Vikan

Issue

Vikan - 22.11.1973, Page 15

Vikan - 22.11.1973, Page 15
FJÖLSKYLDUMYND Mynd þessi er tekin af Margrétu drottn- ingu og fjölskyldu hennar og tengdafólki i Suður-Frakklandi nokkrum dögum eftir aö hún heimsótti okkur i sumar. Yst til vinstri situr tengdamamman, Monpezat greifafrú, bak við hana er sonur hennar. Baptiste, og við hlið hennar eru tveir synir hans. Þá kemur Henrik prins og Margrét kona hans með synina tvo, Joa- chim og Friðrik. Standandi við hlið Hen- riks er mágkona hans og faðir hans, Laborde de Monpezat, situr yst til hægri. BLESSUÐ BÖRNIN! Af þvi við erumað tala um brúðkaup er ekki úr vegi að minnast á eitt sem haldið var 1 London fyrir skömmu. 18 ára sonur einhvers riks italsks greifa, aö nafni Vittorio Massimo giftist 17 ára stúlku, sem er dóttir Ivan Foxwell kvikmynda- framleiöanda, ef einhver hefur heyrt hans getið. Hér á myndinni er brúöarparið, Atalanta Fo.xwell og Stefano Massimo með móður brúðgumans Dawn Adams, og öll eru þau sæl á svip. Reyndar gæti þetta brúðkaup oröiö Stefano dýrt spaug, þvi pabbi hans, Vittorio, hefur hótað þvi að gera strákinn arflausan, vegna þess að hann sé of ungur til að festa ráö sitt. Þess vegna gæti Stefano tapað 800 milljónum króna. SKO KERLINGUNA! Söngkonan Jósefina Baker er sögð i giftingarhugleiöingum. Reyndar hefur þaö hvergi komið fram hverjum hún ætli að giftast, en sjálf segir hún, að hún sé gift öllum heiminum og sé harðánægð með það. Hún var i Kaupmannahöfn um daginn, þar sem hún ætlaöi að skemmta á Dyrehavsbakken, en af þvi varö ekki, þar sem hún fékk heilahristing við byltu og varð að leggjast inn á sjúkrahús. Henni var boðiö af Goldu Meir til Israels til aö halda upp á 25 ára afmæli Israelsrikis. Hér á myndinni er hún meö syni Israelska sendiherrans I Danmörku.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.