Vikan

Issue

Vikan - 22.11.1973, Page 25

Vikan - 22.11.1973, Page 25
.... HHHMl verfiur líka að ga>ta. af) bvrja ekki ab kenna þeim of ungum. Sé þaö gert, má búast viö þvi að þeir gef- ist upp og geri jafnvel hálfgerða uppreisn. Ég byrja að umgangast hvolpana að ráði, þegar þeir eru þriggja vikna gamlir. Þá byrja að skapast tengsl þeirra við mann- inn. Tveggja mánaða fara flestir hvolparnir frá mér til nýrra eig- enda. en raunveruleg kennsla þeirra. sem ég held eftir, hefst ekki fyrr en þeir eru orðnir átta til tiu mánaða. Þá læt ég hvolpana umgangast okkur eins mikið og unnt er. Tólf ára dóttir min hjálp- ar mér afskaplega mikið með hundana og venjulega eru hvolp- ar, sem vfð erum að temja, með okkur allan daginn. Þannig fá þeir að vita jafnóðum hvað þeir mega og hvað þeir mega ekki. Fjárhundseðlið er greinilegt hjá hvolpunum, þvi að þeir hlaupa ekki nema einu sinni i fénað, ef farið er með þá til að smala kúm eða kindum. En þá verður lika að vera maður með þeim til að leið- beina þeim. Það á ekki að láta hund ganga lausan á meðan hann er að læra og það er engin pína fyrir hund að vera lokaður inni, þegar ekki er timi til að sinna honum. En það má náttúrlega ekki láta þá afskiptalausa lang- timum saman. Hvolparnir fara i gegnum gelgjuskeiðið, ef svo má segja, og þá geta þeir verið erfiðir I umgengni eins og vill brenna við hjá manninum lika. Það er á þessu timabili, sem þeir eru kall- aðir ólán og öðrum ónefnum. Þeir naga skó og gera alls konar skammarstrik af sér. Þess vegna eru þeir álitnir ómögulegir hund- ar, en þetta verður bara að horf- ast i augu við og umbera, en samt sem áður er náttúrlega rétt að bæla þessa óþekkt niður eftir getu. Það riður á miklu, hvernig hundurinn heppnast, að hann fái skynsamlega meðhöndlun á þessu timabili. Ef temjandinn gefst hreinlega upp við að aga Framhald á bls. 39 47. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.