Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 7
hann bjó viö gamla búskapar- hætti og vann allt meö handafli, án tækja, véla og rafmagns. Veriö var aö leggja veg inn f fjöröinn til hans og mig langaöi til aö bera saman frumstæöa búskaparhætt- ina og lif bóndans annars vegar og vélmenninguna — vegagerö- ina, sem var aö ryöjast inn fjörö- inn hinsvegar og reyna aö fá fram hvaöa áhrif þetta haföi á lff bónd- ans. Ég var i vikutíma fyrir veSt- an og kvikmyndaöi það, sem ég gat. En mér fannst vanta meira efni i þessa mynd og langaöi til aö gera hana fyllri. Þegar ég kom heim sótti ég um styrk til Menningarsjóös, til að halda áfram með þetta verkefni. Ég fékk styrk og vinn nú aö þessu. En svona verkefni gefur óteljandi möguleika og smám saman bætt- ust við hugleiðingar um börn bóndans, sem alin eru upp við þessa lifnaðarhætti en flytjast i þéttbýlið og þurfa að laga sig að nútima tækniþjóðfélagi. Bóndinn á 12 börn, sem dreifð eru um landiö. — Hvernig hafa bóndinn og börn hans tekið þér? — Þau hafa tekið mér mjög vel. Auðvitað er fólk feimið og á veröi i byrjun, en þegar frá liöur og maður hefur útskýrt hvað maöur er að gera og fólkið hefur vanizt tækjunum, hefur það yfir- leitt ekkert á móti þvi að vera myndað. — Nú hlýtur svona kvik- myndataka að þurfa talsverðan undirbúning. Hvernig fer hann fram? — Ég byrja á þvi að fara á staðinn, tala við fólk og safna upplýsingum. Siðan geri ég kvik- myndahandrit og fer svo aftur á kreik og kvikmynda það, sem ég tel mig þurfa. 1 heimildarkvik- myndum er þó aldrei hægt að rig- binda sig við handritið. Maður verður að vera svolitið frjálslynd- ur og ávallt tilbúinn að breyta einhverju, þvi það er ekki hægt að þvinga neinn til að gera það, sem honum er ekki eðlilegt. Við gerð heimildarmyndar þarf maður að vera viöbuinn aö breyta uppbygg- ingu myndarinnar á staðnum. Fyrir bragöiö virkar heimildar- myndin ferskari og sannari. En hún þarf þó ekki i sjálfu sér að vera nær sannleikanum en sú leikna. . — Nú? — Ja, hvað er sannleikur? Hann fér eftir þvi hver horfir hvaðan og með hvaöa hugarfari. Upplýsingum má breyta eftir þvi I hvaöa samhengi þær eru settar. i kvikmyndinni er ekki hjá þvi komizt að setja atburði og upplýs- ingar i ákveðiö samhengi og þar með gefa þeim ákveðna merk- ingu. Samt litur hún út fyrir að vera svo sönn og hafin yfir alla gagnrýni. Þess vegna er ekkert tæki eins áhrifarikt og kvikmynd og sjónvarp til aö blekkja og framleiða skoöanir. Ef þú ert að lesa bók, sem þér llkar ekki, þá lokarðu henni einfaldlega. En flestum reynist erfiöara aö slökkva á sjónvarpinu, þótt þeir séu ekki sáttir við efniö. — Eru það þá ekki mikil völd, ^VPMgÉjgtÉb 'm þið kvikmyndagerðarmenn hafið i ykkar höndum? — Nei, völdin eru ekki hjá okkur. Þau eru i höndum þeirra sem sýna kvikmyndir, þ.e. kvik- myndahúsa og sjónvarps, einkum þó sjónvarps. Það er ekki nema hluti alls þess kvikmyndaefnis, sem framleitt er i heiminum, sem kemur til sýningar. Ef þeir, sem gera myndir, vilja fá þær sýndar, verða þeir að gera þær eftir höföi kvikm yndahúsaeigenda og. þeirra, sem stjórna sjónvarps- stöðvum. Abyrgðin, sem á sjón- varpsstöðvunum hvilir er þvi miklu meiri en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Hér er það við- tekin trú meðal margra starfs- manna islenzka sjónvarpsins, aö þeir þjóni sjónvarpsáhorfendum bezt með svokölluöu hlutleysi. Þótt þeir rembist við að gera hlutlausar myndir, hljóta þær að verða speglun á þeirra eigin hugarheimi, þvi enginn er alveg sviptur skoðunum og heimssýn. Jafnvel þótt sjónvarpsstarfs- menn séu að setja saman efni, sem komið er frá öðrum, eru þeir að koma skoðunum sinum á framfæri, þvi möguleikarnir- til að setja saman efni og tú.lka þaö eru óendanlegir. Hlutleysið er oftast i reynd það, að þóknast þvi valdi, sem sterkast er á hverjum stað og tima. — Áttu þá við að sjónvarpið breytist eftir þvi hverjir sitja i rikisstjórn og útvarpsráði á hverjum tima? — Nei, það þjónar ekki endi- lega flokkunum heldur kerfinu. Þess vegna situr þaö i sama far- inu og þótt nýir stjórnmálaflokk- ar taki við völdum ráða sömu hagsmunir áfram i gerð og vali á efni. Sem dæmi er hægt aö benda á að mikill meirihluti af þvi efni, sem islenzka sjónvarpið kaupir, kemur frá tveimur löndum, Bandarikjunum og Bretlandi og ekki minna en helmingur frétta kemur.þaðan. Manni finnst erfitt að orða þetta við hlutleysi. Ef við hugsum um hvað heimurinn er stór, þá sjáum við, að meö þessu 34. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.