Vikan

Eksemplar

Vikan - 22.11.1973, Side 36

Vikan - 22.11.1973, Side 36
Engin belti Engar nælur Engar lykkjur Engar sérstakar buxur Engin fyrirferö LIBRESSE DÖMUBINDI NÝJUNG FYRIR NÚTÍMA KONUR Libresse f0 sanltary tow^, l.ibresse er raunverulega eina nvja gerðin af dömubindum, sem komið hefur á markaðinn sl. 50 ár. l.ibresse er sænsk uppfynding og er nú mest seldu dömubindin þar og viðar. Librcsseer samansett af tveim lögum. Innra lagiðer mjúkt og fyrirferðarlitið. en hefur þann sérstaka eiginleika, að taka viö miklu rennsli. Ytra lagiðdrekkur i sig raka án þess að hleypa honum i gegn. Hægt er að nota það eingöngu siðustu dagana. Engin þörf er fyrir belti eða sér- stakar buxur, þvi að á hverju Libresse-bindi er limblettur, sem festir þvi örugglega við hvaða buxur sem notaðar eru. Óhætt er að skola Libresse-bindi niður i salerni. Hvað ég er feginn. Þakka yður fyrir, skipstjóri. En það er bara eitt.... Það mun vera ung dama farþegi hjá yður hér um borð? Macrimmon kinkaði kolli, þvi aö nú var eftirtekt hans vakin. — Ungfrú Rademácher? Hvað um hana? — Ef mér leyfist að benda á það, þá held ég væri gott ef þér tækjuð hana með yður. Celeste Soubirail er svo taugaspennt, að hún kynni ekki að vilja treysta yður i fyrstunni.'.En hitt gæti róað I henni taugarnar að hitta aðra konu. Hann sneri sér aftur aö Ballan- tyne. — Ég endurtek það, skip- stjóri, að ég tel Celeste Soubirail vera á yðar ábyrgð þangaö til maðurinn hennar hefur skilað sér. Macrimmon greip snögglega fram i með aðra spurningu: — Getið þér sagt mér nokkuð um konu, sem er þekkt undir nafninu „Bocage gamla”, Wetterling læknir? Læknirinn rétti úr sér, önugur. — Það get ég sannarlega ekki. Ég legg ekki lag mitt við galdra- lækna, og ef þér viljið min ráð hafa, þá skuluð þér heldur ekki gera það. Og nú ætla ég að leyfa mér að fara. Ballantyne horfði á lækninn labba á digrum fótunum og hverfa sjónum, en sagði þá við Macrimmon: — Reyndu að koma henni um borð ef þú getur. Hún mundi ekki koma fyrir min orð, en mig grunar að henni væri ó- hættara hérna. Heldurðu, að ungfrú Rademacher mundi fást til að fara með þér? Macrimmon glotti. — Ég er viss um, að hún mundi heldur fara hvert sem væri en kúldrast i saln- um hjá honum pabba sinum. Biddu okkur velfarnaðar. Celeste átti heima i litlu rauð- kölkuðu húsi skammt frá bryggj- unni. Dyrnar voru ólæstar og þau gengu inn. 1 fyrstunni virtist hús- ið manntómt, en Serena, sem svipaðist þar um, fann stúlkuna sitjandi á stól, lengst úti i horni. Loftið þarna var kæfandi. Macrimmon gekk að gluggan- um og ýtti tréhlerunum upp á gátt, og siðdegissólin litaði auða herbergið rauðum og gpllnum lit. Hann sneri sér við og leit á Cel- este Soubirail. Hún var ung og liklega mjög lagleg, en þó varð ekki um það sagt, þvi að þegar svona eyja- stúlka missir gleði sina, missir hún oft útlitið sitt um leið. Nú var andlitið á henni leirgrátt og hör- undið bólgið og hrjúft eins og grófur pappir. Hræddu augun horfðu niður i kjöltu hennar, þar sem litlu mögru hendurnar fitl- uðu við eitthvað, sem hafði ein- hvern tima verið höfuðklútur, en var nú orðið ekki annað en gróft band með hnútum, sem hún hafði hert að i örvæntingu sinni. Macrimmon kynnti sig með fá- um orðum. Hún hlustaði á það, en svaraði engu orði, þegar hann endurtók spurningarnar, sem Ballantyne hafði