Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 31
hálfmattlaus. Það hlaut að vera einhver málmflls einhvers stað- ar, flís, sem hún gæti stungið bak við læsingarjárnið og slegið á meö golfkylfu. Það var erfitt að koma kylfunni við, uppgangurinn var svo þröng- ur. Hún var búin að finna svolít- inn blikkbút og stakk honum inn i rifuna, en hann komst ekki nógu langt, svo hún þurfti að halda við hann, meðan hún sló á hann með kylfunni. Járnhausinn á kylfunni lenti auövitað á fingrum hennar og blikkbúturinn brotnaði I tvennt. Frances stakk fingrunum undir handlegginn og beið, meðan versti verkurinn dvlnaði. Hún vildi ekki einu sinni gá að þvi hvort blæddi úr fingrunum, hún hefði hvort sem var, ekki getað gert neitt i þvi máli. Ef hún gæti brotið lásinn... það ætti hún aö geta, ef hún fyndi eitt- hvaö nógu litið og þungt, sem hún gæti athafnað sig með i þessum þrengslum. Það hefði lika verið auðveldara, ef hún sjálf hefði ekki verið svona fyrirferðarmikil og ef hún hefði verið viss um, að fallið hefði ekki skaðað litla, ófædda barnið. Ó, bara aö hann vildi gera vart við sig, sparka dálitið dug- lega i hana, þá væri allt i lagi. Gat hún ekki brotið af hjólhlif- inni á þrihjólinu? Ef hún gæti það, þá gæti hún notað það sem eins- konar kúbein. Hún settist á hækjur og hana verkjaði um allan likamann. Hún fann hræöilega til i fingrunum á vinstri hönd, þegar hún var að reyna að brjóta svolitið stykki af hllfinni. Fram og aftur... fram og aftur... þetta hlaut aö gefa sig! Hún var orðin glóandi heit i and- litinu og löðursveitt og hún fann svo mikið til.. i bakinu, fótunum og höndunum... en samt skalf hún af hrolli. En hún mátti ekki verða veik, hún mátti ekki fara að kasta upp. — Mamma! Mamma! Mig vantar koppinn minn! Hún heyrði fótatak drengsins, þegar hann staulaðist niður stig- ann. Meðan hún kallaði til hans og reyndi að róa hann, var hún að koma bútnum, sem hún var búin að brjóta af hjólhllfinni, inn i lás- inn. — Jamie, farðu varlega-i stig- anum! Komdu hingað, elskan min, niöur að kjallaradyrunum. Ég ætla að segja þér nokkuð! Þessi orð kreisti hún út milli sam- anbitinna tanna. Járnbúturinn var of boginn, til að ganga inn i lásinn. Hún varð með einhverju móti að reyna að slétta hann. — Mamma! Hvar ertu? — Komdu hingað, elskan, þetta er allt i lagi. Hvernig var hægt að fletja þetta járn út, án þess að hafa áhöld til þess? Það var kannski hægt aö slá það flatt með golfkylf- unni. — Vertu nú góður strákur, Jamie, og komdu að kjallaradyr- unum. Vonda hurðin lokaðist og ég er að reyna að opna hana. Hún vildi óska að hún styndi ekki svona hátt, en hún gat ekki annaö. En svo fór hjartað að berj- ast alltof hratt og hún var orðin svo þurr I muninnum, að tungan limdist við góminn. Jamie var nú farinn að öskra hátt, þegar hann sá, að hann var einn I ganginum. — Komdu út! Mig vantar kopp- inn minn! Frances sat i keng á efsta þrep- inu. Klukkan hlaut að vera meira en hálf þrjú, úr þvi Jamie var vaknaður. Klukkan hálf fjögur var Camilla búin I leikskólanum og myndi biða hennar. Ef hún gæti ekki komizt i tæka tið, til að sækja hana — i augna- blikinu vildi hún alls ekki hugsa um hvers vegna hún kæmist ekki — þá varð hún að hringja til frú Pollock. Frú Pollock var fóstran, hún myndi fylgja Camillu heim. Hún varð að fá Jamie til að hjálpa sér. En hvernig átti hún að fara að þvi? Hún varð að láta þetta llta út sem skemmtilegan leik, þannig varð alltaf að haga sér gagnvart börnum á hættu- stundum. En henni datt ekkert i hug, hún gat ekki hugsað. En eitt var vist, það var ekki hægt að róa barn, sem þurfti að komast á koppinn. Frances saup hveljur, vonaði innilega, að rödd hennar hljómaði nógu blíðlega. — Jamie, þú verður sjálfur að ná I koppinn. Þú veizt hvar hann er, — i skápnum á ganginum. Þú veizt að stórir strákar geta vel gert þetta. Og þegar ég er búin að opna, þá getur þú sýnt mér hve duglegur þú hefur verið. Held- uröu að það verði ekki gaman? Hún lagði eyrað upp að hurðinni og reyndi að hlusta eftir honum, meðan hún reyndi að troða járn- inu inn i lásinn. Hún reyndi