Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 30
SÍÐDEGIÐ LANGA Þetta leit út fyrir að verða veiijulegur dagur, en óvænt óhapp gerði hann að martröð. Eina vandamálið við þessa friösælu stund eftir hádegið, var að ákveða hvernig þeim tima yrði haganlegast varið. Frances var i vafa, þegar hún hafði lagt Jamie i rúmið. Atti hún að leggja sig, fá sér blund, eða var það óþarfa munaöur? Læknirinn hafði sagt, að konur, semkomnareru á sjötta mánuð, ættu aö leggja sig eftir matinn. Hann skildi vitanlega ekki, að þegar þetta var þriðji meögöngutiminn, þá er að sjálf- sögðu miklu meira að gera á heimilinu, heldur en I fyrsta sinn.... Nei, i dag ætlaði hún ekki að leggjast I leti. Stóra skálin með niöurskornum appelsinunum, beið hennar i eldhúsinu, það var bezt aö ljúka þvi af að búa til marmelaði. Þetta var lika bezti timinn, þvi að þá gat hún verið i friði, þurfti ekki að hafa áhyggjur af fjörkálfunum sinum á meðan hún stóö yfir sultupottinum. Þetta var svo sem ekkert freist- andi. Hún þurfti að byrja á þvi að þvo krukkurnar. Það eitt gat ver- ið nóg, til að láta freistast og kaupa marmelaðið i búð. Frances nam staðar við glugg- ann i stiganum og vermdi sér á höndunum á heitum ofninum og hún naut þess hve notalegt var inni, þegar hún leit út i rigningar- suddann. Það var ekki beinlinis uppörvandi, en þegar veðrið skánaði, gætu börnin leikið sér úti i garöinum, sem ennþá var ekkert annað en óræktin. Camilla og Jamie yoru alin upp fram að þessu I stórborginni og höfðu ekki haft annaö en dimman bakgarð fyrir leikvöll. Þau höföu verið að leita aö þessu húsi i heilt ár. Barnið, sem nú var á leiðinni, hafði lika hert á þeim og þetta stóra gamla hús, sem stóð á hæöarbrún, var ein- mitt það, sem þau hafði dreymt um. Verzlanahverfið var i tveggja kilómetra f jarlægð og Harry ók til járnbrautarstöðvarinnar á tiu minútum. Dagheimilið, sem Camilla var á, var hinum megin viö ásinn. Nú, þegar nýja barniö kæmi, væri þaö alveg mátuleg gönguferð með barnavagninn.... Frances gekk, þungum skrefum, niður stigann. Barnið sparkaði i maga hennar. — Ertu þarna, litli vinur? Viltu mér eitthvað? — Við hvern ertu aö tala, mamma, kallaði Jamie syfju- lega. — Engan, kallaði Frances til hans. — En nú áttu að sofa, elsk- an, svo förum við og sækjum Camillu, þegar þú vaknar. Frances gekk hægt inn i eld- húsið. Meðan hún setti appelsin- urnar I pottinn og vigtaði sykur- inn, hugleiddi hún allt það sem hún þurfti að gera, áður en nýja barnið kæmi: Það þurfti að lag- færa anddyrið. Harry þurfti llka að gera við lausar hellur á stétt- inni og lagfæra hliðið. Börnin gátu dottið um þessar hellur og meitt sig. Jamie var lika farinn að geta opnað hliðið, ef hann teygði sig á tá. Og svo var það kjallarinn. Hann var að visu ágætis geymslurými, en þar var bara alltof mikið drasl, gömlu leikföngin hennar Camillu, sem biðu eftir Jamie, barnavagn- inn, sem beið þar eftir nýja barn- inu, golfkylfurnar hans Harrys, sem biöu þess, að hann hefði tima til að nota þær. Þarna var llka fullt af allskonar hlutum, sem vel var hægt að nota, en sem þurftu viögerðar við. Þaö var gengið niður stigann I kjallarann úr litlum gangi milli anddyrisins og eldhússins, reynd- ar var stiginn ekki nema sex þrep. — Æ, fjárinn hafi það! sagði Frances upphátt, þarna i friðsælu eldhúsinu. — Sultuglösin eru niðri i kjallara, innan um allt þetta drasl. Hún varð aö fara niður og finna kassann, sem þau voru I, þvi aö eflaust þurfti að þvo þau vandlega. Hún ýtti með öxlinni á huröina, sem lá frá litla ganginum og sparkaði i múrsteininn, sem hélt dyrunum