lagt fyrir hana fyrr i vikunni. Herbergið fylltist skuggum, eftir þvi sem sólin sökk dýpra i mar. Macrimmon kveikti á stormlampanum, sem var lekur og stóð I tinbakka á borðinu. Hann var nokkra stund að koma fyrir lampaglasinu i virgrindinni og spurði siðan hvasst: — Ertu búin að taka saman dótið þitt? Þessi óvænta spurning kom henni á óvart og hún svaraði ólundarlega: — Ég er ekkert að fara, maður. Macrimmon svaraði rólega. — Það er gert ráð fyrir, að þú komir með okkur til Trinidad, eins og þú veizt. Og Etienne býst við að hitta þig um borð. Hún þagði, eins og i vafa, og bar aöra höndina upp að neðrivörinni. Svo leit hún meö tortryggnisvip á Serenu.. — Tilhversertu að koma með þessa stúlku hingað, maður? spuröi hún. — Ungfrú Rademacher er far- þegi okkar og vill hjálpa þér, sagði Macrimmon settlega. — Ætlar þú að giftast henni? Macrimmon fann, að hann varð eldrauður i framan. Celeste sagði við Serenu: — Hvað segir þú um þetta, dúkkustelpa? Serena svaraði rólega: — Það hefur engin beðið mig um það enn. En hitt er ekki að vita, hvað orðið gæti. — Þar segir þú satt orð, dúkku- stelpa, sagði Celeste alvarlega. — Nú er enginn hlutur neinum viss, frá vöggu til grafar i þessum and- styggðar heimi. En svo var eins og öll spennan i henni hyrfi. Hún fleygði sér fram á borðið, með höfuðið á handleggjunum, og all- ur likaminn skalf af sárum ekka. s Serena lagðist á kné fyrir fram- an hana og losaði á henni hand- leggina. — Hlustaöu nú á, sagði hún rólega. — Hvað vildirðu vinna til að bjarga manninum þinum? Celeste starði á hana með eymdarsvip: — Næstum allt.sem til er, dúkkustelpa. — Hvers vegna segirðu okkur þá ekki, hvar hann er? Við erum vinir þinir og viljum hjálpa þér. Celeste hristi höfuðið. — Þið getið ekkert hjálpað. — Þú vilt þá láta hann þjást með engan til að hjálpa sér, sagði Serena hvasst og stóð á fætur. Celeste greip i pils Serenu og kipptist fram og aftur af sorg og ótta. — Þau fóru með hann til Pierrette fyrir fjórum dögum, hvislaði hún loksins. — Hún Bo- cage gamla og hin öll. Þau eru búin að taka hann. Hún er drottn- ing á þessari gömlu eyju og þar má enginn eiga heima nema hún. t kvöld ætla þau að syngja söng- inn sinn. — Eyjan er ekki annað en ein kjarrflækja, greip Macrimmon fram i harkalega. — Segöu mér hvar á Pierrette. Stúlkan öskraði á móti: — Það get ég ekki, maður. Sérðu ekki, að ég er að verða vitlaus af hræöslu? Macrimmon lét sér hvergi bregða. — Þú verður að segja mér það, eða þá fara þangað með mér sjálf! Nú varð þungbúin þögn, en þá leit Celeste upp og á Macrimmon hálfhrædd en hálffeiminn. — Ég skai fara með manninum, ef dúkkustelpan kemur lfka. Segðu til, hvort þú vilt það. — Það kemur ekki til mála, sagði Macrimmon einbeittur. Ungfrú Rademacher fer um borð og segir skipstjóranum af ferð okkar. Svo kemur hann með flokk manna og við förum með þig yfir hálsinn og til Pierrette. Celeste leit fastá hann. — Ég er búin að segja mitt siðasta orð, sagði hún rólega. Serena greip fram i: — Ég held ekki, að við höfum mikinn tima Ian. Við verðum að gera eins og hún segir. Ég skal koma með ykkur. Macrimmon leit á hana efa- blandinn. —Mér likar þaö nú ekki allskostar. — Ég er nú ekkert æst i það heldur, en mér finnst við ættum að reyna það. Macrimmon ákvað sig. — Gott 36 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.