Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 21
ÞEGAR ÉGER HORFINN Hann vissi lika hvert Paco fór þegar hann gat ekki lengur þolað innilokunina. Hann fór aftur til þess staðar, sem hann hafði áður veriö, áöur en hann Rom i flokk Bernadinos, til þess eins, að afla fjármuna, til aö greiða skuldir sinar. Bernadino beindi nú athygli sinni að vagninum. Það myndu liða margar klukkustundir, þang- að til hann kæmi svo nálægt, að tiltækt væri að ráðast á hann. Winifred var komin langleiðina til Ronda, áður en hún vissi hvar hún var. Sorgin var nú orðin að einmanaleik. Þaö hafði verið erfið ferð yfir Biskayaflóann og hún hafði fund- ið til léttis, þegar hún fann fast land undir fótum í Bilbao. Tveir lokaðir vagnar höföu komið strax að skipshlið og verið til taks, þeg- ar Spánverjinn gekk frá borði. Annar vagninn var afar skraut- legur, meö mikilli gyllingu og skjaldarmerki á hurðinni. Tjöldin voru gul að lit og þung og héngu niöur frá sæti ökumannsins. Fjór- ir riðandi menn fylgdu vagninum. Þeir sátu hestana vel og báru byssur í beltunum. Minningarnar komu fram i huga hennar. Hún minntist gamla eskitrésins á flötinni fyrir framan Carrigmore, þar sem faðir henn- ar hafði komið fyrir skotmarki. Það voru marglitir hringir, sem faðir hennar hafði sjálfur málað á spjald og svo hafði hann snúið sér hlæjandi að henni. —...ef þú ætlar að ferðast með mér, elskan min, þá verður þú að kunna að fara með skotvopn.... Hún hafði skilið kassann með byssunum eftir á skrifboröinu. Kassinn var úr dökku maghony, með innlagðri mynd af rós á lokinu. Hún sá fyrir sér grann- ar hendur föður sins handleika þetta skrautlega vopn, hann þurfti ekki annaö en að lyfta byss- unni og kúlan fór beint i mark i fyrsta skoti. Raunveruleikinn hristi hana upp af draumum sinum, þegar siðari vagninn skrönglaöist upp ójafnan brattann. í þessum vagni hafði hún setið með Carmelitu, ráðskonunni, og dóttur hennar, sem báöar létu sem hún væri ekki til, simasandi á þessari furðulegu mállýzku sinni. Hvern þreytulegan daginn af öörum, haföi hún virt fyrir sér sólbakaða hásléttu Spánar, það litla sem hún sá af henni út um rifurnar á tjöldum vagnskriflis- ins. Sumarhitinn var farinn að skilja eftir spor, grænar slétturn- ar voru orðnar gulleitar og blóm- in skrælnuö i þurru grasinu. Ryk- ið þyrlaðist aftur undan vagnin- um. Þessar tvær smávöxnu skraf- skjóður höfðu ætið verið i þjón- ustu herra sins og húsbónda. Ef þau þurftu að gista, þá var það skylda þeirra, að fara á undan inn á gististaðinn og sjá um að allt væri til reiðu fyrir hans hágöfgi. Ef ekki var um gististað að ræða, þá urðu þær að elda matinn, koma fyrir stól og borði við veg- brúnina og hafa það tilbúiö, þegar vagninn hans nálgaðist. Winifred hafði engum slikum skyldum að gegna á ferðalaginu og hún tók eftir tortryggnu aungaráði þeirra mæðgna. Hún var alveg búin að glata dagatalinu. Það eina sem hún vissi, var að þau voru nokkuð fyr- ir sunnan Sevilla og að það var hádegi, þegar vagninn var stöðv- aður fyrirvaralaust. Hún lyfti ryk ugu tjaldinu frá og sá þá asna- kerru, með kerrukjálkana við jörð og tvo múlasna, sem voru að naga ólifutrjábút. Vagnstjórinn tók I taumana og viðarhemlarnir iskruðu. Það var likast kveini glataðra sálna, en hreyfði samt ekki unga manninn, sem svaf vært undir kerrunni. Carmelita vakti hann. Hún skrönglaðist niður úr vagninum, svört og lítil, öskraði til hans og formælti honum, föður hans og forfeðrum I marga ættliði. Oku- maðurinn og varðmaðurinn, sem sat viö hlið hans i ekilssætinu glottu og skemmtu sér vel. Alla leiðina, sem var ekki smáræðis vegalengd, höfðu þeir orðið að þola skammir kerlingarinnar. Winifred notaði tækifærið til að liðka fæturna og skjögraði á eftir henni, mætti undrandi aug- um unga mannsins, sem mjakaði sér undan kerrunni og skipti sér ekki frekar af skömmum Carme- litu, heldur en hún hefði verið ein af flugunum, sem suðuðu viö beizli múlasnanna. Hann var ó- venjulega hávaxinn, af Spánverja aö vera, grannur og sýnilega létt- ur á sér, bjartleitur, með glettnis- bjarma i augunum. — Ég er hér með allt, sem þig vantar, mamma, sagði hann viö Carmelitu. — Hvi skyldi ég ekki fá mér blund? Hver er þessi kona? Winifred, sem var farin að venjast mállýzku mæðgnanna og ökumannanna, varð undrandi, þegar hún heyrði hve gott mál þessi ungi maður talaði. — Kennslukona? hafði hann upp eftir henni, þegar móðir hans hafði svarað