Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 32

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 32
En af skiljanlegum ástæ&um var siminn á hárri hillu I forstof- unni. Hann gat staðiö uppi á stól, en þá gæti hann ekki heyrt til hennar. Og það var mjög vafa- samt, að hann gæti munað það sem hún segði honum, nema að hann stæði við simann. En siminn var eina vonin. Frú Pollock myndi örugglega hringja, ef enginn kæmi til að sækja Camillu og þá varð Jamie að geta svaraö. — Jamie, kallaði hún, — ég held að frú Pollock hringi til okk- ar. Viltu... — Hvernig veiztu það. Ég heyri ekki þó hún hringi. — Heyröu, sæktu stóra kollinn, sem stendur I borðstofunni og farðu meö hann að simanum. Þú getur klifrað upp á hann og þá geturöu svarað, þegar siminn hringir. Heldurðu að þú getir gert þetta? — Nei, það er svo dimmt. — Það er bara dimmt þarna sem þú stendur núna. Það er ekki dimmt I borðstofunni. Hún hélt beygluðum blikkbútn- um upp að ljósinu. Hann var of breiöur, hún varð að reyna að brjóta af honum. — Komdu aftur, elskan, þegar þú kemur með kollinn, geturðu fariö upp á hann og kveikt ljósið lika. En þú verður að vera dug- legur og gera þetta áður en sim- inn hringir. Henni var orðið erfitt um and- ardrátt. Hendurnar voru hálar af svita. Það var ómögulegt að halda á þessum blikkbút, hvað þá að beygja hann. Hana svimaöi. Þetta var nú reyndar ekki staöur og stund, til að slá þvi föstu, að hún væri með innilokunaræði, en þessi kjallarakompa var svo lítil. — Jamie, vertu nú duglegur strákur! — Nei, ég vil það ekki. hann sparkaði i hurðina. —- Ég vil það ekki. Gráthljóðið fjarlægðist, en svo heyrði hún að eitthvað barðist I gólfiö. Það hlaut að vera kollur- inn, sem Jamie var að draga eftir borðstofugólfinu. Höfuð hennar féll niður á bringu og það varð henni næstum ofraun að lyfta þvi aftur. Það suð- aöi fyrir eyrum hennar. Hún hall- aði sér upp að huröinni og reyndi að anda djúpt. Það var eins og þessi kjallarahola væri full af ein- hverju.... Einhverju sem minnti hana á... Nei, það gat ekki verið, þaö voru engar gasleiðslur i hús- inu.... En það var engin loftræst- ing heldur. Þetta hús vay llklega byggt á þeim tima, þegar ekkert eftirlit var meö slikum smámun- um. Það hlaut að koma að þvi, að hún væri búin með allt andrúms- loftiö... myndi kafna... Suðið i eyrunum varð að hræöi- legum hvin. Hún hristi höfuðið, til að losna við þessi óþægindi, en svo heyrði hún hvað það var. Það var siminn og Jamie stóð þarna kjökrandi fyrir framan. Það er ekki auðvelt að vera ákveðinn, þegar lungun fá ekki loft. ' — Flýttu þér, Jamie. — Talaðu i simann, alveg eins og ég geri, þegar amma hringir. Vertu nú góður drengur, vinur minn! Hún hristi hurðina, en óskaði þess svo, aö hún hefði ekki gert þaö. — Komduút! öskraði Jamie. — Ég vil ekki tala við neinn! — Vertu nú góður! Frances lagði armana upp að hurðinni og hallaði höfðinu fram. Suðið og hringingin varð að ærandi hávaöá, sem náði alveg valdi á taugakerfi hennar. — Jamie! — Uhuuu. Litlu fæturnir spörk- uðu 1 hurðina. Ef þetta var frú Pollock, myndi hún biöa. En hve lengi? Hún gat ekki lengur greint hljóð in. Var Jamie þarna ennþá, eða var hann að reyna að draga stól- inn að simanum? Gat hann náð i heyrnartólið, án þess að fella slmann yfir sig? Brakið og öskrið i