Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 36

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 36
félaginu meö fullri vinnu annars staöar. — Sums staöar hefur veriö reynt aö flytja leiklistina út úr leikhúsunum. Helduröu aö þaö geti veriö spor I rétta átt? — Þaö hefur nú veriö gert hérna lika. Bæöi Þjóöleikhúsiö og Leik- félag Reýkjavikur hafa fariö meö sýningar I skólana og út um landsbyggöina. En þaö er oft svo vont veöur hér hjá okkur, aö ég veit ekki hvort viö getum leikið undir berum himni. — Þú söngst mikið I „Jörundi” og meö „Þremur á palli” eftir þaö. Getur það ekki spillt fyrir leikkonu að fara aö gerast söng- kona lika? — Ja, ég veit ekki. Kannske hættir fólk aö taka mann alvarlega sem leikkonu. En ég heföi ekki viljaö missa þetta tækifæri, mér fannst þaö dýrmæt reynsla og ég læröi mikiö á þvl. — Hefuröu veriö eitthvaö viö söngnám? — Já, ég fór I söngtlma til Engel Lund eftir aö ég byrjaöi leik- listarnámið. Hún er alveg sér- staklega góöur kennari fyrir leik- ara, þvl aö hún leggur mikiö upp úr skýrri framsögn og afslöppun i tali ekki slður en I söng. Ég er búin að vera hjá henni I sex ár og hún hefur hjálpað mér óskaplega mikiö. — Þú tókst þátt I gerö plötunnar meö Sóleyjarkvæöi. Gæti ekki veriö snjallt að taka fleiri slik verk fyrir og vinna eitthvað svipaö úr þeim og þar var gert? — Auövitaö væri þaö bæöi skemmtilegt og gagnlegt, samanber það að áður en viö fórum að glíma viö Sóleyjarkvæöi var það kannske sú af ljóöa- bókum Jóhannesar, sem fæstum var kunn. Sóleyjarkvæði er aö vísu sérstaklega heppilegt verk aö þvi leyti, aö söguþráðurinn i þvi er mjög leikrænn og áhrifa- mikill, en vitanlega er hægt að fara fleiri leiöir viö að vinna úr svona efni. Til dæmis var sýning Leiksmiöjunnar á „Frisir kalla” byggð á gömlu kvæöi sem heitir „Skipakoma”. Við notuöum sögu- þráöinn I kvæðinu og spunnum i kringum hann. Nú, svo var barnaleikrit Litla Leikfélagsins „Einu sinni á Jólanótt” unnið út frá jólaþulum Jóhannesar úr Kötlum. Ég var reyndar ekki meö Iþeirri sýningu, en hef hins vegar sett hana á svið I örlitiö breyttri mynd með nemendum I Gagnfræðaskóla Garðahrepps. Ég hef kennt þar I nokkur ár og haft bæöi gagn og gaman af þvi aö vinna meö krökkunum. — Hefur þér komiö til hugar að fara út i kvikmyndaleik? — Þaö væri vissulega gaman, en það er svo lítið um kvikmynda- gerö hérna heima ennþá, en sjálf- sagt er það bara spurning um tlma, hvenær við förum að gera myndir, þvi að það eru þó nokkuð margir, sem eru bæöi aö mennta sig I þvi að gera kvikmyndir og skrifa handrit og nokkrir hafa þegar lokið námi i þessum greinum. — Er réttlætanlegt að fjármagna alvarlegar tilraunir til kvikmyndagerðar meö fram- leiöslu klámmynda eða svo kallaðra djarfra mynda? — Ég held að viö Islendingar höfum ekki mikinn áhuga á sllku. Þetta er ekkert feimnismál hjá okkur, bara sjálfsagt og eðlilegt. Lausaleiksbörn eru út um allar trissur og hafa alltaf verið. Auk þess finnst mér ekki réttlætanlegt aö gera léleg eöa vond verk, hvort sem þaö eru klámmyndir eöa eitthvaö annaö. Þessi orö Eddu ættum viö aö festa okkur i minni, þvi aö flest getum viö lært nokkuö af þeim. Viö þökkum henni spjalliö og hlökkum til aö sjá hana gllma viö Sally og aörar þær konur leik- bókmenntanna, sem framtlöin felur henni i hendur. HANNLÉK A FIÐLU FYRIR FAGRAR KQNUR Framhald af bls. Í7. sýndar voru i Paladsleikhúsinu. Hann stjórnaði lika hljómsveit, sem lék I hinu glæsilega Bristol- veitingahúsi, þar sem margt frægasta fólk heimsins kom til aö skemmta sér og dást að fiöluleik hans. Kæmi hann auga á fallega konu i salnum, gekk hann til hennar með fiöluna og lék fyrir hana eina. Fyrir þetta fékk hann margan peningaseöilinn og þetta aflaöi honum líka nýrra vin- kvenna. Það var spennandi fyrir laglegar konur aö vita hverja Gade myndi velja, þegar kampa- víniö færi að hrifa og ljósin yrðu deyfð. Jacob var yfir sig hrifinn af glansinum, 1 jósadýrðinni, skemmtununum, ilminum, sem lá I loftinu og öllu því iöandi lifi sem hann varð vitni aö i starfi sinu. Hann varð svo háður þvi, að elli hans varð leiðinleg og einmanaleg. Hann gat ekki séð á bak lystisemdum þessa heims, skemmtunum og fögrum konum. Þrátt fyrir alla auðlegðina, sem „Jalousietangóinn” færöi honum á efri árum, átti hann erfitt með aö deila nokkru meö öðrum. Hann var þó samkvæmismaður og naut sin I veizlum væri hann i þannig skapi. Sagan af Jacob Gade er sagan af tónlistarmanninum, sem hefði getað orðið fiðlusnillingur, hefði hann fengið næga skólun á réttum tlma. En hann krafðist of mikils af veraldargæöum, og sá sem velur breiða veginn er fljótari á leiöinni upp en hinn, sem berst áfram fet fyrir fet. Það eru þó einungis þeir, sem feta sig áfram eftir þeim hinum þrönga veginum, sem ná tindinum og halda honum. PICASSO Framhald af bls. 28. Pablo Ruiz y Picasso fæddist á Spáni 25. október árið 1881 og varö þvi rúmlega 91 árs. Faðir hans var listmálari og veitti syni slnum, sem var bráðþroska undrabarn, fyrstu tilsögn i listinni. Picasso sótti listaskóla i Barcelona og Madrid, en hélt 19 ára gamall til Parisar og bjó þar lengstaf. List Picasso er umfangsmeiri en svo, aö henni veröi gerö skil á þessum vettvangi. Enginn málari hefur haft slík áhrif á myndlist nútímans sem hann. Afköstin ein vekja furðu. Aætlað er, aö til séu eftirhann rösklega 15.000 verk, og eru þá smáverk ýmiss konar ekki meötalin. 36 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.