Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 38
Hver veit hvenær þau dragnast til baka. — Kannski koma þau alls ekki áftur. — Ekki er það nú svo vel. Þau eru bæði hrædd við að fara neitt fylgdarlaust. Rósa þarf að hafa einhvern að styðjast við og Vikki ratar ekki einu sinni hérna út úr skóginum. Elgur náði i teppið sitt og vafði þvi utan um sig. Carol tók sitt teppi og lagðist skammt frá föð- ur sínum. Hún sagði: Ég vildi helzt sofa alla næstu viku. Eldurinn var ekki orðinn nema eitt smáauga, sem horfði upp til himins, þegar hin komu aftur. Carol, sem hafði ekki getað hulið sig svefni, var vakandi. Rósa gekk að eldinum með hendur i vösum og ýtti viði á eldinn með fætinum. Viktorkom slangrandi á eftir henni, eins og i einhverju reiðileysi, rétt eins og i leiðslu. Þegar eldurinn blossaði upp og bar gulleita birtu um rjóðrið, sá Carol, að hann sneri að henni og reyndi að horfa i augu hennar. Hún reis upp. Viktor leit i hina áttina. Það var eins og breiðu axl- irnar á honum hefðu sigið og bak- ið var ekki lengur beint. Hann leit út eins og einhver ræfill. — Þú varst lengi i burtu, sagði Carol við hann. En það var Rósa, sem svaraði: — Við vorum orðin alveg rugluð af öllu þessu skrafi þinu um merkingu án orða. En ég trúi þér, Caröl. Það er virkilega eitthvað til i þessu. Rósa tók við teppisbögglinum sinum af Viktor og skreið inn i svefnpokann sinn. Viktor stóð mitt á milli þeirra með svefnpok- ann sinn á handleggnum. Báöar horfðu þær á hann þar sém hann stóð þarna i miðjum eldbjarman- um. Hann leit fyrst á Rósu,siðan á Carol. Siðan aftur á Rósu. En svo eins og reikaði hann aftur til Rósu og bjó um sig hjá henni. Morguninn kom i ljós milli trjánna og þokukenndir litir sáust á loftinu. Skellirnir i bifrahölun- um heyrðust eins og byssusmellir á vatninu, vöktu þau öll fjögur. En það fóru engar kveðjur milli þeirra, engin gamanýrði nema hjá Rósu, sem gekk um sigrihrós- andi. Þau voru fljót að hafa til matinn og eta hann. Rósa sagði, að sig langaði ekkert til að fara út á veiðarnar. Vatnið gáraðist af hausunum á syndandi dýrunum og röstinni eftir hvert þeirra. Svo var önnur á landi, sem átu af kappi. Elgur visaði Carol og Viktor veginn. Carol átti að komast fyrir eitt dýr, sem kom upp úr vatninu og varna þvi að komast til baka. Á þurru landi voru dýrin klaufar að forða sér. Þau voru óvör um sig. stirð og hægfara. Það var auðvelt fyrir Elg og Viktor að ná i þau og rota þau með einu höfuðhöggi. Þau ætluðu fyrst að veiða fram með bakkanum en vitja svo um gildrurnar á eftir. Þau rákust á fyrsta bifurinn, sem var heljarstór og þegar hann heyrði til þeirra, stóð hann upp- réttur og hreifingarlaus og snuggaði út i loftið. En hann var of seinn á sér að sjá hættuna og leiðin að vatninu var lokuö. Hann brölti um i svo sem minútu, skreið undir runn og reyndi að komast aftur i vatnið. En þá fékk hann þungt höfuðhögg. Elgur seildist eftir honum og hélt hon- um á loft. — Þarna er gott skinn. Þetta er lika heppilegasti timi ársins. Þau voru allan morguninn að ná i þann fjölda skinna, sem þau höfðu lofað Rósu. Og svo fóru karlmennirnir að flá. Meðan á eltingaleiknum stóð hafði ekkert orð verið sagt, nema hvað Elgur skipaði snöggt fyrir. Og nú voru tuttugu skinn söltuð og vafin sam- an og sett i eina töskuna. Svo var hádegismaturinn bor- inn fram og siðan lagt af stað heimleiðis. Litið var talað þegar þau komu i náttstað um kvöldið. Þau voru öll þreytt. Rósa vafði sig inn i teppið, án þess að biðja Viktor að kom með sér út að ganga. I dögun var lagt af stað aftur, og þau gengu áfram þegj- andi. Þau gengu i halarófu, Elgur á undan og Viktor siðastur. Þegar þau staðnæmdust til að hvila sig stóð yngri maðurinn hjá Rósu, rétt eins og hann væri að biða eft- ir skipun frá henni. Einu sinni æpti Carol til hans: — Æ, i guðs bænum.....! Hann svaraði á móti: — Hvað er að, Carol? — Ekkert, sagði hún og var nú rólegri. Þegar þau komu að vatninu þar sem bátarnir voru, var það Carol sem fór i bátinn með Elg. Viktor og Rósa komu ekki einusinni inn i kofann, en þegar búið var að aö- greina farangurinn þeirra, setti Viktor töskuna með skinnunum niður i bátinn. — Vertu sæl, sagði hann við Carol, kindarlegur á svipinn. Þetta var ómerkilegt ferða- lag, ekki