Jamie kom samtimis, rétt I þvi, að hún heyrði siöustu hringinguna I simanum deyja út. Frú Pollock hafði þá gefist upp. Hún heyrði einhver hljóö, liklega var það heyrnar- tækið, sem slóst I vegginn. Frances fól andlitiö I lófum sér og reyndi að hugsa ekki um allt það, sem gæti hent litið barn, sem féll niður af háum stól. Það var reyndar sagt, að börn dyttu alltaf rétt.. Hún strauk á sér magann, sem var svo óhugnanlega rólegur núna og kallaði: — Jamie! Jamie! En það kom ekkert hljóð frá vörum hennar. Hálsinn var skrælþurr og lungun bókstaflega lofttæmd. — Mamma, ég meiddi mig! Mér er illt I handleggnum og sim- inn datt á höfuðið á mér! Komdu til min! Og svo heyrði hún i fótum hans, eins og trommukjuðum á hurð- inni. Frances opnaði munninn, eins og fiskur á þurru landi. Armar hennar og fótleggir voru eins og dauður þungi, eins og allur likam- inn, en höfuðið var einhvernveg- inn svo þyngdarlaust og svifandi. Hún heyrði tautið I Jamie, en hún vissi ekki hvort hann heyrði til hennar. Hann hélt áfram að hljóða. Hún vissi að hann var rétt viö dyrnar, þvi að hún fann þunga Ijans, þegar hún hristi hurðina. Kannski myndi hann sofna? En hvað myndi ske, ef ekki kæmi hjálp, áður en hann vaknaði? Ef frú Pollock léti ein- hverja barnfóstruna fylgja Camillu heim og hún myndi sýo skilja hana eftir fyrir utan dyrn- ar? Þá var engrar hjálpar að vænta fyrir þau öll, fyrr en Harry kæmi heim klukkan sjö. Camilla myndi aldrei blða svo lengi fyrir utan, og ef hún rölti út að vegínum... Henni fannst sem hugsanir sin- ar væru allar komnar I graut, ekkert samhengi lengur, ekk- ert... • Einhvers staðar I hugskoti hennar laumaöist fram sú hugs- un, aö hún myndi aldrei ná sér aldrei fá aftur sitt fyrra jafnvægi og sjálfstraust. Að hugsa sér, aö svo ómerkileg- ur hlutur, eins og gamall lás, sem ekki var hægt að opna, skyldi geta svipt hana svona gjörsamlega öllu sjálfstrausti.... Og ef hún missti litla barnið sitt... hún haföi ekki þorað aö hugsa svo langt fyrr.... en nú náði þessi ótti algjörlega á henni tök- um. Hverjum myndi hún kenna þaö? Sjálfri sér, fyrir að vera svona hiröulaus? Harry, sem ekki hafði fundiö lykilinn? Þvottahúsmann- inum, sem aðeins hafði veifað og ekið á brott? Frú Pollock, sem ekki hefði beðið nógu lengi I slm- anum? — Bjáninn þinn, sagði hún við sjálfa sig, — ef litla barnið deyr, eða er dáið nú þegar, þá skiptir það ekki máli, hverjum það er að kenna. Það kenna þá allir I brjósti um þig, en hvaða gagn er I þvl? Hún hafði ekki hugmynd um, hvernig hún komst niður á gólfiö og upp þrepin aftur, með blikk- bútinn I höndunum. Það var eins og hann væri þaö eina, sem gæti haldið I henni lífinu. Hún þrýsti eyranu að huröinni og heyröi einhver óljós hljóö, sem bentu til þess, að Jamie hefði sofnað þarna við hurðina. Hún fann svo til meö honum og var blöð yfir þvi, að hann væri sof- andi, þá þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af honum þessa stund- ina. Hún myndi reyna að bæta honum þetta upp seinna. Hún var svo stirð I fingrunum, að hún varð fjúkandi vond út I sjálfa sig. Hún reyndi að troða blikkbútnum I rifuna, en missti hann alltaf niður i kjöltu slna aft- ur, hún hafði varla þrek til að reyna meir.... Tvisvar gat hún komið honum' inn á lásinn, en án árangurs. 