Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 9
SVO HRJÓSTRUG OG HRIKALEG „Þaö var auövitað mikið stökk að koma úr fjöl- menninu i Prag i fámennið á Islandi. Islenzkt landslag virkar allt öðru visi á mig en það lands- lag, sem ég á að venjast. Hér er'náttúran svo hrjóstrug og hrikaleg, aö mér finnst hún hálf ógn- vekjandi, og þegar ég fer út fyrir bæinn, finnst mér ég verða ósköp litil og varnarlaus”. Þetta segir Dana, tékknesk eiginkona Þorsteins Jóns- sonar, en viötal við þau hjónin er á bls. 4—7. SYNTI NAKIN OG VEIFAÐI STÓLI ,, „Hún hefur verið á stjái um.borgina með honum hvað eftir annað og synti nakin meö honum i fló- anum”, sagði hann fyrir.réttinum. Hann bætti þvi við, að þegar hún kom heim af sundinu, hafi hann ætlaö að veita henni ráðningu, en þá ógnaði hún honum meö stóli, svo að hann varð að flýja gegn- um glugga”. Sjá grein um Lauru i Villta vestrinu á bls. 24. „HIÐ SYNGJANDI SKALD" „Tónlistarstefna hans hefur yfirleitt verið á hreinu frá hans hálfu. Það er helzt, að aðdáendur hans skilji hann ekki til hlitar. Allar plötur hans fram aö The Foreigner höföu verið nokkuð i beinu framhaidi hver af annarri. Stutt lög og melódisk, kjarnyrtur og ljóðrænn texti. Hann fékk viður- nefnið „hið syngjandi skáld”, og hæfði það fáum betur”. Sjá 3m-músik með meiru á bls. 44. KÆRI LESANDI „Loks hafði hún sig upp i það að hringja á flugvöllinn, þar sem henni var sagt, að vélin hefði haldið áætlun full- komlega og lent á tilsettum tima. Þvi miður yrði hún að biða fram að skrifstofutima til þess að fá að vita, hvort mað- urinn hennar hefði tekið þessa vél, eða hefði af einhverjum á- stæðum farið og tekið sér far með annarri vél. Frances var farin að verða óttaslegin og hringdi á hótelið, sem maður hennar var vanur að gista á. Og þar var henni sagt, að maður hennar hefði farið þaðan kvöldið áður, án þess að biðja fyrir skilaboð. Henni tókst ekki að festa blund alla nóttina. Samt sem áður reyndi hún að róa sjálfa sig með þvi, að ekkert flugslys hefði orðið sið- asta sólarhring. Og hefði Paul lent i slysi, eða veikst og verið lagður inn á sjúkrahús, hefði henni verið tilkynnt um það. En þrátt fyrir þessar skyn- samlegu ályktanir, var henni mjög órótt. Það var lika mjög ólikt Paul að láta hana ekki vita allt um ferðir sinar. Hvar var hann, ef hann var farinn frá Chicago? Hvar i ósköpunum var Paul? Já, hvar var Paul? Þetta er sýnishorn úr sérstæðri og spennandi smásögu, „Simtal á 10.000 dollara”, sem birtist á bls. 12—13. Það eru raunar þrjár smásögur i blaðinu núna, hver með sinu móti, svo að flestir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Vikan 34. tbi. 36. árg. 22. ágúst 1974 BLS. GREINAR 2 Eva sat ekki ein að Adam 14 James Caan, Harðiaxlinn, sem varð kvikmyndahetja 24 Laura skaut og hæfði, frásögn úr Villta Vestrinu VIÐToL: 4 Enginn er alveg sviptur skoðunum og heimssýn, Vikan heimsaékir Dönu og Þorstein Jónsson, kvik- myndagerðarmann SÖGUR: 12 Símtal á 10.000 dollara, smásaga eft- ir Jeffrey M. Wallmann 16 Hvert ætlarðu, Marie? smásaga eftir Jane Linden Leigh 20 Þegar ég er horfinn, framhalds- saga, annar hluti 30 Síðdegið langa, smásaga eftir Chiquita Sandilands 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, níundi hluti YMISLEGT. 33 Hún gerir allt með fótunum 28 Meturðu sjálfa(n) þig rétt? 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Draf nar Farestveit__________________________ 44 3m-músík með meiru í ’umsjá'Ed- vards Sverrissonar. FORSlÐÁN Viðtal við Þorstein Jónsson, kvik- myndagerðarmann, og tékkneska konu hans, Dönu að naf ni, er að f inna á bls. 4. Á forsíðunni ér mynd af þeim hjónum með dóttur sinni, Onnu Sóley. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blað.a- rhenn: Matthildur Edwald, Trausti Ölafsson. Útlitsteikntng: Þorbergúr Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsing- ar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð árs- f jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 34. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.