satt? sagði hún. Röddin i honum skalf dálitiö er hann svaraði: — Jú, sú ferð hefði betur aldrei verið farin. Elgur greip fram i: — Þú litur einhverntima til okkar. — Já, það vildi ég gjarna, sagði hannvandræðalega g leit á Carol. Hún leit undan og svaraði engu. Rósa steig upp i bátinn. — Flýttu þér, Vikki. Jafnvel Fleming verður þolanlegur staður, eftir þessa skógarferð. Viktor hratt bátnum frá, rétt eins og hann væri reiður. Svo tók hann fast i árina og báturinn þaut eftir vatninu. Hann leit ekki til baka. Þegar þau höfðu yfirgefið bát- inn, gengu þau eftir stignum gegn um Latimerskóginn, álika þögul og daginn áður. Þegar þau komu að veginum, settust þau niður og biðu eftir fari hjá einhverjúm bóndanum, sem væri á leið til bæjarins. Og áður en langt var um liðið, kom einn fram hjá. Bóndinn bauð Rósu að skilja hana eftir skammt frá heimili hennar, en Viktori til mestu furðu, sagðist hún heldur vilja fara alla leið inn i bæinn. Þegar þau komu i Kráa- götuna, bað hún ekilinn að hleypa þeim út. Þegar bóndinn hafði ekið buri frá þeim, spurði Viktor: — Hvers- vegna viltu vera að stanza hérna? — Við förum til hans Larsons. Ég ætla að selja skinninn. Ég kæri mig ekkert um þessa kápu. En ég þarf á peningunum að halda, þvi að ég er á förum burt héðan. — Hann Elgur verður þá vond- ur, eftir alla þessa fyrirhöfn sina. — Og hvað um það? — Hvert ætlarðu, Rósa? — Bara burt héðan. Og ég vona fyrir fullt og allt. Ég dræpist ef ég þyrfti að koma aftur. Hún gekk á undan inn i búðina Svians. Þegar Larson sá töskuna, lór hann strax með þau inn i bak- herbergi, án þess að spyrja nokk- urs. Hvað ertu með þarna? — Tuttugu bifurskinn. Stór- íalleg. — Ég færi nú i Steininn ef skógarvörðurinn sæi þau hjá mér. Allt er betra en bifurskinn. Yfir- völdin eru hörð i horn að taka. — Það er/ þú lika. Rósa hló. Það fer enginn að snuðra eftir þeim hjá þér. Samkvæmt skipun hennar, tók Viktor skinnin upp og rakti þau sundur. — Ég vil fá tiu dali fyrir stykk- ið. Larson lækkaði verðið um helming. Rósa maldaði i móinn, en loks komust þau að málamiðl- un: hundrað og fimmtiu dali fyrir öll skinnin. Rósa stakk peningunum i buxnavasa sinn. Við Viktor sagði ' hún: — Littu inn til min seinni- partinn á morgun. Hann starði á hana og það var einhver fjandsemi i augnþráðinu. — Ég veit ekki, hvort ég get það. Ég er orðinn aftur úr með allt sem þarf að gera. Svipurinn á Rósu var ánægður og sigrihrósandi. — Komdu um klukkan tvö. Ég býst við þér þá. En flýttu þér nú til að mjólka allar beljurnar. Hrúts merkið 21. marz — 20. april Eitthvað hvilir mjög þungt á þér um þessar mundir, en láttu það ekki hafa of mikil áhríf á þig, vegna þess, að það leysist i vikuíokin. Þú lendir þá lika i miklum fagnaði, sem verður þér bæöi eftirminni- legur og lika til góðs i framtiðinni. Nauts- merkiö 21. april — 21. mai Þú hefur lengi þurft að bjóða heim til þin góðum vinum og þér er það fyrir beztu, að gera það fyrri hluta vikunnar, vegna þess, að svo litur út, sem þú hafir mikið að gera siðari hlutann. Mjög áriðandi bréf, sem þú ert lengi búinn að biða eftir, kemur fyrir helgina. Tvibura- merkið 22. mai — 21. júnl Þú skalt-ekki taka að þér of mikil störf um þessar mundir, vegna þess að maki þinn vill gera þér glatt i geði og bjóða þér út. Það getur orðið slæmur misskilningur, ef þú ert of störfum hlaðinn til að sinna þvi Vikan verður bæði skemmti- leg og rómantisk. Krahba- merkið 22. júni — 22. júli Ljóns merkið 24. júll 24. ágúst Meyjar merkiö 24. ágúst — 22. sept. Þú ert i vafa um hvernig þú átt að bregðast við ákveðnu vandamáli. Leitaðu ráða hjá maka þinum eða félaga, sem eflaust réttir þér hjálparhönd. Þú þarft aö taka örlagarlka ákvöröun, en frestaöu þvi til næstu viku. Þú hefur einhverjar áhyggjur af ásta- málum og það er nauðsynlegt fyrir þig aö rasa ekki um ráð fram. Siðustu dagar vikunnar verða nokkuð annasamir, en þá skeður eitthvað, sem kemur þér mjög á óvart. Happatal 9. 1 byrjun vikunnar lendir þú I spennandi ævintýri, en taktu samt ekki mark á lof- orðum I sambandi við það. Þér er hollast aö halda þig sem mest heima siðari hluta vikunnar, en samt skaltu taka boöi sem þér berst á föstudag. 38 VIKAN 34. TBL. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.