Vikan - 22.11.1973, Page 10
KONUR
DRAGA ÚR
SPENNUNNI
í könnun dagblaðsins Visis á vinsældum
jólabókanna í fyrra kom i ljós að Nóbels-
skáldið okkar á sér harðan keppinaut,
þar sem er Alistair MacLean. Bók Lax-
ness „Guðgjafaþula” naut mestrar hylli.
Hún var gefin út i 8000 eintökum og seld-
ist i rúmum 7000, en „Bjamarey” Mac-
Leans fylgdi fast á eftir, þvi að af henni
seldust hátt á sjöunda þúsund eintök.
MacLean var á ferð i Stokkhólmi ný-
lega, þar sem hann á sér marga aðdá-
endur eins og alls staðar annars staðar i
heiminum, og þá átti sænskur blaðamað-
ur eftirfarandi viðtal við hann.
MacLean stóö i hliöinu þennan
hlýja og fallega siösumardag.
Smávaxinn, vel til fara, háriö
tekiö litiö eitt aö grána. Vel snyrt
yfirskeggiö og gleraugun geröu
þaö aö verkum aö hann leit út eins
og imynd brezks kennara, þó aö i
vegabréfinu hans stæöi aö hann
væri rithöfundur.
Þannig heföi Alistair MacLean,
mest seldur allra metsölu-
höfunda, sjáifur lýst atburöinum.
Kaupiö bók MacLeans. Flettiö
upp á fyrstu siöunni og lesiö hana.
Þiö standiö þegar mitt i atburöa-
rásinni. Þiö getiöekki slitiö ykkur
upp frá þessari nýju bók Mac-
Leans.
Konur gera ekki annað
en stöðva atburðarásina.
Miölungs bók, segja gagnrýn-
endur, sem þýðir aö lesandinn
heldur niðri I sér andanum viö
lesturinn. Spennan bætist viö
spennu, örlagasaga viö örlaga-
sögu, ævintýri á ævintyri ofan.
Netiö þéttist stööugt meö si-
vaxandi hraöa. Þannig bækur
seljast.
Þær seljast, þó að ekki finnist
þar klám, en klámið hefur oft sett
svip sinn á metsölubækur.
— Ég skrifa aldrei um kynlif,
segir MacLean. Konur gera ekki
annað en stööva atburöarásina.
Þær hindra mig I aö auka
spennuna i bókinni. Og spennan
er þaö eina, sem ég sækist eftir aö
ná fram. Og úr þessu efni hafa
menn gert stórmyndir. Svo mega
gagnrýnendur segja hvaö sem
þeir vilja.
— Þegar gagnrýnendur Times
fara lofsamlegum oröum um
bækurnar minar, hætti ég sam-
stundis aö skrifa, hefur MacLean
sagt.
Hvernig hann ætlar aö fara aö
þvi aö vita þaö, þegar þar aö
kemur, er önnur saga. Þvi aö
hann neitar þvi eindregiö að hann
lesi nokkurn tima umsagnir um
bækur sinar i blööunum.
— Á meðan bækurnar minar
seljast, les ég enga gagn-
rýni,staðhæfir hann, og það hef ég
ekki gert siðan Glasgow Herald
birti umsögn um fyrstu bókina
mina. Hugsiö ykkur, öll forsiöa
blaösins var þakin mynd af bók-
inni og fyrir ofan myndina stóö:
Brennið þessa bók.
Slikt og þvilikt fer ekki vel meö
morgunmatnum, aö minnsta
kosti ekki ef maður þarf að búa i
Glasgow.
Við nálgumst hvort annaö hægt.
Hitchock heföi getaö sett þetta á
sviö. Staöurinn er Skokloster.
Timi rétt fyrir hádegisverö. Aöal-
persónan, bliöleg, kurteis og var-
kár, svarar öllum spurningum
þolinmóð og horfir á mig yfir
gleraugun. Ég á tal viö höfund
sautján hörkuspennandi ævin-
týrabóka.
— Hr. MacLean, já, ber ég
nefnið þitt rétt fram? A aö segja
MacLin eöa MacLein??
— Ég segi MacLein, segir hann
vingjarnlega, en þáö skiptir engu
máli, bara ef þiö kaupiö
bækurnar minar.
— Hvernig litur lesandinn, sem
skrifar fyrir, út?
— Ég skrifa fyrir þá, sem hafa
efni á aö kaupa bækurnar minar.
— En það þýöir, aö þér þykir
ekkert variö i þaö, aö skrifa.
— Ég skrifa bara, af þvi aö þaö
róar mig aö finna efniö og til þess
aö fá ritlaunin.
Hann fæddist i Glasgow, eins og
áöur er sagt. Faöir hans var
prestur. Sjálfur fór hann i sjóher-
inn átján ára aö aldri. Seinna var
hann á tundurspilli. Þar skaut
hann einu siiini, en missti marks.
Þegar striöinu lauk, stundaöi
hann háskólanám i sögu og bók
menntasögu og geröist kennari aö
námi loknu. En veskiö var tómt,
svo aö þegar The Glasgow Herald
hét hundrað pundum fyrir verö-
launasögu, geröi MacLean til-
raun og sjálfum sér til mikillar
furöu vann hann fyrstu verðlaun.
En metsöluhöfundinum
þykir ekkert varið í að
skrifa.
Verölaunasaga The Glasgow
Herald leiddi þaö af sér, aö útgef-
endur sóttust eftir þvi aö fá skáld-
sögu eftir hann til útgáfu. Hann
fór að skrifa á kvöldin, þegar
hann kom heim frá kennslunni.
Arangúrinn varö „Skip hans
hátignar Odysseifur”, sem kom
út I september 1955.
Og um jólaleytið þaö ár, haföi
bókin selzt I 250 000 eintökum.
Þetta var óvænt, nýtt og árangur-
inn ótrúlegur. Bók kom á eftir
10 VIKAN 47. TBL.