viður- gerningi, hvern dóm hin ýmsu héruö fengu hjá henni. Hér á eftir fara visur um staöi, þar sem Björg hefur bersýnilega ekki átt sjö dagana sæla: Slétta er bæöi löng og ljót, leitun er á verri sveit, hver sem á henni festir fót fordæmingar byggir reit. Langanes er ljótur tangi, lygin er þar oft á gangi, margir bera fisk i fangi, en fæstir aö honum búa, samt vil ég til sveitar minnar snúa Kviöi ég fyrir aö koma i Fljót, kviöi ég fyrir Sléttuhliö, kviöi ég riöa kulda mót, kviöanleg er þessi tiö. Reykjadalur er sultarsveit, sest hann oft með fönnum. Ofaukiö er i þeim reit öllum góöum mönnum. Þaö kveöur hins vegar viö annan tón i þessum visum: Báröardalur er bezta sveit, þótt bæja sé langt á milli. Þegiö hef ég i þessum reit þyngstu magafylli. Mývatnssveit ég vænsta veit vera á noröurláði. Fólk er gott en fær þann vott aö fullt sé þaö af háöi. Meö þessari visu segjum við skiliö viö Látra-Björgu að sinni, en snúum okkur að botnakeppninni. Eftirtekjan varö heldur rýr eftir fyrripartinn um eldgosiö i Vestmannaeyjum, enda reyndist hann ekki bjóða upp á nógu marga möguleika. Viö birtum þvi aöeins örfá sýnishorn, enda sannarlega ekki um auðugan garö aö gresja. Fyrriparturinn var þannig: Illt er aö varast örlög grimm. Eldgos i Helgafelli. Surtaraskan svört og dimm sveipast um hús og velli. E.B.G., Seyðisfiröi. Röddin úr neöra dæmir dimm dóminn á Eyjavelli. Dómald Asmundsson. Eyjaþjóö viö eldél dimm er á hálu svelli. A.Þ. Óskum þau veröi ekki dimm og Eyjarnar haldi velli. Arni Johnsen iökar trimm, þótt eiturbrælan hrelli. Sólveig frá Niku. Hewqaeyjan hnipin, dimm halda mun þó velli. E.B.G., Seyöisfirði. Siðastnefndi höfúndurinn sendi okkur einnig sjálfstæöa stöku um sama efni, og er hún á þessa leiö: Surtur enn aö sunnan fór sveipaöur ógn og hrelli. Atján sungu I einum kór eldar i Helgafelli. Nú er sumariö aö koma og sitthvaö skemmtilegra viö aö vera en sitja heima I stofu og banga saman botnum. Viö ýtum þó úr vör nýjum fyrriparti, og auövitaö fjallar hann um heiörlkju hugans og hækkandi sól: Sól á himni hækka fer, heiörikt I minu sinni. Aö lokum sendir þátturinn unnendum sinum um land allt beztu kveöjur og ósk um gleðilegt sumar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.