spurningu hans. Hann hallaði undir flatt, þegar hann virti Winifred fyrir sér, gal- opnum augum, gretti sig eilitið, eins og til að spyrja hverju herr- ann myndi taka upp á næst. Svip- ur hans var svo glettnislegur, að Winifred leit undan. Einmana- leikinn var nú orðinn svo snar þáttur i lifi hennar, svo hún sneri sér undan, til að dylja tárin. A kerrunni voru tveir kaggar, kassar og steinker með allskonar mgtvælum. Þau höfðu numið staöar neðst I nokkuð hárri brekku, sem lá upp að fjöllunum, og ólifutrén, sem múldýrin voru bundin viö, voru þau fyrstu, sem þau sáu, grá-græn laufin hálf skrælnuð og bæröust I golunni. Innar var svolitið dalverpi, þar sem kofar stóðu á viö og dreif, en ekki sást annað af þeim en ljós stráþökin. Rétt hjá kerrunni rann lækur gegnum mjótt gil og fyllti ferhyrnda þró, sem glitraöi á 1 sólinni. Þetta rólega umhverfi hafði góö áhrif á Winifred, hún var búin að jafna sig, þegar ungi maöurinn kom til aö tala viðhana. Hann var varla búinn að opna munninn, þegar Carmelita kallaði til hans, skrækum rómi. Hún var eitthvað að bjástra við kerruna.. Hann yppti öxlum og gretti sig. Wini- fred gat ekki stillt sig um að spyrja hvað hún væri að segja. — Hún segir, að ég eigi ekki að tala við þig. Winifred varð dauf á svip, en.ungi maðurinn fórnaði höndum og sagði: — Ég hlusta ekki á hana! Ég hefi aldrei hlust- aö á þessa mælgi. — En hvers vegna? Hvers vegna máttu ekki tala við mig? Hvað er svona voðalegt við mig? Tárin voru að brjótast fram á ný. Allar þessar einmanalegu vikur höfðu reynt svo á taugar hennar og hún gat ekki afborið þennan fjandskap. Ungi maðurinn, sem Carmelita kallaði Nando, yppti öxlum, án þess virtist hann ekki geta talað. — Hún segir, sagði hann og aftur furðaði Winifred sig á mál- færi hans, að ef ég tali við þig, þá getir þú kannski komizt að ein- hverju og sagt húsbændunum frá þvi. Það lá við að hún færi að hlæja. 1 hvert sinn, sem hún hafði rekist óvart á Don Isodor, á hinu langa feröalagi, hafði hann horft I gegn- um hana, eins og hún væri alls ekki til. — Ég? hrópaði hún upp yfir sig, I fyrsta sinn i allar þessar vikur bjarmaði fyrir lifi á ásjónu henn- ar. — Hvers vegna ætti ég að tala við þau frekar en ykkur? Hann hristi höfuðið meö hryggðarsvip, sem kom illa við hana, eins og eitthvað væri þarna á seiði.sem hún vissi ekki hvað var, — gæti ekki skilið. — Myndir þú tala við húsbánd- 2. HLUTI Eftir Madeleine Á. Polland ann um mig? tautaði hún, vand- ræðaleg, þegar Nando fór að skellihlæja. — Senorita, sagði hann, ennþá með töfrandi bros á vörum, en samt var eins og einhver alda vonleysis byggi á bak við þetta bros, og það vakti furðu hennar. — Ég tala ekki við húsbóndann. Og það er mjög ósennilegt að ég geri það nokkurn tima. Ég held honum dytti frekar i hug, að tala við múldýrin min. — En... en... hve lengi hefur þú verið i þjónustu hans? Hún stam- aði vandræðalega. Hann starði á hana, þrjózkuleg- ur á svip, eins og móðir hans, en svo yppti hann öxlum. Hve lengi? Frá þvi berir fætur hans gátu bor- ið hann frá þorpinu til stóra húss- ins, þegar hann elti móður sina, sem fór þangað daglega með þvottinn og til að þvo. Hann var notaður eins og múldýrin, eins léngi og hægt var að hafa not af honum. Hann fann að þessi ókunna kona horfði á hann, at- hugulum augum, svo hann hristi af sér þankana. ■ — Alltaf, svaraði hann einfald- lega. — Ég hefi alltaf unnið fyrir hann, senorita. Hann reyndi að lýsa fyrir henni lifi fólksins, þvi lífi, sem fólkið i stóra húsinu liföi og lifi smábænd- anna og leiguliðan"'' i þorpinu. Það var svo mikio djúp staðfest milli þessarra tveggja heima, aö enginn gæti brúað það, nema ef til vill hún sjálf, sem væri framandi og þekkti ekki hugsunarhátt fólksins þarna i fjöllunum. Heitur vindurinn lék um hár og andlit Winifred og bærði laufið, svo skuggarnir undir trjánum voru á slfelldri hreyfingu. Þrátt fyrir biturleikann, fann Winifred, að Nando var góður piltur, það leyndi sér ekki i skærum augun- um og björtu yfirbragði hans. — Segðu mér eitthvað frá fjöl- skyldunni i stóra húsinu, bað hún áköf. En áöur en hann gat svaraö, öskraði Carmelita á hann. Hún var önnum kafin við að bæta á eldinn og fann upp einhverja ástæðu til aö skilja hann frá þess- ari útiendu stúlku. Fljótlega heyrðist varömaður- inn kalla frá klettinum. Lengst i burtu, þar sem vegurinn kom i 34. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.