Vikan

Issue

Vikan - 22.11.1973, Page 29

Vikan - 22.11.1973, Page 29
'éer ewe Geirsdóttur, söngkonu. eiginlegaum leiö og ég söng lagið, og treysti þvi að þarna væri eng- inn íslendingur staddur nema hljómsveitarmeðlimirnir. Þeir skutu að mér orði og orði til þess að byggja út frá. Að laginu loknu kemur kona i dyrnar og .starir furðu lostin á hljómsveitina. Það var alislenzk kona, sem vann i fatagreymslunni, og skildi ekkert • i þessari þvælu, sem hljómsveitin var að fara með. En Kanarnir voru alveg ánægðir með þetta og klöppuðu einhver lifandis ósköp. Við i hljómsveitinni hlógum svo mikið að vitleysunni, að þeir skemmtu sér lika. — Er mikið um að fólk gefi sig á tal við þig á dansleikjum? — Kannski eru þaö ekki margir af heildinni, en það eru alltaf nokkrir á hverju balli. Fólk er að biöja um óskalög og fyrir af- mæliskveðjur. Ég á marga kunn- ingja, sem ég hef ekki hugmynd um hvaö heita, og ég hef kynnzt i gegnum hljómsveitarpallinn. Ég heilsa þeim, ef ég mæti þeim á götu, og mér þykir vænt um að beir skuli brisa til min á móti. — Hefurðu orðiö fyrir þvi, að karlmenn séu ágengir við þig, þegar þú ert að vinna? — Það get ég ekki sagt. Helzt er að þeir vilji að ég hendi frá mér hljóðnemanum og dansi við sig. Yfirleitt afþakka ég nú slik boð, enda yrði það sjálfsagt ekki vel séð af vinnuveitendum. — Hvenær ferðu sjálf að skemmta þér?. — Núna á ég afskaplega gott með það, þvi að ég syng bara á föstudags- og laugardagskvöld- um. Maðurinn minn vinnur lika um helgar. Hann er leigubilstjóri, svo að segja má, að við horfum okkar „edróu” augum á nætur- lifið. — En þegar þú söngst á öllum böllum fyrir austan? — Ég söng náttúrlega ekki á öllum böllum, þvi að fleiri hljóm- sveitir spiluðu þarna, en þær, sem ég söng með. Ég skemmti mér oft ágætlega, þó að ég væri að syngja. Þá mátti lika dansa i pásunum. Enginn sagði neitt við Hjördis og dætur hennar Þórdis Lóa á áttunda ári og Hera Björk, sem er að verða eins og hálfs árs. þvi. Pásurnar fóru þannig fram á sveitaböllunum i gamla daga, að annar helmingurinn af hljóm- sveitinni spilaði en hinn skemmti sér á meðan. — Hvað þarf góður dægurlaga- söngvari að hafa til brunns að bera? — Framar öllu þarf hann að vera skapgóður, þvi að hann er fyrirfram dauðadæmdur skemmtikraftur, ef hann á það kannski til að vera I fýlu allt kvöldið. Hann þarf náttúrlega að geta sungið og hafa gott eyra fyrir músik og að vera fljótur að læra lög og texta. Annað þarf hann svo sem ekki að .hafa fram yfir annað fólk, nema hann verð- ur að geta tekið ýmsu án þess að láta sér þykja. Hann verður að geta brosað eins til þess, sem ó- ánægður er með músikina og til hins, sem er ánægður. — Hefurðu nokkurn tima séð eftir þvi að leggja fyrir þig dægurlagasöng? — Nei, það hef ég aldrei gert. Músfk hefur alltaf verið mitt áhugamál. Ég held, að þetta liggi I ættinni. Það var alltaf sungið mikið og dansað heima hjá mér i Flóanum. — Hvaða áhugamál áttu önnur en sönginn? — Þau eru ósköp svipuð þeim, sem aðrar húsmæður hafa, elda- mennska, saumaskapur og barnastand. Það er langt frá þvi að mér leiðist að elda mat og ég hef bara gaman af þvi að sauma á mig og fjölskylduna. Afur á móti er það ekki min sterka hlið að sitja og bródera. — Þarftu að eiga marga kjóla til að koma fram i? — Kannski ekki marga, en ég reyni að gera mér far um að vera þokkalega til fara, þó að mér finnist söngkonur ekki þurfa að vera eins og hverjar aðrar tizku- drósir. Ég fer til dæmis aldrei i lagningu. Við eru þarna á pallin- um fyrst og fremst til að syngja en ekki til aö sýna okkur. En sumt fólk gerir þær kröfur til söng- kvenna, að þær séu eins og klipptar út úr tizkublaði. Ég held að þetta séu leifar frá þvi að Marilyn Monroe og þær skvisur voru upp á sitt bezta og skörtuðu i flegnum kjólum, þvi að þær voru ekki siður til þess að horfa á en hlusta á. Þá þökkum við þessari glað- væru söngkonu alúðlegar viðtök- ur og óskum þeim lesendum, sem leið sina leggja i Leikhús- kjallarann á næstunni, góðrar skemmtunar. Engin hætta ætti að vera á þvi að leim leiðist, hvorki við að hlusta né horfa á Hjördisi syngja. 47. TBt. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.