Vikan

Útgáva

Vikan - 22.11.1973, Síða 41

Vikan - 22.11.1973, Síða 41
meö þvi að leiðbeina mönnum um val undaneldisdýra, koma á ætt- færslu hunda i föstu formi og halda ættbók, halda sýningar og efna til keppni vel taminna hunda og jafnframt vill félagið vinna gegn þvi að erlendir hundar auki kyn sitt hér á landi hömlulaust”. Við erum búin að halda fyrstu sýninguna, sem fyrst og fremst var ætluð til þess að velja þá hunda, sem æskilegastir væru til ræktunar. Ættbókarfærslan er hafin og I undirbúningi er að hef ja skráningu allra hreinræktaðra hunda á landinu, en það er erfitt verk, 6g einkum vegna þess hve erfitt er að ná til fólksins. Það bar á þvi i kringum sýninguna, að fólk vissi ekki almennilega um hvað var að ræða. Það vissi kannski að það átti hreinræktaðan hund, en hélt að hann væri ekki hæfur til þess að fara á sýningu. Sumir sögðu að hundurinn þeirra gæti ekki leikið listir, en það hefur vitaskuld ekkert að segja á sýn- ingu sem þessari. — Hvaða álit hefur þú á að temja hunda til sirkussýninga? — Ég er ekki hrifin af sliku. Að visu er gaman að sjá hvað er hægt aö komast langt i þvi að aga hundinn og kenna honum, en ég er hrædd um að það þurfi að sýna sirkushundum mikla hörku við að kenna þeim þessar listir og þvi er ég ekki fylgjandi. Ég vildi ekki leggja mina hönd að þvi að koma sliku á hérlendis. Hundar eru skemmtileg dýr, þó að þeim séu ekki kenndar óeðlilegar kúnstir eins og til dæmis heljarstökk aft- ur á bak. — Hvað áttu marga hunda sem stendur? — Núna eru hérna á bænum niu hundar, þar af eru tikurnar sjö. Auðvitað á ég þetta ekki ein. Börnin eiga sina hunda og Kjart- an á sinn hund. Mér hefði verið um megn að framkvæma þessa ræktun, ef heimilisfólkið og sér- staklega Kjartan hefðu ekki verið mér eins hjálpleg og þau hafa verið. Þetta hefur oft verið mikið álag, til dæmis þegar við höfum verið með yfir þrjátiu hunda með hvolpum. — Hvaö kostar hreinræktaður islenzkur hvolpur? — Eiginlega er ekki hægt að setja fast verð á hvolpa. Ég met hvern einstakan hvolp eftir þvi hvað mér finnst hann vera efni- legur. Ég hef haft þaðfyrir sið að láta áhugasama bændur, sem ég tel að hvolpunum muni farnast velhjá, fá þá á lægsta hugsanlegu verði, sem nú er i kringum fimm þúsund krónur. En það er undir kostnaðarverði og þess vegna fara þeir yfirleitt á tiu þúsund krónur frá mér núna. Með þessu móti vonast ég til að geta látið ræktunina velta fjárhagslega, en hagnaður er ekki af henni. ■ Sigriður hefur unnið merkt starf i þágu allra hundavina og hundaræktenda með þvi að koma uppsterkum og hreinum stofni is- lenzka hundsins, sem var á mörk- um þess að deyja út. Við spurðum hana að endingu, hvort hún væri orðin örugg um að stofninn myndi haldast hreinn um ókomin ár. — Ég er nú að verða róleg yfir þessu, vegna þess að mikill áhugi er að vakna hjá fólki fyrir is- lenzka hundinum. En ég hafði talsverðar áhyggjur af framtfð islenzka hundsins þangað til fyrir um það bil ári siðan. En undan- farið ár hefur margt fólk komið hingað með brennandi áhuga á þvi að halda stofninum hreinum. Margir hafa komið með ljómandi fallegar tíkur i þvi markmiði að láta þær eiga hvolpa undan hund- unum minum. Og þetta álft ég að sé æskileg þróun. Fólk á sinar tik- ur og passar þær þessar tváer eða þrjár vikur tvisvar til þrisvar sinnum á ári og leyfir þeim svo að eiga hvolpa tvisvar til þrisvar á ævinni og þá ætti stofninum að vera borgið. Ódýr, sterk, örugg. Kaupið úrin hjá ursmið. Franch Michelsen úrsmiðameistari. Laugavegi 39, simi 13462 Reykjavik. Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Þú hefur ákveðna per- sónu fyrir rangri sök. Mikils misskilnings gætir milli þin og sam- starfsaðila þins. Helg- in verður með allra leiðinlegasta móti, og þér er hollast að halda þig heima, að minnsta kosti á föstuda^. Dreka- merkiö 24. okt. — 23. nóv. Þessi vika verður á ýmsan hátt erfið fyrir þig, þó máttu ekki láta aðra liða fyrir það. Reyndu að bera þetta sem mest einn, hugsaðu málin vand- lega og gerðu þitt besta til að leysa vandann. Hagstætt væri að innheimta gamla skuld 23. n'óv. — 21. des. Forskot sem þú færð veitir þér gullna möguleika til sigurs. Þú færð ýmis tækifæri til að sýna hvað i þér býr. 22. des. — 20. jan. Gott álit á þér út á við, gæti haft góð áhrif á rómantiska mögu- leika þina. Þú biður ósigur, sem hefur ekki djúp áhrif á þig. 21. jan. — 19. febr. Þú stendur þig með sóma og eru yfirmenn þinir ánægðir með árangur verka þinna. Notaðu hinar hag- stæðu aðstæður til að ráða bót á vandamál- um, sem hafa valdið þér áhyggjum að undanförnu. Farðu leynt með fyrirætlanir þinar 20. febr. — 20. marz Það mun reynast þér nokkuð erfitt aö sam- ræma óskir þinar og skyldur. Nokkuð rót verður á tilfinninga- lifinu. Þú færð eftir- sóknarvert verk^fni i hendur sem margir hafa verið um. Leggðu þig allan fram við að leysa sem best úr þessu einstæða verk- efni. 47. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.