Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 25
Fimmtán ára hét hún ungfrú Hunt. Sextán ára frú Stone. Ni- tján ára frú Grayson. Tvitug frú Fair. Tuttugu og niu ára þráði hún að heita frú Crittenden. Þrjá- tlu og þriggja ára skaut hún I fyrsta skipti á Crittenden, þvi að hann vildi ekki kvænast henni. Fjörutiu og þriggja ára hét hún frú Snyder. Fimmtiu og þriggja ára ára skaut hún i annað sinn á Crittenden, þvi aö enn vildi harin ekki fá henrii nafn sitt. Þetta skot geigaði ekki. Laura hafði hæft. Og vitnin báru, að eftir skotið hafi Laura reigt höfuðið aftur á hnakka og hröpað: ,,Hann varþ að deyja! ” Og vitnin létu ekki þar.: við sitja, heldur bættu við „Rödd: hennar bergmálaði yfir San Franciscoflóa”. Þetta gerðist sið degis föstudaginn 4. nóvember árið 1870. Lauru er svo lýst, að hún hafi haft hvita húð, því að hún skýldi sér fýrir sólinni með slæðum og blæjum. Og dökk augu hennar glóðu. Llf Lauru var mjög viðburða- rikt. í fyrstu hugsaði hún um það eitt að lifa lifinu i glaumi og gleði. Seinna varð hún uppreisnargjörn eiginkona. Og eftir skotið I San Francisco varð hún eins konar tákn ameriskrar kvenfrelsisbar- áttu. Grænmetissalinn Stone blindaðist fyrstur af ást. Hvað annars sem segja má um Lauru, þá er hún órjúfanlegur þáttur villta vestursins. Skiln- aðarmál hennar, réttarskjöl og blaðaúrklippur hafa orðið til þess, að enn þann dag i dag er saga hennar aðgengileg þeim, sem forvitnast vilja um ævi henn- ar. En um bernsku Lauru er til- tölulega litið vitað. Hún ólst upp I franska borgarhlutanum I New Orleans, þar sem mamma henn- ar, ekkjan Hunt, rak verzlun á franska markaðinum. A þeim sömu slóðum verzluðu Choctaws- indlánarnir einu sinni með varn- ing sinn. Seinna tóku þýzkættuöu bændurnir þar um slóðir að selja þarna kálmeti, mjólk, egg, smjör og osta. Þegar Laura var fimm- tán ára, réöi móðir hennar hana I vist hjá grænmetissalanum Stone, sem einnig verzlaði á franska markaöinum. Stone var farinn að nálgast fer- tugt og var vel séður kaupmaður. Hann var rólegur maður og fastur I sessi. Var Laura ómótstæðileg? Var Stone grænmetissali blindur af ást? Það eitt er vitað, að Lauru var þá þegar farið að dreyma um Kaliforniuför. Þar hafði gullæðið gripið um sig árið 1848 og vestur- fararnir á leiö til Kaliforniu til að verða rlkir stigu gjarna á land i New Orleans. En frú Hunt taldi dóttur sinni betur borgið I einni sæng með Stone en á flækingi með gullgrafarmönnum I Kaliforniu. Og það varð úr, að Laura giftist Stone, þegar hún var aðeins sex- tán ára. A skilnaðarskjölunum leynir sér ekki hvernig hjóna- bandiö var, en skilnaðarréttur Þegar konurnar komu vestur, lögöust karlmennirnir flatir aö fótum þeirra, þvi aö fátt var þar um konur á þessum árum. Kon- urnar þurftu bara aö velja og Laura var ekki i vandræöum meö þaö. Margaret Burns, var yfirheyrð og vonast var til, að hennar fram- burður væri hlutlaus. „A Stone aö hafa þvingað konu sina? Þvert á móti. Ég horfði sjálf á frúna þrlfa sveðju af matarborðinu og segja manni sínum,^ð nú ætlaöi hún að sniða hans heimska haus af boln- um”. . Colton dómari kvað upp þann úrskurð, að skilnaður væri óhjá- kvæmilegur. Laura krafðist 6000 dollara af manni sinum. Fyrir þá upphæð hugðist hún fara til Kali- fornlu og lifa þar i vellystingum. Colton dómari taldi þessa kröfu hennar allt of háa, en ráölagöi Stone að greiða henni 1000 dollara til þess að hafa frið fyrir henni. Stone vildi fá umhugsunarfrest. Og rétturinn veitti honum hann. Hvað gerðist meðan hann hugs- aði sig um? Það eitt er vitað, að skömmu eftir réttarhöldin féll Stone fyrir björg og beið bana. Þaö var sagt, að Laura heföi ekki veriö langt undan, þegar þetta geröist, en ekkert var sánnað á hana. Nú var Laura hálfskilin og hálf ekkja og giftist undireins Thomas Grayson, sem hún haföi baöaö sig nakin með i Mexikóflóa. var settur af Colton dómara i New Orleans 18. janúar 1855. „Maðurinn minn hefur verið mér grimmur og miskunnar- laus”, bar Laura fyrir réttinum. „Hann sagðist oft ætla að drepa mig og hann misbauð oft vilja mlnum sem konu”. Laura stökk nakin með elskuga sinum i Mexikóflóa. Stone grænmetissali var ekki á sama máli: „Laura hafði mig að flfli opinberlega og naut til þess dyggilegs stuðnings móður sinn- ar, sem ég kenni einkum mistökin I hjónabandi okkar”. Reiði eigin- mannsins beindist þó einkum að Grayson nokkrum. ,, Hún hefur verið á stjái um borgina með honum hvað eftir annað og synti nakin með honum I flóanum”, sagði hann fyrir réttin- um. Hann bætti þvi við, að þegar hún kom heim af sundinu, hafi hann ætlað að veita henni ráðn- ingu, en þá ógnaði hún honum með stóli, svo að hann varð að flýja gegnum glugga. Hvað eftir annað er vikið að þessum Grayson i málsskjölun- um. „Tengdasonur minn er frá sér af afbrýðisemi og hefur alltaf rýting meðsér i rúmið”, sagði frú Hunt. „Og hann sagðist hafa það á tilfinningunni, að hann yrði að drepa mann á hverri nóttu. Laura sagðist vera orðin yfir sig skelkuð og veikluðu á þessu öllu saman.” „Það væri stórkostlegt, ef hún gæti drepist af þvi”, hrópaði Stone þá. Þjónustustúlka Stones, ungfrú 34.TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.