Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 4
Ef bi crt aö: BYGGJA. BBEYTA EBA BÆTA bá litti við í Ulaveri. kví M hsfir ávant traraai sio — LITAVER Símar 32262 - 30280 og 30480 Grnisásveoi 22 - 24 PÓSTURINN Snyrting og hjúkrun Kæri Póstur! Við erum hér tvær, sem langar til að þakka þér allt gamalt og gott, sem í Vikunni er. En á okkur hafa legið þung íhugunar- efni, og langar okkur að biðja þig að gefa okkur fullnægjandi svör. Hér kemur romsan: 1. Hvað tekur langan tíma að læra andlitssnyrtingu? 2. Hvaða menntun þarf maður að hafa? 3. Hvaða skóla þarf að ganga í? 4. Hvaða einkunnir þarf upp úr IV bekk til þess að komast í þann V? 5. Hvað tekur langan tíma að læra hjúkrun? 6. Hvert á að snúa sér til að fó upplýsingar um þetta? 7. Er ekki heimavist við þennan skóla? Og að síðustu: Hvernig fara eft- irfarandi stjörnumerki saman?: Hrúturinn (stúlka) og Ijónið (piltur), bogmaður (stúlka) og tvíburar (piltur). Hvað lestu úr skrift okkar? Með fyrirfram þökk. X & Z. 1., 2. og 3. Snyrting hefur verið og er kennd eingöngu á snyrti- stofum, en samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem okkur tókst a8 afla okkur, er mjög erfitt um þessar mundir a8 komast að sem nemi ó neinni þeirra snyrti- stofa, sem Félag íslenzkra snyrtisérfræðinga viðurkennir. Tímalengd námsins er eitthvað á annaS ár, og undirbúnings- menntun hefur ekki þurft aðra en skyldunámið. En ykkur er bezt að leita ykkur nákvæmari upplýsinga hjá Félagi íslenzkra snyrtisérfræðinga eða einhverri þeirra stofa, sem félagið viður- kennir. 4. Það þarf aðaleinkunnina 6 og meðaleinkunnina 6 í sam- ræmdu fögunum á gangfræða- prófi, þ. e. í íslenzku I og II og ensku, dönsku og stærðfræði. 5. Hjúkrunarnóm tekur 3 ár. 6. Til Hjúkrunarskóla íslands, Eiriksgötu 34, Reykjavík. 7. Jú. Hrútur og Ijón eiga vel saman, sömuleiðis bogmaður og tví- burar. Skrift bréfritara lýsir svo- litlu óstöðuglyndi, en góðvilja og kímnigófu einnig, hin rit- höndin gefur til kynna smó- munasemi og gott skaplyndi. „Hættulegustu gæjarnir" Kæri Póstur! Ég sé, að alls konar fólk leitar til þín með vandamál sín og fær greinargóð svör. Ég vona, að þú sjáir þér fært að ráða fram úr mínu líka. Þannig er mól með vexti, að ég fór ó ball um daginn og hitti þar strók, sem ég hef lengi kannazt við og verið mólkunnug sl. tvö ór. Hann er 22—23 ára, en ég er 18 óra. Við vorum saman þetta kvöld, en ég hef ekkert hitt hann síðan og hef reyndar lít- inn sem engan áhuga ó kauða, því hann er trúlofaður og á barn. En nú er svo komið, að ég dauðskammast mín fyrir að hafa komið nálægt drengnum, en ég veit, að honum finnst þetta allt í lagi. Mér finnst þetta mér að kenna og að ég hefði átt að vita, að þetta mundi koma fyrir, en það er víst alltaf hægt að sjó eftir hlutunum eftir á. En kæri Póstur, það er svo auvirðilegt að vera með giftum eða trúlof- uðum strákum, þó þeir hafi ekk- ert á móti því. Þetta eru allt strákagrey, sem hafa óvart lent í því að barna stelpur og síðan þurft að giftast þeim. Þetta mundi ég segja, að væru hættu- legustu gæjarnir, hvað segið þið um það? (Ath. mér datt ekki í hug að sofa hjá stráknum, þó svo hann færi fram á það, ein- göngu hinnar vegna). Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Virðingarfyllst. Kata. Ef Pósturinn kann yfirleitt að iesa út úr bréfum það, sem fólk meinar, þá er augljóst, að þú hefur meiri áhuga á stráknum en þú vilt viðurkenna fyrir sjálfri þér eða öðrum, og það er það, sem er vandamálið. En þú skalt bara reyna að gleyma þessu, það er búið og gert, og fyrst þér finnst auvirðilegt að vera með giftum eða trúlofuðum strákum (sem Pósturinn er þér 4 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.