Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 15
JAMESCAAN Þegar James Caan var sex ára, var hann næstum drukknaður i Candlewoodvatni. En hálftfma seinna var hann kominn aft- ur út á vatnið i báti. Nokkrum árum seinna bjargaði hann systur sinni úr lifs- háska. Hann hefur alltaf verið snarráður og hefur aldrei kunnað að hræðast. Litill drengur hljóp eins og fæt- ur toguöu til aö ná i konu, sem ók á undan sér barnavagni. — Frú Caan! hrópaöi hann. — Þú verður aö flýta þér. Jimmy er hjá lækn- inum og það er ekkert nef á hon- um lengur! Konan sleppti 'barnavagninum og hljóp eins hratt og hún gat á lækningastofuna. Hún hikaði ekki eitt andartak á biðstofunni, held- ur flýtti sér beint inn i stofuna. Hún nam staðar innan við dyrnar og starði á lækninn og litla dreng- inn, sem hann var að saumíTsam- an i andlitinu. Læknirinn og drengurinn litu rólegir á hana, og siðan lauk læknirinn aðgerðinni. Um leið sagði læknirinn kon- unni, að einhver hefði kastað blikkdós i andlitið á drengnum, og hann hefði meiðzt töluvert. Leikfélagar hans urðu skelf- ingu lostnir, þegar þeir sáu blóðið leka úr andliti hins tiu ára gamla James Caan, en hann sjálfur var hinn rólegasti og fór beint til læknisins. Þegar frú Caan hafði jafnað sig eftir mestu hræðsluna, mundi hún eftir barnavagninum og barninu, sem hún hafði skilið eftir i honum. James Caan sýndi það ljóslega strax á barnsaldri, að hann var gæddur óvenjulegu snarræði og rólyndi. Einu sinni bjargaði hann lifi Barböru systur sinnar, sem hafði flækzt i snúru. I stað þess að hlaupa eftir hjálp, sem kannski hefði komið of seint, losaði hann hana sjálfur. Hann virtist alls ekki kunna að hræöast, en mörgum foreldrum veitist það hörð raun að ala upp slik börn. Einu sinni var fjöl- i skyldan i sumarleyfi við Candle- woodvatn. Einn daginn var Jam- es borinn heim til mömmu sinnar i ullarteppi. Hann hafði verið kominn að drukknun I vatninu og var sagt að hvfla sig. Nokkrum minútum seinna sá móðir hans, að hann var horfinn. Hún leit út og sá hann I báti úti á vatninu. Þá var hann sex ára gamall. Sólódansari þriggja ára gamall. Foreldrar Jimmys hafa verið gift I þrjátiu og fjögur ár. Móðir hans er grannvaxin og aðlaöandi ljóshærö kona, en faðir hans er alvarlegur á svip meö hugsandi augu. Sonur hans likist honum meira. — Jimmy hefur óvenjulega skapgerð, segir móðir hans. Hann er góður og gjafmildur. Kannski hann sé of góðviljaður. — Ég er mjög ánægður meö drenginn, segir faöir hans, sem hefur hætt verzlunarstörfunum, en hann var kjötheildsali. Jimmy er elztur systkina sinna, en þau eru þrjú alls. Systirin Bar- bara er næst elzt, en Ronny er yngstur. t fjölskyldunni hefur alltaf rlkt mikil eindrægni, og börnunum hefur alltaf veriö inn- rætt hve mikilvægt það sé, að fjöl- skyldur haldi saman. Og Caanfjölskyldan nýtur þess að vera saman. Nú býr Ronny hjá Jimmy og vinnur sem aðstoðar- maður Jeikstjórans, sem Jimmy leikur oftast hjá. Foreldrar þeirra dveljast oft i nokkrar vikur hjá sonum sinum. — Við ólum þá upp með það fyrir augum, að við yrðum alltaf ein fjölskylda, segir faðir Jimmys, — og þeir leyna okkur aldrei neinu. Það var sama hvað gerðist meðan þeir voru yngri, þeir komu alltaf heim og sögðu frá þvi. Enda gátu þeir lika alltaf verið vissir um að fá styrk heima. 011 börnin þrjú fengu kennslu i tónlist og dansi. Jimmy stóö sig samt alltaf bezt þeirra. Hann dansaði sóló á danssýningu, þeg- ar hann var þriggja ára. Þá þegar var augljóst, að Jimmy kunni vel við sig á sviðinu. Þaö hefur stundum verið sagt um James Caan, 'að hann hafi alizt upp i fátækt. Faðir hans and mælir þessu. — A heimili okkar hefur aldrei verið fátækt. Stund- um hefur kannski verið litið um peninga hjá okkur, en við höfum aldrei liðið skort. Sögurnar um að Jimmy hafi al- izt upp I fátækt eiga kannski ræt- ur sinar að rekja til þess, að fyrstu hlutverkin, sem Jimmy fékk, voru hlutverk götustráka. Fæddur leikari. Foreldrarnir vilja gjarna tala um tónlistarhæfileika sonar sins. Hann hefur góða söngrödd og leikur á mörg hljóðfæri — gitar, saxófón, pianó og harmóniku. Gitarinn hefur hann með sér hvert sem hann fer. Jimmy er greind- ur, en hefur ekki mikinn áhuga á skólamenntun. A skólaárum sin- um eyddi hann tlmanum frekar við að spila körfubolta, baseball og rugby en við aö lesa lexiurnar sinar. Hann virtist vera gæddur alls konar hæfileikum. Meðal þess, sem vakti athygli I fari Jimmys, var framúrskarandi hæfni