Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 43
NOREGUR m soðinu af kjötinu, eggjarauðun- um, og sinnepi úthrærðu með rjómanum og látið hitna. Má ekki sjóða. Hellið konjakinu yfir kjötið og kveikið á og látið brenna út. Hellið síðan sveppasósunni yfir og berið fram með soðnum hris- grjónum Danmörk Heilsteikt vinmarineruð kótel- etturöö 1 1/2 kg. grisakóteletturöð (klof- inn hryggur) 1 flaska rauðvin 1 stór laukur 16 negulnaglar salt, svartur pipar Kryddsmjör: 250 gr. smjör steinselja, dill, graslaukur, dál. timian og 2 hvitlauksbátar. Sósan: Siað marineringarsoð jafnað með dál. maizenamjöli 1/2 dl. rjómi Setjið kjötið i skál ekki of stóra og stingið negulnöglunum i laukinn og setjið hjá kjötinu, hellið vininu yfir. Látið liggja i 1 sólarhring. Snúið kjötinu nokkrum sinnum. Takið það siðan upp og látið renna af þvi. Setjið i vel smurt form og kryddið með salti og pip- ar. Setjið kjötið i 225 gr. heitan ofn. 6 kartöflur þvegnar vel og þerr- aðar og settar i álpappir og settar á grindina við hliðina á kjötinu. Takið kjötið út eftir 40 minútur og skerið laust frá beininu. Setjið beinið i vinmarineringuna og lát- ið sjóða loklaust eldhús vikunnar UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT HÚSM/EÐRAKENNARI Breiðið siðan mesta hluta krydd- smjörsins yfir kjötið og setjið i ofninn á nýjan leik i ca. 15 minút- ur. Geymið afganginn af smjör- inu á kartöflurnar. Kjötið tekið út og skorið i nokkrar sneiðar og kartöflurnar settar við hliðina á með kryddsmjörinu. Berið fram með rauðvinssósu. Holland Sætur kjúklingur 1 kjúklingur salt, pipar engifer, paprika 3 appelsinur 1 ds. plómur 3/4 dl. cointreau (likjör) Kjúklingurinn nuddaður að utan og innan með salti og pipar. Flysjið eina appelsinu og takið burt alla hvitu himnuna. Setjið appelsinuna inn i kjúklinginn og bindið fyrir. Nuddið með blöndu af engifer og papriku. Setjið fugl- inn i vel smurt eldfast form. Blandið siðan saman safanum af 1 appelsinu og soðinu af plómun- um og likjörnum. Flysjið siðan þriðju appelsinuna, skiptið henni i báta og leggið i safann. Kjúkling- urinn tekinn út eftir ca. 20 minút- ur, þá er safinn settur i formið og ausið yfir fuglinn á 10 min. fresti það sem eftir er af steikingartim- anum, sem er ca. 50 minútur. Setjið plómurnar með i formið siðustu 10 minúturnar. Berið fram með kartöflumús og soðinu. * ENGLAND ÍRLAND HOLLAND

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.