Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 8

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 8
Gardisette gluggatjöldin heimsþekktu eru nú fyrirliggjandi hjá okkur. Þessi fallegu glugga- tjöld setja þann heimilissvip á íbúðina, sem allir æskja. Viö bjóðum tiu mismunandi mynstur í fjórum síddum. Gæöin þekkja allir. » Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, fáum við ákaflega þröngan sjón- deildarhring. — Hvaö vilt þú gera? — Kaupa efni frá fleiri löndum. Það ætti ekkert að standa i vegin- um fyrir þvi — væri aöeins skipu- lagsatriði. Og auka islenzku framleiösluna, jafnvel þótt með þvi yrði aö stytta dagskrána. — Er ekki viökvæöið að is- lenzkt efni sé dýrt — miklu dýr- ara en erlent? — Islenzkt sjónvarp er nú einu sinni baggi, sem við tókum á okk- ur. Ef við ætlum aö hafa islenzkt sjónvarp verður það aö bjóða upp á meira af Islenzku efni. Annars er þaö ekki annaö en þýðingar- miðstöð fyrir erlent efni. Spurn- ingin er hvaða lifsgæða við viljum njóta. Það þykir dýrt að borga milljón krónur fyrir listaverk, en engum finnst neitt að þvi að eyöa tugum milljóna i alls konar léleg- an kvikmyndaiönað. — Það heyrist stundum að það sé ekki grundvöllur fyrir islenzka kvikmyndaframleiðslu, en ég fæ ekki séð nein rök fyrir þvi. Mögu leikarnir eru ótæmandi, þvi alls staðar i kringum okkur er efni til aö fjalla um. Peningar viröast vera nægir, ef dæma má af lifi- máta Islendinga. Um áhugann fyrir innlendum kvikmyndum er erfiðara að segja, en ég held að hann sé nægur. Þá er skipulagiö eftir, en það er flöskustúturinn eins og er. Kvikmyndahúsin virö- ast ekki vilja gefa islenzkum kvikmyndum sömu möguleika og erlendum. Innlendar kvikmyndir yröu að sjálfsögðu dýrari, en ég er ekki i vafa um að fólk vildi borga talsvert meira fyrir að sjá innlendar myndir en erlendar. — Hefur þetta vérið reynt að einhverju ráöi? — Ég get tekið nærtækt dæmi. Ég hef sjálfur boðið kvik- myndahúsum stuttar myndir til að sýna með öðrum lengri myndum. En þau hafa fussað við og áhuginn verið minni en enginn. Hinn möguleikinn á að koma myndum á framfæri er sjónvarp- ið. Það veit, að maður hefur ekki aðra möguleika og getur þvi boðið lága greiðslu fyrir sýningu á mynd. Greiðslur fyrir sýningu hafa ekki numið nema um 1/10 af Kostnaðarverði myndanna og það lifir enginn á þvi. Meðan ekki eru aðrir dreifingamöguleikar á is- lenzkum kvikmyndum verður kvikmyndagerð eins konar betli- starf, þvi enginn lifir af tekjun- um, nema þá að snúa sér að aug- lýsingakvikmyndum. En þaö er kannski ekki svo afleitt að lifa á styrkjum. Það gera fleiri, til dæmis togaraeigendur. — A Norðurlöndum og viðar er inn- lend kvikmyndaframleiðsla styrkt úr sérstökum kvikmynda- sjóði, en I hann rennur ákveðinn hluti af verði seldra aðgöngumiða I kvikmyndahúsum. Ég held aö þaö væri vel athugandi að taka upp svipað fyrirkomulag hér. — Hefurðu unnið að einhverju fleiru undanfariðen myndinni um bóndann? — Nú er ég að vinna með Ólafi Hauki Simonarsyni rithöfundi að tveimur kvikmyndum fyrir is- lenzka sjónvarpið. Sjónvarpið er nýbyrjað aö ráða menn utan stofnunar til aö gera myndir og sjá þeir þá um töku og alla gerð myndarinnar, en fá aðstöðu hjá sjónvarpinu til klippingar og hljóöblöndunar. Myndirnar, sem við erum að vinna að, fjalla um menningarneyzlu Islendinga, þ.e. hvernig við neytum menningar, hverjir nota hana og hvernig. ■ — Færist þið ekki þarna mikið i fang? — Jú, vissulega. Menning er umfangsmikið fyrirbæri. Það nær yfir allt sem varðar mannleg samskipti. I Islenzku notum við oröiö menning yfir það sem I öör- um málum er greint i kúltúr og sivilisasjón. Mörkin þar á milli eru oft einnig ógreinileg. — Tékkneskur rithöfundur að nafni Capek, skýtur Dana inn i, skýrir þennan mun þannig: Þeg- ar siviliseraður maöur stigur ofan á fótinn á þér biöur hann afsökunar, en, kúltiveraður maöur aftur á móti reynir að stiga ekki ofan á þig. — En, heldur Þorsteinn áfram, við setjum þessum myndum ákveðin takmörk og tökum i þeim fyrir ólik viðfangsefni. 1 fyrri myndinni reynum við að gefa hugmynd um mannlifið i sjávar- þorpi og gera athugun á þvi að hve miklu leyti, og þá hvernig, fólkið nýtur hinna ýmsu greina menningar, þ.e. þeirra greina lista og félagslifs, sem framleidd- ar eru þar og stundaðar. Ég verð að segja að þvi miður'höfum við komizt að raun um að Ibúarnir i þorpinu eru mjög afskiptir i þessu tilliti. Þeir eiga glæsilegt félags- heimili, sem á að vera eins konar menningarhof i byggðarlaginu, en það virðist engan veginn virka hvetjandi og nær eingöngu notað til dansleikjahalds. í siðari myndinni erum við i Reykjavik, þar sem skilyrðin eru betri og fólk vinnur yfirleitt reglulegri vinnu en i sjávarþorpinu. Hér einbeit- um við okkur að þvi að reyna að lýsa sambandinu milli listfram- leiðenda og neytenda. Við sýnum verk listamanna og fáum að heyra hjá þeim ,hvað þeir vilja segja með verkum sinum ■ og hverjum þeir ætla þau. Siðan spyrjum við fólk á vinnustöðum, hvaða menningarviðburði það sæki og hvernig verk þeir vilji sjá og berum þetta tvennt saman. Þarna er um að ræða mikið bil á milli framleiðenda og neytenda. - Þetta eru menningarpólitiskir þættir, sem hljóta að lýsa að ein- hverju leyti okkar afstöðu og er ekki ætlað að vera hlutlausir. — Er sjónvarpið skuldbundið til að sýna þá, jafnvel þótt þeir kunni að falla utan hlutleysis- markanna? — Sjónvarpið greiðir okkur ákveðna upphæð fyrir myndirnar og siðan ræður það hvort, hvar og hvenær myndirnar eru sýndar. Einu réttindin sem við höfum eru þau, að myndunum verði ekki breytt frá þvi sem við gerum þær, án okkar samþykkis. — Nú vinnurðu sjálfstætt að kvikmyndagerð. Hefurðu hugsað þér að vinna sjálfstætt áfram eða kysirðu heldur að vinna hjá sjón- varpinu eða einhverri annarri stofnun? — Það sem mér leiðist við að vinna sjálfstætt er að þurfa að vera að vasast með peninga, þvi ég hef ekkert vit á peningum. Annars skiptir það ekki megin- máli hvort ég vinn sjálfstætt eða fyrireitthvert fyrirtæki eða stofn- un ef ég fæ að vinna eins og ég vil og án ritskoðunar af einhverju tagi. Þ.A. 8 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.