Vikan

Issue

Vikan - 24.05.1973, Page 16

Vikan - 24.05.1973, Page 16
HANN LEK Á FIÐLU FYRIR FAGRAR KONUR Tangóinn Jalousie er leikinn einhvers staðar á jörðunni á hverri minútu sem liður. í þessari grein er sagt frá ævi Jakob Gade, sem samdi þetta vinsæla lag. Sextán ára að aldri var Jacob álitinn úrvals fiðiuleikari. Tveimur árum síöar stjórnaði hann hljómsveit I Sommerlyst. 1911 hóf hann að semja k vikmy ndatónlist, en það var ekki fyrr en á miöjum þriðja áratug þessarar aldar, sem hann samdi tangóinn fræga. Þetta hugljúfa en þó ástriðufulla lag varð til á þriöja áratug þessarar aldar. Þau ár hafa verið kölluð „hin glöðu”, enda þótt vandamálin, sem þá var glimt við, hafi sizt verið auðveldari viöfangs en þau, sem við ejgum i höggi viö nú. Þá var fólk dansglatt og vinsælasti dansinn var tangó. Það var þvi ekki að undra þótt hverju nýju lagi i tangótakti hafi verið tekið opnum örmum. Dægurlög þeirra tima urðu hverjum manni töm rétt eins og nú, þótt það tæki þau lengri tíma að verða fleyg lands- hornanna á milli. Kvöld nokkurt árið 1925 lék hljómsveitar- stjórinn I Paladsleikhúsinu í Kaupmanna- höfn lag, sem hann kallaði „Jalousie- tangóinn”. Þetta var Jacob Gade, sem þá var einn vinsælasti og eftirtektarverðasti tónlistarmaður i Kaupmannahöfn. Þó að lagið fengi ekki nema hæfilegt lof i blöðunum daginn eftir lærðist það auðveldlega og varð brátt á allra vörum. Þegar útvörp og grammófónar urðu algengari fékk lagið meiri útbreiðslu. Þaö var án afláts spilað á kaffihúsum, veitingahúsum óg á dans- leikjum. Við og við heyrðist það lika 1 út- sendingum erlendra útvarpsstöðva. Það varð geysivinsælt i siöari heimsstyrjöldinni og af skýrslum má sjá að enn er það leikið á hverri minútu sem liður einhvers staðar á jöröunni. Fá tónskáld geta stært sig af slíkum vin- sældum, jafnvel hvorki Bach né.BItlarnir. Jacob Gade hafði lengi fengizt viö aö sem ja tónlist, þegar hann varð þekktur fyrir þennan tangó. Valsarnir og önnur tónlist, sem hann samdi, eru að mestu gleymd, og komi það fyrir, að hún heyrist einhvers staðar, eru nánast engir, sem viö hana kannast. En þennan uppörfandi, tilfinningarika og áhrifa- mikla tangó þekkja allir, þvi að hann hefur verið leikinn hvarvetna við alls k'onar tækifæri siöan Jacob Gade kynnti hann fyrst. 1 dansskólum, á skólaböllum, I heimahúsum og á stórdansleikjum hefur verið dansaö eftir honum, og útvarpið hefur flutt hann rómantiskum hlustendum á sið- kvöldum, þegar ljósið frá viötækinu hefur verið eina skiman I herberginu. Yngri kynslóöin kann lika vel að meta þetta lag, hver svo sem.tónlistarsmekkur hennar kann annars aö vera. Danska skáldið Karl Bjarnhof, sem var vel þekktur fyrir ritstörf sln á fyrri hluta þessarar aldar, var náinn vinur Jacobs Gade. Gyldendalsforlagiö gaf nýlega út bók eftir hann, þar sem hann segir frá ævi tón- skáldsins. Skáldinu tekst með afbrigöum vel að lýsa Gade og þvl umhverfi, sem hann lifði og hrærðist I. Það er gaman að velta þvi fyrir sér, hvernig á þvi stóð, að þessum ágæta fiðlu- leikara, sem samdi ógrynni af lltt góðri tónlist, tókst að setja saman eitt lag af stakri snilld. Bjarnhof segir Gade hafa kynnzt afbrýðisemi náiö. Kona tók inn eitur vegna hans og mikil vinkona hans myrti eiginmann sinn I afbrýðiskasti. Kvöld eitt las hann frétt um afbrýðismorö i dagblaði og hann settist niöur og skrifaöi „Jalousietangóinn” fyrir- hafnarlaust á nótnablöðin. Samt lýsa tónar tangósins mannlegum kenndum á fágaðan hátt. Jacob Thune Gade fæddist i Vejle I nóvembermánuði 1879. Faðir hans var tónlistarmaður. Við hátiðleg tækifæri stjórnaöi hann lltilli hljómsveit I bænum og hann sá um heimsóknir tónlistarfólks til Vejle. En hann sá fyrir fjölskyldunni með rekstri hljóðfæraverzlunar. Börnin héldu sig mikið I búðinni. Þar æfðu þau sig að leika á fiölu, pianó og trompett. Þau gættu þess þó vel aö þurrka vandlega af munnstykkjum og nótum, þvi að hljóðfærin urðu að seljast, Jacob og Anna systir hans lærðu að leika á hljóðfæri i búðinni án þess að fá nokkra kennslu. Faðir þeirra var strangur og agaði bæöi börn sin og konu mynduglega. Hann sá brátt að unnt var að fá greidda peninga fyrir spilverk þeirra Jacobs og önnu. Hann kenndi þeim þá litils háttar sjálfur, en ekki meira en var hæfilegt að þau kynnu til þess aö þau gætu leikiö með honum á dansleikjum og annars staöar þar sem músik þótti viðeigandi. Jacob lék á fiðluna og Anna á pianóiö. Jacob hreifst af þessu starfi. Reykelsisanganinn og tóbaksreykurinn lét vel I vitum hans og púnsið og ölið rann ljúf- lega niður. Honum var lagið að skapa stemningu, þar sem hann spilaöi og var I essinu sinu, þegar hann gat sýnt erfið grip á fiölunni og látiö hana gefa frá sér ljúfsára tóna, sem hrifu áheyrendur. Hann geröi sér einnig grein fyrir þvi að ef hann ætlaði sér að verða eitthvað yrði hann að æfa, læra meira og siðast en ekki sizt komast burtu frá Vejle og tónlistarsmekk föður sins. Hann var ekki seinn á sér að elta önnu systur sina til Kaupmannahafnar, þegar hún hafði hleypt heimdraganum, Þaö tók hann nokkurn tima að spara saman þær hundrað krónur, sem hann áleit að hann yrði að hafa til þess aö byrja með. Freistingarnar voru margar og allar kostuðu peninga. Jacob 16 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.