Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 5
ENGINN ER ALVEG SVIPTUR SKODUNUM OG HEIMSSÝN Vikan heimsækir Dönu og Þorstein Jónsson — Ég fór næstum aldrei i 3-bió þegar ég var barn og vandist aldrei á kúrekahasarinn. Fyrstu kvikmyndirnar, sem ég sá, voru almennilegar myndir, sem vöktu mann til umhugsunar. Ég fór að velta fyrir mér efni þeirra og gerð og gerði mér grein fyrir, hve mikla möguleika kvikmyndin býður upp á. Við þetta bættist pólitiskur áhugi og löngun til að breyta heiminum, en til þess er ekkert eins áhrifamikiö og kvik- myndin. Sú ákvörðun, sem ég hafði tekið i menntaskóla um að læra arkitektúr, breyttist þvi, og ég ákvað að læra kvikmyndagerð. Þetta er sú skýring, sem Þorsteini Jónssyni, kvikmynda- gerðarmanni, finnst liklegust á þvi, hvernig áhugi hans á kvik- myndagerð vaknaði. A mennta- skólaárum sinum keypti hann 8 mm kvikmyndavél og prófaði sig áfram með hana og eftir stúdentspróf árið 1966 var hann orðinn staðráðinn I að leggja kvikmyndagerð fyrir sig. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um skóla ákvað hann að reyna aö komast til Tékkóslóvakiu og taka þar 4 ára kvikmyndagerðarnám. Það tók tvö ár að útvega skólavist og styrki — og til Prag komst Þorsteinn sumarið 1968, mánuði fyrir innrásina. Þar dvaldist hann að undanskildum sumarfrium, þar til i febrúar i fyrra aö hann kom alkominn heim aö námi loknu. Með honum kom tékknesk kona hans, Dana, fyrrum lands- liðskona Tékka i leikfimi, og dótt- ir þeirra, Anna Sóley, sem nú er nýlega tveggja ára. Þorsteinn, Dana og Anna Sóley búa i litilli þriggja herbergja ibúð i Einholti og þangað heimsótti Vikan þau eina kvöldstund i sumar. í kjallaranum hefur kvik- myndagerðin Smiðjan aðsetur, en Þorsteinn segir hana nú litið meira en skrifstofu, þvi tækja- kostur sé mjög fátæklegur, enn sem komið er. Uppi i stofunni eru tveir grænmálaðir sófar, hvitt borð og hillur, sem enn eru ómál- aðar. Allt þetta hefur Þorsteinn smiðað sjálfur, en Dana klæddi sessur og púða. — Efnið i þetta kostaði ekki nema 15 þúsund krónur, segir Þorsteinn, bersýnilega pinulitið stoltur af smiðinni. — Til hvers að vera aö fjárfesta i dýrum húsg., þegar maður getur gert þetta sjálfur? Manni er ekkert sárt um þetta og svona heimagerðum hús- gögnum má alltaf breyta. Við komumst til dæmis að þvi að sóf- arnir voru of háir og erum búin að lækka annan til reynslu. Ég sag- aði eintaldlega neðan af honum. Viö tyllum okkur i þægilega sóf- ana, drekkum te og förum að spjalla saman, aðallega um leik- fimi og kvikmyndir, aðaláhuga- mál húsráðenda. Anna Sóley tek- ur þátt I samræðunum fyrst, en fer svo fljótlega að hátta. Ég byrja á að spyrja hvort það hafi verið gegnum kvikmyndir eða leikfimi, sem leiöir þeirra lágu fyrst saman. — Hvorugt, segir Dana. Við hittumst á indverskum tónleikum i Prag. — Ert þú frá Prag? — Ég fæddist i Suður-Bæheimi, en fluttist til Prag á unglingsár- unum. Ég byrjaði i ballett 6 ára og 8 ára i fimleikum og nútima- leikfimi, sem Tékkar kalla reyndar listræna leikfimi. Eftir að hafa lokið menntaskólanámi fór ég i iþróttakennaraþjálfun og gat lokiö henni á skömmum tima, þvi ég tók aðeins bóklegu hliðina þar sem ég haföi nægan undir- búning i sjálfri leikfiminni. Þá var ég I landsliðsflokki Tékkó- slóvakiu I nútimaleikfimi. — Hvað er nútimaleikfimi? — Nútimaleikfimi er upprunn- in i Sovétrikjunum og ruddi sér fyrsttil rúms i Austur-Evrópu, en nú er þessi leikfimi að breiðast