Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 15
Kvenréttindakonur i Kaupmannahöfn voru búnar að leita lengi að húsnæði. Þær fundu hús við Abenra, þar sem enginn bjó. Eftir miklar deilur við yfirvöld, hafa þær nú umráðarétt yfir þvi. í húsinu er bæði aðstaða til langdvalar og herbergi til næturgistingar. Karlmenn eru lika velkomnir i kaffistofuna og úthlutunar- stofuna, en i aðra hluta hússins mega þeir ekki koma. — Er það rétt að hér sé hægt að fá gistingu, spurðu tvær miðaldra konur. — Já, var svarað. Viljið þið þiggja kaffisopa á meðan ég leita að tveim lausum rúmum? Konurnar höfðu verið allan daginn i Kaupmannahöfn, en ekki unnizt timi til að ljúka erindum sinum og áttu of langt heim til þess að geta farið tvær ferðir. Þær höfðu ekki ráð á þvi að búa á gistihúsi, en höfðu fregnað að i kvennahúsinu fengju allar konur gistingu, sér að kostnaðarlausu. Kvennahúsið stendur við Abenra i Kaupmannahöfn. Rauðsokkahreyfingin danska hefur yfirráð yfir húsinu, sem er i eigu menntamálaráðuneytisins. Þar hefur hreyfingin haft aðsetur siðan hún hertók húsið árið 1971. Rauðsokkarnir höfðu lengi haft augastað á eigin húsi, þar sem konur, sem eiga við félagsleg vandamál að Striða gætu komið. En það var hægara sagt en gert að finna hús. Þau sem voru til leigu voru of dýr i rekstri. Þær ákváðu að flytja i hús, sem stæði autt, hvort sem það blessaðist eða ekki. llúsið hertekið. Eftir að þær höfðu valið húsið fóru nokkrar þeirra á stúfana undir þvi yfirskyni, að þær ætluðu að leigja eina ibúðina. Við skoðun hússins komust þær að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki i verra ásigkomulagi en það, að þær gætu sjálfar gert við það. Undirbúningurinn fór fram i kyrrþey og flokkavinnu. Einn hópurinn útvegaði málningu, annar verkfæri o.s.frv. Einn hópurinn hafði það verkefni að tala við lögregluna og aðra, sem kynnu að blanda sér i málið. A tilsettum degi söfnuðust hóparnir saman. Taka hússins gekk fljótt fyrir sig. Nokkrarr kvennanna klifruðu inn um gluggann og opnuðu fyrir hinum. Siðan hófust þær handa við að gera húsið Ibúðarhæft. Lokað fyrir rafmagnið. Klukkan tvö var barið að dyrum. Lögreglumaður i einkennisbúnjngi spurði, hvort þær hefðu hertekið húsið. Konurnar kváðu já við þvi. Þá skaut upp kollinum manni, sem kynnti sig sem prófessor Glahn frá tónlistarsögusafninu. Hann kvaðst vona, að safnið fengi að flytja i húsið smám saman, en það væru framtiðaráætlanir og að hann færi ekki fram á neinar að- gerðir af hálfu lögreglunnar til þess að fá húsið rýmt. Um kvöldið buðu nágrannarnir þær velkomnar. Þær gátu andað léttara. Aðgerðin hafði heppnast. Daginn eftir hófst viðgerðin. Hún gekk heldur hægt i fyrstu, þvi að flestar kvennanna voru óvanar að meðhöndla verkfæri, en þær komust fljótt upp á lag með það. Þegar þeim hafði loks tekizt að draga rafmagnsleiðslurnar i rörin, komu menn frá rafveitunni og lokuðu fyrir rafmagnið. Bjartsýni i upphafi. I fyrstu gerðist það nokkrum sinnum, að drukknir karlmenn brutust inn i húsið og ein stúlka var slegin i rot, þegar hún reyndi að koma slikum gesti út. En það