Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 4
HdavÉlar ^ ..li 7 gerðir — 3 litir * Norskar úrvalseldavélar viö allra hæfi. frá rúmum 22.000,- Góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & Co. HF. Bergstaðastræti 10A sími 16995 Dosturinn Vill efla og þroska trúarlifið Kæri póstur! Ég vona, að þú viljir svara mér og llka, að þú getir gefiö mér ráð. Ég hef mjög mikinn áhuga á að komast i samband við trúað fölk, sem mundi vilja koma saman til að lesa i bibliunni og efla og þroska trúarlifiö. Ég þekki ekkert sllkt fólk, og ég held að þýði ekk- ert fyrir mig að tala við prestana. Þeir segja manni bara að koma I kirkju á sunnudögum, en maður er jafn einn þar. Ég vil heldur ekki ganga I sértrúarflokk. Get- urðu, Póstur góöur, gefið mér ráö. Meö beztu kveðju, Sigurbjörg Þvl miður þekki ég nú heldur ekki neitt fólk, sem mundi vilja koma saman til að lesa I bibliunni og efla og þroska trúarlifið, en það hlýtur þó að vera til. Hvernig væri bara að auglýsa eftir sllku fólki? Ég sé ekki annað betra ráð, úr þvi þú ert hvorki á þvl að tala við presta eða ganga I sértrúar- flokk. óðum að spillast Góðan daginn! Við erum nokkur hérna norður i landi, sem erum að spillast af þvi að lesa þetta sorprit. Viö höfum reynt að skrifa þrisvar áður, en það hefur ekki birzt. Okkar ’andamál eru mörg: 1. Við höíum séð kind bera, og okkur sýndist lambið koma út um endaþarminn, bera konur svo- leiðis lika? 2. Hvaö er notað til getnaðar- varna? 4. Eru það samfarir, þegar maður og kona nudda nöflunum saman? 5. Búa Magnús og Jóhann á Kópavogshæli? 6. Hvað er Ragnar Bjarnason gamall? 7. Hefur Donny Osmond bringu- hár? 8. Er Cat Stevens með perma- nent eða er hárið á honum svona krulíað? 9 Af hverju er Vikan svona dýr? Bráöum veröur ekkert nema kápan á 300 kr. Við erum búin að vera áskrif- endur I 7 ársfjóröunga, þökkum það læsilega. Margrét Hallgrimsdóttir Bjarni Hallgrimsson Sólveig Hallgrímsdóttir Gunnar Pálmason Fullunnin i lita urvali með áferð sem þolir bæði högg og rispur. HARÐVIÐARSALAN Grensásvegi 5 — P.O.BOX 1085 Stmar 85005 - 85006 . Svar til „kjötbollu" (Æ.æ. þetta er ljóta dulnefniö!) Þú hefur greinilega bundizt alltof ung, og þér finnst þú svikin, finnst þú fara á mis við eitthvaö. Ekki bætir framkoma manns þins úr skák, afbrýðisemi og vantraust erú afleitir fyigifiskar I hjóna- bandi og eiga ekkert skylt viö ást. Hins vegar hef ég enga trú á, að B sé þér annaö en tilbreyting frá hversdagsieikanum, draumur að gæla við, af þvl raunveruleikinn er ekki nógu skemmtilegur. En það er siðferöileg skylda þin að gera virkilega heiðarlega tilraun til þess að láta þetta hjónaband blessast, og og um það verðið þið hjónin að vera samhent. Hann verður að gera sér Ijóst, að hjóna- band hefur ekki I för með sér eignarrétt maka hvors á öðrum, og ekkert hjónaband verður gott, nema það byggist á gagnkvæmri virðingu og trausti. Og eitt enn, þetta er ykkar mál. en ekki mömmu þinnar eða ömmu né nokkurs annars — nem^auövitað sonar ykkar, börnum er aldrei hollt að alast upp hjá strlðandi foreldrum. Ljón veröur að leggja talsvert á sig, ef sambúð þess við vatnsbera á að blessast og þaö gelur einnig orkað tvfmælis, hvort tvlburi sá sá rétti. 1. Missýning. Það er annað op þarna I grenndinni, og ef þiö skylduð ekki hafa frétt, hvaða hlutverki það gegnir, þá verðið ykkur snarlega úti um fræðslu. Draumalanda. 1 2. Þið virðist nú ekki þurfa á 3. Þarna viröist fundin hin fullkomna aöferö til takmörkunar barnetgna. Þið ættuö aö koma hugmyndinni á framfæri við Indiru Gandhi. En þar sem vér islendingar höfum frekar áhyggj- ur af fólksfæð en mergð, ættuð þið að verða ykkur úti um góða fræöslubók um kynferðismál. 5. Ekki útilokað, þetta eru ekki svo óalgeng nöfn. 6. Alla vega aðeins eldri en Donny Osmond. 7. Þvi miöur, en það stendur kannski til bóta, mérær sagt hann sé aðeins 12 ára. 8. Hann bað mig að þegja um það 9. Hún er alls ekki dýr. Þið verðið að taka með I reikninginn, hvað hún er innihaldsrik. Það liggur við, að þið fáið hana gefins. E.s. Vonandi hafa þessi svör svalaö fróðleiksfýsn ykkar og dregið aðeins úr spillingará- hrifum blaðsins. 4 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.