Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 3

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 3
leini Adams og var allan hátt. En hún i lifi Adams. Áund- stkona hans, og hún Evu. Eva var gerð úr rifl honum undirgefin á] var ekki fyrsta konaí an henni var Lilith var alger andstæða EVASAT EIN AÐ Allir vita hvernig það gerðist. Guð tók rif- bein úr Adam og skóp úr þvi konu. Og Adam sagði: „Þetta er loks bein af minum beinum og hold af minu holdi: hún skal kárlynja kall- ast, af þvi að hún er af karlmanni tekin.” Og hana þekkjum viö — Evu bibliunnar — frem- ur vitgranna og þolinmóða. Þannig hefur hún verið fram á þennan dag. Formóðir allra Evudætra, sem Adam rikti yfir. Þessi undirgefna vera hefur til þessa dags nánast verið kvenmynd eiliföarinnar — alltaf til þénustu reiðubúin án allra launa. Stúlkur áttu að lita á pilta sem sér æðri verur og sýna af sér sanna undirgefni eins og Eva gerði. En hvaða kona vill vera eins og Eva nú á tim- um? En allar konur, sem ekki vilja fara að dæmi Evu, geta sótt sér fyrirmynd i bibliuna. Þvi að guð hafði ekki einungis Evu i huga( heldur einnig aðra konu. Hann skóp tvær kvengerðir — við hlið Evu getur að finna viljasterka og sjálfstæða konu, sem fór sinu fram. Biblian segir á tveimur stöðum frá sköpun konunnar. Auk frásögunnar um rifbeinssköp- unina (1. Mósebók 2.22.) er eldri frásaga um það hvernig guð skapaði konuna. (1. Móse- bók. 1.27.) Þá sagði herrann: „Vér viljum gjöra menn eftir vorri mynd, lika oss, og þeir skulu drotna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindunum, sem skriða á jörðunni.” Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd... hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfylli! jöröina og gjörið hana ykkur undirgefna....’ Þá skapaði guð Lilith. Adam var litt ánægður með þá skipan mála. Hann leit á sig sem yfirvald og Lilith átti að lúta vilja hans, en það gerði hún ekki. „Ég er jafnrétthá þér,” sagöi hún, „þvi að guð skapaði okkur um leið og úr sama efni.” ADAM Adam hlustaði ekki á hana og vildi rikja yf- ir henni. Þar sem Lilith vissi sig vera i fullum rétti, gat hún ekki auðmýkt sig og látið rikja yfir sér, svo að hún yfirgaf manninn og settist ein að viö Rauðahafið. Þar á hörðum klettun- um við Akabaflóa hafðist hún siðan við og veitti elgfróðum bliöu sina og lofaðist vindin- um um nætur. En biblian getur ekki um hana frekar. Enda varð að gleyma þessari hættulegu veru og bannfæra hana, þvi að engin kona mátti fyrir nokkurn mun láta sér koma til hugar að fara að dæmi hennar. 1 heilagri ritningu má að visu lesa um næturgrýluna i Jesaja 34. 14.: ,,... það mun verða sjakalabæli og strúts- fuglagerði. Urðarkettir og sjakalar skulu koma þar saman, og skógartröll mæla sér þar mót: næturgrýlan ein skal hvilast þar og finna sér þar hæli”. Fyrsta ástkona Adams, sem var á allan hátt jafnoki hans, var þannig hrakin i útlegð og talin vera af hinu illa. Aðeins Eva átti að finna náð sem kvenfyrirmynd kynslóðanna. Þvi að Eva lét karlmanninn ráða yfir sér án þess að sýna hina minnstu mótspyrnu. En ekkert gat gengið af Lilith dauðri, hversu oft sem dauðadómur var annars kveðinn upp yfir henni af lærðum og leikum. Nú er Lilith komin út úr myrkviðnum og farin að láta kveða að sér fyrir alvöru. Ný- lega héldu nokkrir ungir leikarar leiksýningu i Central Park i New York og tjáðu þar sköpunina. Leikararnir þyrptust saman i þéttan hóp, létu öllum illum látum — og út úr þyrpingunni kom Lilith, mjög falleg, og horfði i sólina. Einn leikaranna hóf upp raust sina: „Lilith elskar náttúruna, jörðina, ást- ina.” Og kórinn tók undir: „Engar konur eins og Evu framar. Við viljum finna Lilith aftur, vinu okkar, sem er jafnrétthá okkur og jafn- oki okkar”. Og þá brosti Lilith. * EKKI 2 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.