út i Vestur-Evrópu og á siðasta heimsmeistaramóti komust vestur-evrópsk lið i fremstu rað- ir. Nútimaleikfimi er eiginlega á milli balletts og venjulegrar leik- fimi. Æfingarnar eru gerðar á gólfi, við tónlist, og áhöldin, sem notuð eru, eru boltar, gjarðir, sippubönd, borðar og fleira þess háttar. Þetta er mun hættuminna en fimleikar á slá og hesti. Æfing- arnar eru byggðar upp á hlið- stæðan hátt og ballettæfingar og i þessu er ekki nóg að vcra liðugur, heldur þarf einnig ákveðna persónulega tjáningu. — Er þessi leikfimi kennd i skólum i Tékkóslóvakiu? — Nei, en hún er mjög vinsæl og er kennd hjá iþróttafélögum og viðar. Ég kenndi til dæmis i einu af mörgurri félagsheimilum Prag-borgar, þarsem almenningi er meðal annars gefinn kostur á iþróttaiðkun. Þangað komu m.a. hópar starfsfólks frá fyrirtækj- um, hver hópur einu sinni i viku. Fyrirtækin telja mikilvægt að starfsfólkið fái einhverja likam- lega þjálfun, og einu sinni i viku fær það klukkutima fri úr vinn- 4 VIKAN 34. TBL. unni og fer i leikfimi á kostnað fyrirtækisins. — Hefurðu ekki áhuga á að kynna nútimaleikfimi hér? — Jú, og ég er þegar byrjuð á þvi. Þegar við komum til Islands bjóst ég við þvi að það tæki mig langan tima að fá einhverja vinnu — en ég var farin að kenna eftir þrjá mánuði. Ég kunni lítið i is- lénzku, en sem betur fer er þetta grein, þar sem hægt er að komast af með fá orð og táknmál. 1 vetur kenndi ég á fjórum stöðum, hjá Júdódeild Armanns, Fimleika- deild Armanns, I Háskólanum og hjá SAL leikskólanum, og fór kennslan auðvitað eftir þvi,hvað hæfði á hverjum stáð. Fimleika- deild Ármanns var eini staðurinn þar sem ég reyndi smávegis nú- timaleikfimi. I vor tók ég svo hóp af ungum stelpum i iþróttafélag- inu Gerplu og þjálfaði þær i nú- timaleikfimi i tvo mánuði og fór siðan með þær á fimleikasýningu, sem haldin var i Holsterbro i Danmörku i júni. Þetta voru mjög duglegar og vel þjálfaðar stelpur og þvi fljótar að tileinka sér nú- timaleikfimi. — Hvernig stóðu þær sig i Dan- mörku? — Ég fór með og fylgd- ist með mótinu, segir Þorsteinn, og er þvi dómbær á frammistöð- una sem áhorfandi. Ég gat ekki betur séð en að þær stæðu sig mjög vel og væru með þeim beztu. — Hvernig finnst þér Dana að kenna hér miöað við i Tékkó- slóvakiu? — Það er mjög ólikt. Hér finnst mér vanta alvöruna i þetta. Nem- endurnir taka leikfimina oft að- eins sem skemmtun, og þótt keppni eða sýning standi fyrir dyrum er ekki byrjað að æfa af alvöru, fyrr en stuttu áður, og þess vegna næst ekki sá árangur, sem ætti að geta náðst með svolit- ið meiri vinnu og einhverjum aga. I Tékkóslóvakiu er þetta tekið af meiri alvöru og þegar ég var i keppnisflokki þurfti ég að æfa stöðugt 4—6 tima á dag. — En hvernig finnst þér yfir- leitt að vera á tslandi? Er ekki margt hér ólikt þvi, sem þú áttir að venjast? — Þegar ég hitti Steina fyrst vissi ég litið annað um Island en að höfuðborgin héti Reykjavik og að eldfjallið Hekla væri hér. Ég vissi lika, að hér voru hraun, en geröi mér enga grein fyrir að þau væru eins viðáttumikil og þau eru. Þegar ég sá litmyndir frá Is- landi gat ég ekki imyndaö mér að himinninn væri eins blár og hann var á myndunum og þrætti oft viö Steina um það. Það var auðvitaö mikið stökk áð koma úr fjölmenn- inu i Prag I fámennið á tslandi. Islenzkt landslag virkar allt öðru- visi á mig en það landslag, sem ég SúiúwLi.ífc*****'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.