Vikan

Tölublað

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 24.05.1973, Blaðsíða 6
 SIÐAN SÍÐAST MISSKILINN EIGINMAÐUR Þessi simpansi starfar við það að stytta einmana stúlkum stundirnar á bar ein- um í New York. Það er áhættulaust fyrir stúlkurnar að trúa honum fyrir einkamálum sínum, því að hann fleipr- ar ekki með neitt. Hann kvað líka vera mjög skilningsríkur, enda á hann sjálfur við erfiðleika að stríða. Hann kvartar nefnilega undan því að konan sín skilji sig ekki. YNGDAR UPP f PRAG Það er fleira en milt Moldárloftið og töfrar hinnar gullnu borgar eins og Prag er stundum kölluð, sem dregur vesturlandabúa þangað. Margar ríkar, miðaldra vesturlandakonur og menn leggja nú leið sína þangað til þess að fá meðhöndlun á fegrunarstofnun borg- arinnar þar sem að minnsta kosti ein Ameríkufrú er yngd upp með skurð- aðgerð daglega. Forstöðumaður stofn- unarinnar, dr. Karel Fahoun dáist að hugrekki kvennanna, sem hann segir fara í ókunnugt land, þar sem þær skilja ekki málið með þeim ásetningi að gangast undir erfiða skurðaðgerð. „Þetta gera þær fegurðarinnar vegna,“ segir dr. Fahoun og brosir við . . . HARÐSTJORN I UGANDA „Hver sem er á móti mér, verður tek- inn af lífi.“ Þetta er aðaleinkenni stjórnarstefnu Idi Amins forseta Ug- anda, sem tók völdin í sínar hendur fyrir rúmum tveimur árum. Hann hef- ur unnið kerfisbundið að því að út- rýma þeim, sem hann telur andstæð- inga sína. 17 ráðherrar og 30 æðri em- bættismenn hafa verið myrtir í þess- um hreinsunum. Ekki virðist Idi Am- in, eða „Stóri Pabbi“ eins og hann kallar sig, þó standa sjálfur i skítverk- unum, ef marka má þessar myndir. VERKFALL flugumferðarstjóra í Frakklandi á dögunum olli mörgum slysum, þrátt fyrir það að starfsmenn hersins hafi gert sitt bezta til þess að stjórna flug- umferðinni. Meðal óhappa sem urðu var árekstur þessara tveggja spænsku véla. Brak annarrar dreifðist um margra ferkílómetra svæði, en flug- stjóra hinnar vélarinnar tókst að lenda slysalaust í borginni Cognac. H U N DAKAPPAKSTU R Ben Húr og rómverski hestavagna- kappaksturinn er fyrirmyndin að nýrri íþróttagrein í Suður-Kaliforníu. f stað hesta beita menn nú hundum fyrir vagnana. Það er vitaskuld smekksat- riði, en ólíkt taka hestarnir hans Charles Hestons í kvikmyndinni um Ben Húr sig betur út en hundarnir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.