Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 22
ljós neðar i hæðinni sást ryk- mökkur. Don Isodor var aö koma til máltiðarinnar. Máltlðin var, að venju, ekki hespuð af I fljótheitum, hann gaf sér alltaf góðan tima og á eftir fylgdi hvlldarstundin ómissandi. bau voru ekki farin að hreyfa sig, þegar komið var fram I rökkur, og Nando fræddi Winifred um, að þau myndu búa um sig þarna fyrir nóttina en Nando sjálfur myndi halda áfram, til að kanna leiöina. • — Ég fer á undan, sagði hann, — vegna þess, að það er ekkert vatn á leiðinni héðan til Ronda. Herrann mun þurfa á vatni að halda á leiðinni, I þessum hita. Múldýrin eru lika sein I förum. — Varaðu þig á stigamönnun- um, kallaði varðmaðurinn eftir honum og ökumaöurinn, sem lá i makindum við hliö hans við eld- inn, skellihló. Winifred skildi að hann var að tala um stigamenn og hann sá ótt- ann I augum hennar. • — Stigamenn? spuröi hún hann, það var enginn annar, sem hún gat snúið sér til. • — Þeir hafa nægilegt vatn sjálfir, kallaði Nando til baka. Svo sneri hann sér að stúlkunni sem stóð við hliö hans. • — Það eru stigamenn I fjöllun- um héðan og til Ronda, sagði hann blátt áfram. — En þú skalt ekki vera hrædd, þeir leggja á flótta, ef þeir sjá byssu. Það skrölti i tréhjólunum á vagninum hans, þegar múldýrin töltu af stað og Carmelita. hljóp frá eldinum, til að lýsa fyrir hon- um þeim stöðum I viti, sem yrðu hans dvalarstaður, ef hann-væri ekki á þeim stað, sem til var ætl- ast, daginn eftir. Nando lyfti keyrinu I kveðjuskyni og bráðlega var hvlta skyrtan hans horfin I myrkrið. Stúlkan gekk aftur aö eldinum og gat ekki losnað við þá tilfinn- ingu, að hún væri sniðgengin. Einmanaleikinn lagðist að henni eins og náttmyrkriö i fjöllunum, og síöar, þegar órólegur svefninn miskunnaði sig yfir hana, þá dreymdi hana stigamennina, þar til grámóða morgunsins vakti hana, undanfari sólarinnar yfir fjallatindunum. Það var venjan, að vagninn, sem flutti þjónustufólkið fór fyrr af staö, áður en húsbóndinn og þjónar hans vöknuðu. En þennan morgun lögöu báöir vagnarnir af stað samtimis og riddararnir fylgdu fast á eftir. Winifred reyndi að láta ekki á þvl bera, hve fegin hún var, yfir þvi að vera ekki ein á ferð með Carmelitu og fylgdarliði hennar, jafnvel þótt hún væri viss um, að Carmelita gæti ráðið niðurlögum hvaða stigamanns sem væri, meö tung- unni einni saman. Hitinn var ofboðslegur siðdegis, þegar þau komu niðar af fjall- garðinum og Ronda blasti við, þar sem hún lá i fjarlægö á klett- inum. Vegurinn lá I hlykkjum, snarbrattir gljúfraveggir á báðar hliðar, en enginn nema Winifred, sem sneri sér við I sætinu, virtist taka eftir þvl, aö vagn húsbónd- ans meö slnum vopnuöu llfvörö- um, var alls ekki i sjónmáli. Hún hugsaði til striðnisorðanna, sem þeir skiptust á kvöldið áður, Nando og ekillinn. Hún reyndi að telja sér trú um, að þetta hlyti allt aö vera i lagi, þetta var þeirra eigið land og þeir vissu eflaust hvað þeir voru að gera. Uppi i fjöllunum höfðu stiga- mennirnir beðið lengi eftir vögn- unum, en þegar þeir komu I jós, þá skipaði Bernadino mönnum sinum a hörfa. Þessi vagn var ekki neitt til að sælast eftir, þetta var fátæklegur vagn, ekkert skjaldarmerki, engin merki um verömætan farangur. Hann leit á Paco, sem hélt fast i taumana á hesti slnum við hliö hans. Svipur hans var óræður,'en það var aug- ljóst að hann var vel á verði, aug- un vökul og skær, en eirðarlaus. Paco hafði fundið lyktina og þaö yrði ekki auðvelt að snúa honum viö. Bernadino lyfti höndinni, til að gefa mönnum sinum merki, en þeir biðu á hestum sinum I gilinu