að ýta þvi fram og aftur. Það komst ekk- ert annað að i huga hennar, en að reyna að komast út, en hún vissi ósköp vel sjálf, að það eina sem hún varð að gera, var að vera þol- inmóð, láta ekki örvæntinguna ná á sér taki. — Komdu nú, Jamie, ég get heyrt til þin, þó að ég sjái þig ekki. — Buxurnar eru fastar! hróp- aði Jamie. — Nei, elskan min, þær eru ekki fastar, þú þarft bara að kippa þeim niður. Það gerir ékk- ert til, þó að þú komist ekki i þær aftur. Flýttu þér nú, vertu nú duglegi strákurinn hennar mömmu. Hún heyröi hann tölta út gang- inn, heyrði eitthvert mótmæla- nöldur og spurningu, sem hún gat ekki greint. Nú voru fætur hennar alveg dofnir, en hún fann ekki lengur eins mikið til I siðunni, það fannst henni verra. Sársaukinn var þó merki um lif. Hún renndi höndunum yfir magann og grát- bað um svar, en það svar kom ekki. Jamie rak upp öskur og hún stökk á fætur, rak öxlina I vegg- inn og missti járnið. — Mamma, komdu út! Járnbúturinn lá lengst niðri og það var vlst tilgangslaust að ná i hann. Hún varð að láta Jamie hjálpa sér. — Heyrðu elskan, kallaöi hún, — geturöu ekki farið fram I eld- hús og.... Eldhúsið... potturinn... pottur- inn fullur af glóheitri sultunni. Haföi hún slökkt á plötunni? Hún mundi, að hún hafði ætlað að gera þaö, en hafði hún gleymt þvi? Ef hún hafði ekki slökkt á plöt- unni, var auövitað allt soðið upp úr pottinum... komið út um allt gólf.Og ef Jamie skrikaði fótur, ef hann rynni til i leðjunni.... Frances glennti upp augun og starði i ljósið, barðist við óviss- una. Jú, hún hafði slökkt á plöt- unni! Eða... Var öruggt að hætta á að senda Jamie fram I eldhús, — biðja hann að ná I koll og finna hnif i skúffunni? Nei! nei! Frances hristi höfuðið og reyndi að tala róandi við Jamie, en hún hafði ekki hug- mynd um hvað hún sagði. Þó að hún gæti látið hann sækja eitthvert áhald I eldhúsið, þá gat hún samt ekki náð i það. Það var ekki hægt að smeygja neinu undir hurðina, til þess féll hún alltof vel að stöfum. Henni datt ekkert I hug. Svo sagði hún. — Heyrðu Jamie, getur þú ekki....? En það var þögn við dyrnar og henni var ljóst, að Jamie var farinn. Hún fylltist einhverri óskiljanlegri reiði I garð barnsins og andstyggð á sjálfri sér. — Jamie, komdu hingað aftur! Hún barði ákaft á hurðina, svo að hana verkjaði um allan kroppinn. — Mamma, það er maður úti, fyrir utan hjóladyrnar, mamma. Ég sá vörubilinn hans, ég sá lika hattinn hans. Hann er meö... Frances hrasaði, en gat rétt sig við og náð jafnvægi, svo stundi hún: — Jamie! Segðu honum... hann má ekki fara... kallaðu til hans! Þetta var að sjálfsögðu maöurinn frá þvottahúsinu, sem stóö við bakdyrnar. Jamie kallaði þetta alltaf hjóladyrnar, vegna þess að hann hjólaði þar inn og út á þrihjólinu. — Kallaðu á hann, elskan min. Hann má ekki fara! En passaðu þig á eldavélinni... þú mátt ekki detta á gólfinu... farðu varlega! Hún þrýsti sér upp að hurðinni til aö hlusta. Nú var aðeins and- artak, þangað til hjálpin bærist... aðeins andartak. En allt var hljótt, hún heyrði aðeins sinn eigin andardrátt. — Mamma! — Já, vinur minn. Nú opnar maðurinn dyrnar, svo ég geti komizt til þin. Hvar er hann? Hvaö sagði hann? — Ekkert. Hann veifaði til min. Hann var I rauðum vörubil. — Er hann farinn? Frances hristi dauflega höfuðið. — Já, hann fór á bilnum sinum. — Hvað sagðirðu við hann? — Hjóladyrnar voru læstar, en ég sá hann I gegnum gluggann. Hann veifaði til min og ég veifaði honum aftur. Hvað heitir hann mamma? — Ég veit það ekki. — Það er svo dimmt hérna, mamma, mér leiðist. Ég er hræddur. Komdu út! — Biddu bara rólegur svolitla stund, andartak, elskan. Hún gat ekkert annaö gert, en aö reyna við lásinn á ný. Hún renndi sér niður þrepin og beygöi sig með erfiðismunum. Ó, góði guð, hvaö var klukkan? Hvaö ytði um Camillu. Myndi frú Pollock hringja, þegar enginn kæmi til að sækja hana? Hringja! Auðvitað siminn. Skritið að henni skyldi ekki hafa dottiö það I hug. Hún gat ábyggilega útskýrt fyrir Jamie, hvernig hann ætti að velja númerið 999. 34. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.