opnum, með fætinum, svo rétti hún út höndina, til að kveikja ljósið.... Hún fékk ofbirtu I augun. Ljósið kom frá einhverjum undarlegum stað og var mjög bjart. Hún ætl- aöi að ganga niður, en rak kinnina I eitthvað, sem hún vissi ekki hvað var, en var Iskalt. Hún fann einhvern sársauka, en gat ekki gert sér grein fyrir þvi, hvar hún fann til. Það var ábyggi- lega ekki neitt alvarlegt, en ekki eins og það átti að vera, ekki frek- ar en ljósið og svo þetta kalda, sem slóst i kinnina á henni. Hún var einhvern veginn þægi- lega sljó, eins og hún hefði orðið fyrir einhverju óhappi, sem væri afstaðið. En smám saman rank- aöi hún við sér og henni var ljóst, að hún lá á kjallaragólfinu. Hún ætlaði að standa upp i skyndi, en það varð henni um megn. Það var eins og einhver ægilegur þungi hvildi á henni. Hún rak upp hljóð og þrýsti örm- unum um þunga sinn. Hún heyrði sina eigin rödd, en ekki oröin, sem hrukku af vörum hennar. Það var kjökur, sem hún gat ekki stöövað. Hún vafði þéttar að sér örmunum og sat þarna i hnipri á röku steingólfinu og grát- bað litla, ófædda barnið sitt að gefa frá sér eitthvart lifsmark, hún þráði að finna fyrir sparki frá litlum fótum. En hún fann ekkert annað en sinn eigin hjartslátt. Hún þreifaði eftir veggnum og stóð upp með erfiðismunum. Svo staulaðist hún upp fjögur neðstu þrepin, grét sárt og kenndi I brjósti um sjálfa sig, en það var samt óttinn um lif litla, ófædda barnsins, sem náði alveg tökum á henni. Það var ekki nokkur hreyf- ing. Hún fálmaði eftir snerlinum, ýtti honum niður, en dyrnar opn- uðust ekki. Þá lagði hún báða lóf- ana á hurðina og þrýsti fast á, en allt kom fyrir ekki. Hún reyndi meö öxlinni, — árangurslaust. Þá fann hún sársaukann i öxlinni, fæturnir létu undan og hún hné nibur á efsta þrepið. Hún hlaut að hafa hrasað um þenna ólukkans múrstein, sem þau höfðu notað, til að halda kjallarahurðinni opinni, og svo hafði hún skollið i lás, að baki hennar. Lásinn var gamall og lykillinn hafði ekki verið á lykla- kippunni, sem fasteignasalinn haföi fengið þeim, þegar þau flutti inn i húsið. Harry hafði lofað henni að finna lykilinn, eða láta smiða nýjan, en eins og annað, þá hafði það farizt fyrir, vegna þess að hann hafði svo mikið að gera. Hún var lokuð inni i kjallaran- um og það sem verst var, hún hafði ekki hugmynd um það, hve lengi hún hafði verið þar. Jamie myndi bráðlega vakna og kalla á hana. Jamie.... Frances renndi sér niður þrepin og þorði ekki að standa upp, fyrr en hún hafði gólfið undir fótunum. Kjallarakompan var svo lltil, að það yrði erfitt að finna eitthvað, sem hún gæti notað, til að stinga upp lásinn, en hún varð að leita. Ef Jamie vaknaði og fyndi hana hvergi,heyrði aðeins rödd hennar frá kjallaranum, sem hann óttað- ist, vegna þess að hún haföi brýnt svo oft fyrir honum, að það væri hættulegt að fara þangað niður.... Hún varð að vera róleg. Hún mátti ekki snerta neitt, sem hún gæti ekki notað. Hún varð að reyna að finna eitthvað þunnt, helzt úr málmi, eitthvað sem hún gæti smeygt á bak við læsingar- járniö. En hún fann ekki neitt. Alls ekki neitt. Það virtist allt i þessum kjallara vera stórt og þungt. Þessvegna var það lika i kjallaranum. Þaö greip hana æði, hún fór ab róta i kössum, niðri i barnavagn- inum, já, það stóð ekki á þvi, hún fann tvo kassa með tómum sultu- krukkum.... — Vertu róleg, tautaöi hún. — Vertu róleg, — það hlýtur að vera eitthvaðhér! Hún hallaöi sér yfir barnavagninn og náði i pokann með golfkylfunum. Hún fann sárt til I öxlinni og handleggurinn var 30 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.