fyrir neðan. Winifred haföi eiginlega alveg tekizt að gleyma öllu um stiga- menn og hættur I fjöllunum, reyndi að segja við sjálfa sig, að þeir þyrðu ekkert að aðhafast, svona nálægt Ronda. Þrátt fyrir mikinn þyt I blævæng Carmelitu, sem veifaði honum ákaft, vegna ryksins, sem þyrlaðist inn, þegar Winifred lyfti tjöldunum himinlif- andi yfir að finna tært f jallaloftið og ilminn af furutrjánum, sem stóðu i hallanum, föstum rótum. Bernadino hafði næstum tekizt að fá menn sina til aö snúa við, en þá kvað við óp frá varðmanninum uppi á klettinum og það var nóg til að þeir þustu fram á móti vagninum. Ekillinn og varðmað- urinn fleygðu strax frá sér byss- unum, þegar skipunin um það kom frá ræningjunum, sem nú umkringdu vagninn, þegar þeir komu upp úr gilinu. Stigamenn- irnir voru allir með svarta klúta fyrir andlitinu, en höfðu skorið rifur i þau fyrir augun. Winifred heyrði þá hlæja. Carmelita rak strax upp öskur og skammaryrð- in flutu af vörum hennar, eins og árstraumur. Winifred sá glettnis- svip i augunum á hávöxnum manni, sem fyrst beindi að henni gullbúinni skammbyssu, en lét hana svo falla og rétti henni ridd- aralega höndina. — Senorita, sagði hann. Rödd hans var djúp og hljóm- mikil og það var auðheyrt, að honum fannst hún sérkennilegur förunautur hinnar háværu Carmelitu og grátandi dóttur hennar. Hún hafði það á tilfinn- ingunni, að hann skemmti sér konunglega. Þegar hún steig á götuna, varö henni ósjálfrátt litið eftir veginum og hún fann aö maðurinn veitti þvi eftirtekt. — Þér eigið von á einhverjum? spurði hann snögglega og leit sjálfur I sömu átt. — N..n..nei. Hún hristi höfuðið ákaft. Hún fann hvernig óttinn læsti sig um hana alla, alveg fram i fingurgóma. — Ég á ekki von á neinum. Reiðin náði svo tökum á henni, þegar hún sá ræningjana láta greipar sópa um allt, sem var i vagninum, þar á meðal hennar fátæklegu eigur. Bernadino heyrði nú vörðinn uppi á klettinum gefa merki um að annar vagn væri að nálgast. Hann beið rólegur eftir næsta merki. Fjórir riddarar fylgdu þeim vagni. Fjandinn hafi það, hvers vegna gátu þeir ekki verið á undan! Hann hafði ekki nægileg- an mannafla til að taka þá núna. Hann bölvaði aftur og flautaði, og á sömu sekúndu stukku menn hans á bak hestum sínum og þeystu burt, hurfu eins og reykur milli klettanna. Winifred sá, að hávaxni maður- inn beygði sig á hlaupunum og greip pokann hennar, sem lá á götunni. Myndin af móður henn- ar! Bréf föður hennar! Allt, sem hún átti til minningar um æsku sina og fyrra lif! Hún heyrði sjálfa sig reka upp óp og kjökra um leið Hann sneri sér við og virti hana fyrir sér, sneri sér svo snögglega að henni, greip um báðar hendur hennar og áður en varði var hann búinn að þrifa hring móður hennar af fingrinum. Hann greip svo báðum höndum um höku hennar. — Ungfrúin, sagði hann og hún sá glitta I augu hans, þegar svarti klúturinn, sem var úr þunnu silki, blakti við andardrátt hans. — Ungfruin er alltof fögur til að vera svona hávaðasöm. Það eigið þér að láta bændakerlingunum eftir. Jafnvel þótt hana hefði langað til að öskra, gat hún það ekki, vegna þess hve fast hann hélt um kinnar hennar. Án þess að hirða nokkuð um það, að Bernadino blístraði aftur, fleygði hann poka hennar frá sér, beygði sig niður og kyssti hana. Hún fann, að hann hélt á byssunni i höndinni, sem hann vafði hana að sér með og silkiklúturinn ætlaði að kæfa hana. Aðeins andartak fann hún ekki til neins, nema nálægðar þessa manns og svo fann hún að likami hans titraði, en það var af hlátri. Ofsaleg bræði greip hana og hún sneri sig úr höndum hans. Hann