Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 37
— Nei, ekki almennilega, sagði hann. Hún stakk hendinni inn á hann, undir skyrtunni, svo að fingurnir snertu hlýtt brjóstið á honum Carol horfði i eldinn. — Hvað það snertir að eiga hérna heima, þá ætti ég hægt með það. Ég likist honum pabba á þvi sviði. Eini munurinn er sá, að hann leitaði til skóganna til þess að losna við lifið. Ef ég verð hér kyrr, er það ekki af þvi að mér finnist lifið of erfitt til að lifa þvi, heldur vegna þess, að hér er ég ánægð með allt. Hann Vikki segir mér — hér leit hún til hans en svo fljótt af honum aftur —að i Hollenzka dalnum þar sem'nann á'néima, geti þ'eir ekki haldið i barnakennara lengur en árið. Mér hefur dottið i hug að sækja um stöðu þar. Ég hefði gaman af þvi og yrði auk þess að einhverju gagni. Og þegar við pabbi fórum i bæinn, komum við i stofuna hjá Moline lækni, og hann sagði okkur, að hann hefði von um að geta komið upp dálitlum spitala. Og bærinn hefði fulla þörf á þvi. Rósa svaraöi, hálfreið: — Það .verður ekkert úr þvi. Bara kjaft- æði. Elgur sagði: — Já, vist er það kjaftæði. Hann var einusinni með stórar ráðagerðir, en þeim var bara ruglað fyrir honum. Hollust- an við Rósu varð þyngri á metun- um en hollustan við fólkið. — Vertu ekki að kenna mér um það, sagði Rósa. — Ekki gerði ég hann svona. — Þú hefur gert þér smáheim úr honum. Qg þú gerir honum lifiö óbærilegt af þvi aö heimurinn þinner of smár. Rósa hló og svaraði: — Hann er nú að smástækka. Hún dró hönd- ina undan skyrtunni á Viktor og tók að fitla við eyrað á honum. — Jæja, Vikki, það er orðið langt siðan við höfum verið ein okkar liðs. Við skulum fara og labba svolitið. Ég hef nokkuð að tala um við þig. Viktor hreifði sig ekki. Höndin á henni hélt áfram aö gæla við hann og strauk um kinnina á honum. — Ég þarf að tala við þig strax. Komdu! Hún togaði ofurlitið i hárið á honum. Hann stóð upp um leið og hún. Hún gat séð, að hann var bæði tregur og i vandræðum. — Hvað er á seiði! — Ég ætla að segja þér nokkuð, sem þig hefur lengi langað til að vita Hún hélt i höndina á honum og leiddi hann burt frá eldinum. Þegar hún kom að saman vafða teppinu sinu, beygði hún sig niður og tók það upp. — Ef það skyldi kólna, sagði hún, svo hátt að hin mættu heyra. Elgur og Carol horfðu á þau hverfa út i myrkrið. Þegar ekkert heyrðist til þeirra og ekki annað en snarkið i eldinum öðru hverju, sagði Carol: — Til hvers er hún að þessu. Hvað eru þau að fara! — Hún varð að gera þetta. Þú kipptir undan henni stoðunum með þvi að taka hann Viktor frá henni. — En hvað er eiginlega á seiði og hvert ætla þau? — Hann Viktor er I þann veginn aö missa sveindóminn. Carol stóð upp. — Fari þetta alltsaman fjandans til! — Róleg, Carol. Ef þetta er svona, þá er það bara svona. Allt fer eins og það á að fara. — En honum Viktor þykir ekkert vænt um hana. Hann er hræddur við hana. Hann heldur, að hann verði að gera hvað sem hún skipar honum. Og ég vil ekki láta þetta verða. — Hann þarf að læra að ákveða sig sjálfur. — Ég er að segja þér, að hann langar ekkert til aö komast yfir hana. Allt i einu greip hún riffilinn sinn og fór að skjóta af honum upp i loftið, þangað til siðasta tóma skothylkið féll til jarðar. Bergmálið að skothvellunum barstdauft til baka. Elgur sagði: — Ef þú getur kallaö hann til baka með þessari skothrið, er þetta ekki sérlega alvarlegt. — Ég vildi bara gefa honum átyllu til að fara frá henni. — Þú þekkir hana Rósu. Hún getur verið býsna þrá. Það kom ekkert svar utan úr myrkrinu. Elgur sagði: — Og ég hélt lika, að hún væri isköld. Carol sparkaði hálfbrunnum bút inn i miðjan eldinn og neistun- um rigndi niður. Hún settist hjá föður sinum. — Pabbi, ég hef aldrei vitað, hvað mér þykir vænt um hann Viktor fyrr en nú. En fjandinn hafi það. Það er skammarlegt af henni að gera mér þetta Hún verður að bjarga stolti sinu. Það er það, serri heldur henni lifandi. Ef þér á annað borö þykir vænt um hann, breytir þetta engu. — Jú, vist breytir það miklu. Þaö kemur hann, eftir að önnur hefur fleygt honum frá sér. Þú heldur sjálfsagt, aö þetta sé bara stolt, en stoltið er nú einn hluti ástarinnar. — Elskarðu hann þá? spurði Elgur. — Ég veit ekki, en ég held það nú samt. — En ef þú nú giftist honum. Mundirðu þá fara burt með hann! — Nei, hann yrði hvergi heima hjá sér nema hérna. — Ef hann verður hér kyrr, þá veiztu hvernig lif þetta verður. Hann á nokkrar ekrur af mösur- skógi sjálfur. Það þýðir sama sem að ryðja landið. Þrældómur ár eftir ár og siðan rækta jörðina. Heilt ævistarf. — Ég er ekkert hrædd við það. Ég treysti mér vel i það, ef ég elska hann. Ég er ekkert metorðagjörn. Ég vil eiga börn — mörg börn. Ég teklifiö eins og það kemur fyrir. Rósa er með orm i hjartanu, en það er ég ekki. — Ég þekki nú ekki tilfinningar ungrar stúlku. En láttu ekki hana Rósu koma neinum ormi inn i hjartað i þér. Þessi reynsla....hann verður að full- orðnastskilurðu. Það kann allt að vera fyrir beztu. — Það getur það ekki orðið, ef það gerir mig alveg eyðilagða. — Við skulum fara að sofa. 34. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.