hefúr breytzt. Nú koma karl- mennirnir til þess að lita við á bókasafninu, eða til þess að gefa fatnað. Aætlanir kvennanna um félags- lega aðstoð hafa lika heppnazt að mestu leyti. Nokkrar þeirra hug- mynda, sem þær höfðu þegar þær „fluttu”, hefur verið erfitt að hrinda i framkvæmd. Kannske voru þær of bjartsýnar i upphafi, en þeim hefur lærzt að lita raunsætt á málin og hægt og bitandi tekst þeim að vinna bug á hverju vandamálinu á fætur öðru. Margs konar starfsemi fer nú fram i húsinu. Allar hugmyndir þar að lútandi eru ræddar. Hver og einn getur af sjálfsdáðum boðað til fundar og þeir sem áhuga hafa geta komið. Enginn formlegur leiðtogi er i kvenna- húsinu og engin stjórn. Ekki heldur neinir fastir meðlimir. Kvennahúsið er til vegna rauðsokkahreyfingarinnar og handa konum almennt. 1 hluta hússins búa tiu rauð- sokkur að staðaldri. Þær hafa svefnherbergi út af fyrir sig og stóra sameiginlega setustofú. Þærskiptastá um að matreiða og þrífa. Þann tima sem þær' hafa umfram nota þær til starfa fyrir hreyfinguna. Auk kvennanna býr köttur og tveir kettlingar i komm- únunni. Konurnar segjast skipta öllu með sér, bæði áhyggjum og gleði. Ef einhver þeirra á við vandamál að striða, hjálpa hinar henni við að finna lausn á þvi. Þær hlusta hver á aðra og taka fullt tillit hver til annarrar. ókeypis barnagæzla. Annar hluti hússins er nýttur fyrir borðstofu, bókasafn og „fataúthlutunarstofu”. A hverju mánudagskvöldi eru málfundir um efni, sem lúta að stöðu konunnar i samfélaginu. 011 kvöld er ókeypis barnagæzla fyrir þær konur, sem vilja bæta við menntun sina á kvöldnámskeiðum, eða þurfa af öðrum orsökum á barnagæzlu að halda. Siðan kvennahúsið hóf starf- semi sina hefur aldur þeirra kvenna sem leita þangað hækkað. Upphaflega voru þar einkum námskonur á aldrinum 20-25 ára. Fjöldi kvenna á aldrinum 30-40 ára, sem aðstoðar leita, eykst stööugt. Hins vegar er mjög fá- titt, að þangað komi konur undir 18 ára aldri. Nokkrar koma til þess að leita sér upplýsinga um fóstur- eyðingar. I Danmörku verður að biða svars i mánuð til sex vikur, ef fóstureyðingar er óskað. Þá getur verið orðið of seint að fram- kvæma aðgerðina. Aðrar barns- hafandi konur, sem vilja eignast barnið spyrja ráða varðandi það hvort þær eigi að gefa upp nafn föðurins og hvort þær eigi rétt á framfærslustyrk, ef þær geri það ekki. Sumar leita ráðlegginga um, hvernig þær eigi að breyta stöðu sinni á heimilinu og aðrar einungis til þess að spjalla við einhvern. Það er alltaf einhver i kvenna- húsinu, sem kann svar við spurningunum, eða getur að minnsta kosti visað á einhvern, sem veitt getur svar. Konurnar læra af reynslu hver annarrar. Þarfir kvennahússins. Fjármálin hafa lengi verið áhyggjuefni, en nú hafa konurnar fengið styrk að upphæð 6000 danskar krónur. Peningárnir hafa enzt til fleiri hluta en konurnar þorðu að gera sér vonir um. Þéttilista á gluggana til þess að halda kuldanum úti, rafmagnshitunartæki, teppi á barnagæzluherbergi og setustofu, málningu, verkfæri, barnastóla Framhald á bls. 38 21. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.