Vikan


Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 22.08.1974, Blaðsíða 16
— Jeff, mér þykir þaö mjög leiöinlegt... sagði Marie Felcott afsakandi, — en ég er hrædd um, aö ég geti ekki komiö I kvöld. — Af hverju ekki? sagði Jeff Howard og strauk sér óánægöur um háriö. Hann var ritari i iþróttafélaginu og ábyrgur fyrir dansæfingunum á föstudags- kvöldum. Marie var alltaf vön að hjálpa honum við aö smyrja brauöiö og hita kaffið. Og svo geröi hún sér litið fyrir, hringdi og sagðist ekki geta komið I kvöld. — Þú ert þó ekki lasin, Marie? — Nei, það er bara af þvi að ég... ég þarf aö gera svolitið ann- að I kvöld. ■ — Hvað þá? Þaö var þögn svolitla stund, en svo sagði hún lágt. — Æ, þarna kemur mamma niður stigann.. ég held hún þurfi að hringja. — Hún hefur áreiðanlega tima til þess að biða i fáeinar minútur, sagði Jeff. — Marie, þú veröur að segja mér hvaö þú ætlar að gera i kvöld. Þú getur ekki svikið mig svona. — Mér þykir það mjög leitt, Jeff, en kannski einhver önnur geti tekiö að sér að sjá um kaffið. Letty Masters, til dæmis? Af hverju stakk hún upp á Letty? hugsaði hann. Var það af þvi að hann hafði dansað svo mik- ið viö hana siðast? — Biddu við, Marie... — Nú verð ég að hætta, Jeff. Ég vona, að þetta gangi vel. Vertu sæll. Hún lagði tólið á og Jeff staröi undrandi fram fyrir sig. Hvaö var eiginlega að henni? Hann flýtti sér i klúbbinn til þess að undirbúa dansæfinguna, en hann gat ekki hætt að hugsa um Marie. Hvert ætlaði hún að fara i kvöld? Og þaö sem meira máli skipti — með hverjum ætlaði hún að fara? Hann reyndi að muna viö hverja hún hafði dansað á siðustu dansæfingu. Þeir voru áreiðan- lega ekki margir, þvi að hún hafði haft meira en nóg að gera við kaffið og brauðið. Og auk þess, sagði hann við sjálfan sig, voru þau Marie bara góðir vinir. Hann haföi engan rétt til þess að vera að skipta sér af þvi með hverjum hún fór út. En hugsunin um hana hvarf ekki frá honum og hann var enn aö hugsa um hana, þegar hljóm- sveitin byrjaði aö spila og pörin þyrptust út á gólfið. Letty Masters kom til hans, ör- ugg með sjálfa sig. — Halló, Jeff! kallaði hún glað- lega. — Heyriröu hvað þeir eru að spila? Sjeik! Það er eftirlætis- dansinn minn. Komdu! Otá gólfið með þig! Hann hristi höfuðið. — Þvi mið- ur hef ég ekki tima til að dansa. Ég verð að sjá einn um veiting- arnar. — Ég hélt, að Marie Felcott gerði það alltaf. — Já, en... hann yppti öxlum. — Hún þurfti að fara annað I kvöld. — Þvieréghissaá. Ég á við, aö hún er alltaf svo þegjandaleg. Hver skyldi hafa boðið henni út? — Ég veit það ekki, sagöi Jeff kuldalega. — En ég þarf að fá ein- hvern til þess að hjálpa mér. — Talaðu við einhverja þeirra, sem alltaf sitja. Letty kastaði ljósu hárinu til. — Ég er komin hingaö til að dansa, ekki til þess að bera kaffi og brauð i fólkið. Andstyggilegt af Marie Felcott aö svikja þig svona. Hann þagði og hugsaöi um Marie. Hún var alltaf svo róleg og dugleg og var fús til þess aö eyða fristundum sinum við að hjálpa honum i klúbbnum. Kannski hann hefði ekki átt að lita á það sem svona sjálfsagðan hlut, hugsaði Jeff. Og nú hafði hún greinilega hitt einhvern ann- an og það var hans eigin sök, að hann hafði misst hana. Klúbburinn var aðaláhugamál hans og hann rak hann næstum upp á eigin spýtur. Hann sá um aö skipuleggja Iþróttakeppnir og úti- legur og hafði komiö dansæfing- unum á til þess að fá peninga til starfseminnar. Hann bjó næstum i klúbbnum og nú datt honum allt i einu I hug, að kannski hefði Marie ekki haft neitt á móti þvi að hann byði henni út við og viö. En það hafði alltaf liíið svo út, að hún heföi gaman af þvi að vera honum til aöstoðar og I rauninni haföi hann aldrei hugsað um hana nema sem stúlku, sem alltaf var boöin og búin til þess aö rétta hon- um hjálparhönd, þegar hann þarfnaðist þess. Hún var lagleg — þvi var ekki að neita — en honum hafði aldrei dottið i hug að segja það við hana. Hann hafði bara alltaf reiknað meö þvl, að hún væri til staöar, þegar hann hefði not fyrir hana. En núna, þegar hann var að reyna aö smyrja brauðið eins og Marie geröi það, áttaði hann sig á þvl, að kannski sæju hana fleiri ungir menn en hann. Hún var ung og grönn og hafði skinandi kastaniubrúnt hár og blá