1 þriðja sinn gekk það og hún taut- aði einhver orð milli samanbit- inna varanna... orð, sem hún vissi ekki að hún kannaðist við. Málmurinn gekk nú vel inn I lásinn, en varnú of mjór og sner- ist bara I hring. Hún gat ekki gert hvort tveggja, að halda honum þar og ýta á huröina um leið. En hún reyndi. Tárin fóru nú að renna niöur kinnar henni og hún var því þakk- lát og sleikti þau með skrælþurri tungunni. Hennar eigin kjökur- hljóð skáru hana I hlustirnar. En samt fann hún fyrir einhverri sig- urlgeði, hún var stolt eins og barn, sem hefur lært nýjan leik. — Er ég ekki dugleg? Og hún flissaði eins og bjáni. Súöan fyrir eyrunum og hljóm- urinn I höfðinu var nú verri en nokkru sinni. Hætti snöggvast, en kom svo aftur. Jamie grét, en hún gat ekkert gert við þvl. Aðeins andartak, þá... — Mamma! Það er einhver að hringja dyrabjöllunni. Þú verur að opna, mamma! — Nei! stundi Frances. — Flyttu þig til. Ég hef þetta... láttu mig I friði! Hún var alls ekki i raunveruleikanum lengur. Þetta var eins og kvikmynd og hún var ein að berjast við hóp óvina, alein... Jamie öskraöi nú allt hvaö af tók og það var eins og einhver væri að tala við hann. Það getur ekki verið, að ég sé að tala við hann, ég hefi of mikið að gera til þess. Burt! Og hún ýtti rösklega á blikkbútinn. Huröin hrökk upp, þegar hún ýtti á hana og hún féll fram yfir sig. Hún sá ekkert annað en ótelj- andi fætur og hún reyndi að telja þá. Þetta voru fæturnir á Jamie. Jú, þarna voru fætur Camillu. Og svo stórir fætur, það hlaut að vera frú Pollock. — Takk frú Pollock, þakka yð- ur kærlega fyrir að fylgja Camillu heim. Frances leið út af á gólfinu, hallaöi sér að svölum flisunum. Hún vildi fá að sofa, sofa hér I marga klukkutima. Hún var svo þreytt. Hún vildi óska þess, að þau létu hana i friði, en það gerðu þau ekki. Hún var of þreytt til að spyrna á móti, hlýddi alveg blíð- um orðum frú Pollock og hlustaði á huggunarorð læknisins og gleði- læti barnanna. Mörgum klukkutlmum slðar, þegar það var oröið ósköp eölilegt að geta dregið andann og allir marblettirnir voru svolitið farnir að skammast sln, fór hún að segja Harry sögu slna úr kvalastaðn- um. Nú fannst henni þetta allt saman eitthvað svo fjarlægt og stórbrotiö. En var það ekki eðli- legt, að súrefnisskortur hefði þessi áhrif á fólk almennt? — Vesalings frú Pollock, hún varð alveg frá sér af hræðslu, þegar ég valt þarna að fótum hennar, sagði hún. — En hvernig komst hún inn I húsið? — Hún heyrði öskrin I Jamie og sá ekkert ljós, svo hún braut rúð- una I forstofuhurðinni meö regn- hllfinni sinni og opnaði lásinn inn- an frá, sagði Harry. — Þessar fóstrur eru ekki neitt blávatn, sagði Frances. — Ég heföi nú hugsaö mig tvisvar um, áður en ég heföi brotiö rúðu. Hefðir þú ekki gert það lika? — Jú. En það var frú Pollock, sem kom þér til hjálpar, elskan mln. — Hvað ertu að segja: En hvað var þetta þá með blikkbútinn og lásinn? Stakk ég ekki upp lásinn með honum? — Ja, það má segja svo, sagði Harry, — eða kalla það sam- vinnu. Þú ýttir á hurðina, hún togaði. Nú fann Frances kröftuglegt spark frá litla barninu, eins og þaö vildi leggja henni þessi ráð llka, að hafa samvinnu um flest. Hún ætlaði lika að gæta þess, aö fara varlega, gera ekkert sem gæti stofnað þessari litlu veru I hættu. * 32 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.