hans til aö tala sig út úr érf- iðum kringumstæðum. Faðir hans hafði svolitlar áhyggjur af þessu. Hann geröi sér ekki ljóst, að sonur hans var fæddur leikari. Jimmy var vinsæll bæöi af drengjum og stúlkum. Fyrsta vinkona hans var frænka hans, sem hét Ellen. Þau Voru reyndar óaðskiljanleg frá þvi þau voru börn. En Jimmy átti eftir að koma auga á fleiri stúlkur, og hann kom alltaf með þær heim til fjölskyldunnar. Fjölskylda Jimmys hvatti hann aldrei tií þess aö verða leikari. Sextán ára gamall hóf hann nám við Michigan State University, en eftir tveggja ára r^m þar gerði hann sér ljóst, að námið þar var ekkert fyrir hann. Hann ætlaöi að verða leikari. Þegar hann setti loks kjark i sig og ræddi um þetta viö foreldra sina, sagðist faöir hans aldrei hafa heyrt annað eins og að hann vildi heldur, að hann yröi múrari eða trésmiður en leikari. En Jimmy var ákveðinn. — Ljúktu að minnsta kosti menntaskólanáminu, ráðlagði faöir hans honum. — Nei, ég ætla að hætta i skól- anum, sagði Jimmy ákveðinn. Þeir héldu áfram að ræöa þetta, unz faðir hans samþykkti fyrir- ætlanir sonar sina. — Allt I lagi, sagði hann, — en ef þú verður ekki tekinn inn I leik- listarskólann, ætlarðu þá að fara aftur I menntaskólann. Jimmy hét þvi. Og faðir hans varð ekki sérlega hrifinn, þegar hann var tekinn inn I skólann. En fjölskylda Jimmys þurfti ekki að kosta hann til náms. Hann vann fyrir sér, meðan hann var að læra, með alls konar vinnu. Hann kom i fyrsta skipti fram i sjónvarpi I The Nurses. A eftir þeirri mynd kom Naked City, Play of the Weeks og fleiri. 1 fyrstu fékk hann bara smáhlut- verk, en hann hafði vinnu hvað sem öðru leið. Einn daginn kom Jimmy heim til foreldra sinna og gerði þau al- varlega hissa. — Ég þarf aö segja ykkur svo- litiö, sagði hann. — Ég gifti mig I gærkvöldi. — Nú, sé þaö búið og gert, get ég ekki gert neitt nema óskað þér til hamingju, sagöi faðir hans. Foreldrar Jimmys þekktu stúlkuna, sem hann hafði kvænzt. Hún hét Dee Jay og var leikkona. Hjónabandið entist I fjögur og hálft ár. Hún er enn i miklu vin- fengi vib foreldra Jimmys þrátt fyrir skilnaðinn. En meðan þau voru gift fóru þau til Hollywood til að freista gæfunnar. Þar fór Jimmy aö berjast til frama i kvikmynda- heiminum. Fyrsta stóra hlut- verkið fékk hann árið 1963 — þá lék hann glæpaforingja. 1 þeirri mynd lék engin minni en Olivia De Havilland á móti honum. "Siían lék hann i milli tiu og tuttugu myndum, áöur en hann vakti heimsathygli I Brians Song og Guðföðurnum. Þráttfyrir velgengnina I kvik- myndaheiminum hefur Jimmy ekki látið draga sig inn i glitrandi samkvæmislif kvikmyndafólks- ins. Hann stundar Iþróttir eftir sem áöur og er sérstaklega hrif- inn af hestum. Hann hefur heldur ekki misst áhuga sinn á konum. Núverandi vinkona hans er play- boykanina, sem heitir Connie Kerski, og foreldrar hans segja, að hún sé afbragðs stúlka. Þeir hafa alltaf orðið hrifnir af stúlk- unum, sem Jimmy hefur kynnt fyrir þeim. Móðir Jimmys hefur safnað öll- um blaðaúrklippum um son sinn, sem hún hefur komizt yfir. Hún á hundruð úrklippa og enginn vafi leikur á þvi, að hún er stolt af syni sinum. Baráttan til frama. Það kann að lita svo út, að James Caan treysti á guð og lukk- una I öllu, bæði daglegu lifi og hvað varöar framtiðina. En bar- áttan upp á toppinn hefur verið afar hörð. Samt sem áður hugsar hann ekki um morgundaginn. Hann hefur sjálfur sagt, aö hann ætli að lifa i sólskininu þangað til fari að rigna. James Caan er sannur atvinnu- maður i leiklistinni og vinnur hlut verkin mjög vel, áöur en mynda- tökur hefjast. Svo biður hann stutta bæn um að allt fari vel. Það er kannski b-;í að þakka, hvað hann tekur starf sitt alvar- lega, að frægðin hefur ekki stigið honum til höfuðs. Hann tekur frægöina ekki sérstaklega alvar- lega. Þó að honum færi aö vegna verr I kvikmyndaheiminum, er engin hætta á þvi að hann skriði i felur. Hjónabandshamingjan varði ekki lengi. — Opinberlega, segir hann, — stóö hjónabandið I f jögur og hálft ár, en i rauninni var þvi lokið eftir viku. Frá þessu hjónabandi á hann sjö ára gamla dóttur. James Caan hefur alltaf litiö svo á, að allir eigi að reyna aö hafa eins mikið út úr lifinu og þeir geta. Þvl hefur hann farið eftir alla ævi, bæði á björtum og dökk- um stundum llfsins. Hann telur, að lifiö sé ekki mikils viröi, ef fólk hafi ekki hæfileikann til þess að njóta þess. * 34.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.