augu, sem leiftruðu, þegar hún brosti. — Af hverju ertu svona fúll á svipinn? sagði striönisleg rödd. Það var Letty, sem kom inn i eld- húsið. — Er það út af Marie? Hann kinkaði kolli. — Já, ég sakna hennar. — En þú getur verið viss um, að hún saknar þin ekki, sagði Letty. — Hættu að hugsa um hana og reyndu að skemmta þér! En af einhverri ástæðu gat hann ekki skemmt sér. Það var hræðilegt að hugsa sér Marie með einhverjum öðrum. Ef hann fengi bara tækifæri til þess aö sýna henni, að honum stóð svo sannarlega ekki á sama um hana. Það rigndi, þegar hann gekk heim á leið. Hann minntist allra föstudagskvöldanna, þegar hann hafði fylgt Marie heim eftir að hún hafði hjálpaö honum við að taka til eftir dansæfingarnar. Nú var þvi lokið. í framtíðinni myndi hún hafa skemmtilegri hluti til að eyða timanum við. Hann bretti upp frakkakragan- um og gekk gegnum bæinn, fór framhjá kvikmyndahúsinu og niöur að leikhúsinu. Sýningunni var löngu lokið, en meðfram veggnum stóð hópur unglinga, sem reyndi að skýla sér fyrir rigningunni. Það var greinilegt, að þau stóðu I biöröð til þess að ná I miða á popptónleikana annað kvöld, en þaö átti ekki að opna miðasöluna fyrr en klukkan tiu morguninn eftir. Hann furðaði sig á þolinmæði þeirra, en sjálfur hafði hann eng- an áhuga á popptónleikum. Hon- um hefði aldrei dottið I hug að eyöa heilli nótt i það að biða eftir miðum á tónleika einhverrar popphljómsveitar. Hann ætlaði að ganga beint framhjá hópnum, en nam staðar, þegar hann kom auga á stúlku, sem hann kannaðist viö. Hann leit við og horfði á hana — grann- vaxna stúlku með heklaða húfu og Iregnkápu. Hún hafði lokuð augun og hall- aði sér upp að veggnum. Þaö var eins og hún væri sofandi. — Marie, hvislaði hann. Hvað i ósköpunum var hún að gera i þessari biðröð? Hann sá engan ungan mann nærri henni, bara nokkra unglinga, sem hún var greinilega ekki með. Haföi Marie eytt öllu kvöldinu þarna? Honum létti svolitið. 1 fimm langar klukkustundir haföi hann liðið sálarkvalir og Imyndað sér, að hún væri einhvers staðar með öðrum, en svo gekk hann fram á hana, þar sem hún stóð og beið eftir þvi að fá miða á tónleika hjá popphljómsveit. Nú skildi hann af hverju hún haföi ekki viljað segja honum hvað hún ætlaði að gera um kvöldiö. Hún var hrædd um, að hann myndi hlæja að henni. Hann gekk til hennar. — Halló, Marie, sagði hann lágt. — Skemmtiröu þér vel? Hún opnaði augun. Hún þurrk- aði regnið framan úr sér og svo brosti hún til hans. — Ó, það ert þú, Jeff? En gam- an aö sjá þig. Hvernig gekk i klúbbnum? — Þaö er þér vist nokkuð sama um, sagði hann afundinn. — Þú metur popptónlist greini- lega öllu meira en mig. — Það er óréttlátt af þér að segja þetta, Jeff... — Jæja? Hvers vegna i ósköp- unum ætlarðu þá að standa hérna i alia nótt til þess að fá miða á tónleikana? Ég hélt þú værir skynsamari en svo, Marie. — Þú... þú skilur þetta ekki. — Nei, það geturðu verið viss um, aö ég geri ekki. En ef þú ert svona hrifin af þessum siðhærðu angurgöpum, þá skaltu bara elta þá á tónleikaferðinni. Vertu ekki að hugsa meira um klúbbinn. — Jeff Howard, viltu hlusta á mig! Fölt andlitið roönaði af reiði. — Ég sé, að þú ert móögaður af þvi að ég skuli ekki vera eins og klukka eins og ég er vön. Klukka, sem vaskar upp fyrir þig! — Það var ekki þess vegna, sagði hann afsakandi. — Ég hélt, að þú værir úti með einhverjum öbrum og... ég var alveg að tapa mér af afbrýöisemi. — Er það satt, Jeff? hvíslaði hún hissa. — Er það virkilega satt? — Já, sagöi hann. — Og nú hef- uröu fengiö það, sem þú vildir. Ég skal viöurkenna, að ég hef litið á það sem sjálfsagðan hlut, að þú hjálpaöir til I klúbbnum, en ég hélt þó ekki, að þú gætir komið svona andstyggilega íram. — Jeff, viltu leyfa mér að út- skýra þetta? Ég... — Það er alveg óþarfi. Þér leið- ist I klúbbnum og mér reyndar lika. Nú drögum við strik yfir hann og gleymum honum. Góða skemmtun annað kvöld. Hann stakk höndunum i vasana og hélt áfram heim á leiö, reiður og vonsvikinn. Nú skyldi hann gleyma þvi, að hann heföi nokk- urn tima kynnzt stúlku, sem hét Marie Felcott. Auðvitað gat Maríe farið,hvert sem hún vildi fyrir honum. Þau voru bara góðir vinir. 16 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.