beygði sig niður eftir pok- anum. — Ungfrúin getur orðið nám- fús, sagði hann og hún fann roð- ann hlaupa upp i kinnar sér. Hún fann augu kvennanna tveggja hvila áér, en hún hafði ekki hug- mynd um, hve lengi hún hafði staðið þarna. Paco sneri sér snar- lega við og reið á eftir Bernadino, sem var stjórnlaus af bræði. Winifred var fjúkandi vond, sárreið yfir þvl að missa eigur sinar. Viö fætur hennar lá önnur byssan, sem ekillinn hafði fleygt frá sér. Það var sem hún heyrði rödd föður síns og sæi skotmarkið á Carrigmore. „Róleg! Róleg! Nú, taktu I gikkinn!” Hún áttaði sig ekki fyrr en hún fann lyktina af púðurreyknum og heyrði Carmelitú æpa og síðan kjökra, sá, eins og i draumi, blóð- ið renna niður hvlta skyrtu lág- vaxna mannsins, sem hallaðist á hesti sínum. En svo var hann horfinn, eins og allir hinir. Winifred var svo skelfingu lost- in yfir þvi, sem hún hafði gert, að hún sat eins og i leiðslu, það sem eftir var leiðarinnar. Vagnarnir tveir náðu fljótlega kerrunni með vatnsköggunum. Hitinn var ofboðslegur, en hús- bóndinn létti samt ekki ferðinni, en lét aka vögnunum eins hratt og þeir komust gegnum hrjóstrugan dalinn fyrir neðan Ronda. Nando var ekki hjá kerrunni, þegar þeir komu að henni. Múldýrin voru að naga grastó á vegarbrúninni og þegar Nando kom ioksins hlaup- andi, lafmóður, iét Winifred þau hin um að segja honum frá at- burðum dagsins, jafnvel móðir hans var of æst, til að hafa i sér nokkra döngun til að skamma hann eða spyrja hvar hann hefði verið. Nando þagði og hlustaði og horfði á meðan á Winifred, með strlðnisglampa I augunum, eins og hann vildi segja henni að byss- ur væru sannarlega til þess gerð- ar að nota þær. Nando hafði beygt sig niður, gripið hnefafylli af rykugri möl- inni á götunni og þurrkað með þvi blóðblett, sem var á öðrum h'víta sokknum hans. Kúlan hafði hæft slagæð á armi Bernadinos. Stigamannaforing- inn var látinn, þegar Paco bar hann inn íhellinn, hann hafði reitt hann fyrir framan sig. Paco lagði Bernadino frá sér innan við hellismunnann og stóð þar einn yfir honum i mjórri ræmu sólarljóssins, reyndi að yfirbuga ólguna i blóðinu, sem lét hann ekki I friði, ekki einu sinni þessar fáu mínútur, áður en hann tók við konungdæmi sinu. Hann leit framan i mennina, sem stóöu I kringum hann. Utan við hellismunnann hvein i vindin- um, sem stöðugt blés þarna i há- fjöllunum. Enginn hreyfði nein- um mótmælum og eins og einn maður, samþykktu þeir að taka hann fyrir foringja. Paco skalf. — Takið hann, sagði hann og þekkti varla sina eigin rödd. Þeir tóku lifvana likama hins gamla foringja sins, báru hann að gatinu innar I hellinum, gengu varlega þar sem myrkrið var svartast. Þar var gat i hellisgólf- inu, ekki stærra en það, að rétt var hægt að smeygja mannslík- ama þar niður. Gjótan var þröng, en svo djúp, að þeir heyrðu ekki einu sinni dynkinn, þegar þeir létu Bernadino falla. Þegar þeir komu aftur þangað, sem Paco stóð, horfðu þeir allir á hann. En þessi spenna stóö ekki lengi, Paco fór að hlæja og innan skamms tóku allir mennirnir undir, hópuðust að honum, klöpp- uðu honum á axlir og bak, veittu honum konungdæmið. En á götunni fyrir neðan, stóð Winifred og starði sem steini lost- in á blóðið, sem óumdeilanlega var á hvitum sokk Nandos. Hann mætti augnaráði hennar með sin- um venjulega striðnissvip, yppti svo öxlum að venju og sneri sér undan. Hún horfði á piltinn hrista taumana og hvetja múldýrin, en svo klifraði hún upp I vagninn, til að aka siöasta áfangann að stóra, hvita húsinu undir klettunum. 22 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.